Vikan - 01.10.1959, Qupperneq 17
-
Skólaklæðnaður barnanna þarf líka að fylgja tízkunni. — Það er þó
margt annað, sem hafa þarf f huga, þegar skólafatnaðurinn er saumaður — eða
valinn fyrir veturinn. Fyrst og fremst er það, að hann sé hlýlegur, þar sem
börnin sækja skólann, hvernig sem viðrar. Annað atriðið er, að fötin séu rúm-
leg, en ekki þröng.
Hér óður fyrr var það mjög óberandi, hversu ný föt barna voru höfð „vef
við vöxt“, eins og það var kallað, en það var stundum þannig, að þau voru eins
stór og mögulegt var að hafa þau. Nú er komið annað upp á teninginn, sfðatr
þjóðin fór að hafa meiri fjárráð. Þetta eins og annað vill jafnvel fara út í
öfgar. Föt eru höfð þannig, að þau endast ekki börnum, sem eru í örum ve,xtv
meira en 2—3 mánuði og eru strax alveg ný svo lítil og þröng, að þau eru
barni, sem er að leik, óþægileg og óhentug, því að börnum líður miklu betur,,
þegar fatnaðurinn er það rúmur, að hann háir þeim ekki við minnstu hreyfingu
að kalla. Þegar sú fyrirtekt, — sem foreldrarnir kalla, — hleypur í börnin,
að þau vilja kannski alls ekki klæðast einhverri flík, sem nýlega er búið að
sauma á þau, væri ekki úr vegi að athuga, hvort flíkin þrengdi ekki að þeim1
einhvers staðar eða væri úr þungu og fyrirferðarmiklu efni. Börnum líður bezt
í fatnaði, sem er léttur og rúmur, en hlýr. ,
Þið skuluð athuga, að það er oft ein- jgj
hver ein yfirhöfn, sem börn vilja helzt ^ Éri-
alltaf vera í, og oftast er hún þannig f Æ3h
sniði, að hún kemur að heita má hvergi
við þau. Fatnaður á börn má ekki passa á tBMKmSœ&tfmSL ÆifcWf
það eins og verið sé að klæða fullorðna /jvÉiMíF
manneskju, — ef barninu á að líða vel KV ’ _ vjr /JhISiIIL
>' flíkinni. . ^ ->/
Þessi kjóll er úr rauðköflóttu
ullarefni. Aðrir litir eru hvítt og
svartir teinar. Kraginn er hafður
hvítur, en slaufan svört og
hnapparnir svartir. Þetta snið,
kjóll með víðu pilsi og bolero-
jakka, er mjög klæðilegt á telpur,
sem komnar eru á níunda ár, og
eldri.
Vítt pils með stórum fell-
ingum og úr þykku efni, svo
að það slær sér vel út, ein»
og allar ungar stúlkur vilja
láta það vera nú á tímum, er
draumur unglingstelpnanna.
Blússan er með hálflöngum
ermum, kraga, vösum og upp-
slögum, — hneppt að framan.
Hann er ekki óglæsilegur þessi
ungi maður, í dokkbrúnum buxum
og eins konar úlpu-jakka úr köflóttu
efni í brúnum og gráum lit. Slauf-
an er brún, sem höfð er við hvíta
skyrtuna. Jakkinn er tekinn saman
með rennilás að framan, og renni-
lás er einnig hafður á brjóstvösun-
um.
Þessi fallegi skokkur,
eða heil-pils, er jafn-
fallegur, hvort heldur
hann er hafður sem
skólaútbúnaður eða
sunnudagsflík. Ef
hann er spariflík, er
fallegt að hafa hann
úr flaueli, annaðhvort
rauðu eða bláu, eftir
því sem klæðir þann
sem á að nota það, og
hafa svo hvíta blússu
við. . ..
Skóladragt er þetta nú varla nema
þá allra fyrstu skóladagana. Annars
fer að verða of kalt hér hjá okkur
til að koma í Aragt í skólann, nema
þá því aðeins að verið sé í kápu
eða jakka utan yfir. En dragtin er
falleg fyrir unglingstelpu með þessu
fellda pilsi og jakkanum, sem nær
rétt niður að mjöðmum.