Vikan


Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 10

Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 10
Hrútsmerkió (21. marz—20. aprxl): Þú vlrðist hugsa allt of mikið um peninga dagana og gerir þér jafnvel áhyggjur út af smávægilegum pehingalátum. Menn eru jafnvel farnir að líta suma, sem fæddir eru undir hrútsmerkinu, óhýru auga sakir nízku. ú ættir að reyna að sinna áhugamálum þín- um öllu meira. Nautsmerkiö (21. apríl—21. mai): Þú ert farinn að vanrækja gömlu kunningj- ana þína. Þér finnst allt of mikið til þess koma, ef þú kynnist nýjum félögum, og þá er- hætt við, að það bitni á þínum gömlu, góðu félögum. Um helgina ferð þú líklega í samkvæmi, sem verður afar skemmtilegt, og Þar færð þú tækifæri til þess að láta ljós þitt skina. Tvíburamerkiö 22. mai—21. júní): Þú ert allt of hörundssár þessa dagana, auk þess sem þú ert uppstökkur og ósann- gjarn. Þetta stafar ef til vill af Því, að siðustu vikur hefur allt leikið í lyndi, en nú er skyndilega eins og lánið leiki ekki við þér. En þú mátt ekki krefjast allt of mikils af lífinu. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Þessi vika veröur gjörólík siðustu vikum, einkum verða kvöldin viðburðarík. Eitt kvöldið er hætt við því, að Þér verði á glapaskot, og líklega mun það móðga góðkunningja þinn, en það gleymist fyrr en varir. Bréf er á leiðinni til þín, sem færir þér einkarlega skemmtilegar fréttir. Ljónsmerkiö 24. júlí—23. ág.) Þú hefur sannarlega ástæðu til Þess að vera á- nægður með tilveruna þessa vikuna. Svo mikil birta er yfir allri vikunni, að þú ert sannarlega öfundsverður. Eini dökki púnkturinn virðist vera ókunnur maður, sem biandar sér í málefni þín, en reyndu að hrista hann af þér. Heillatala 6. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Ef Þú ert af þeirri manngerð, sem getur aldrei þagað yfir leyndarmáli, verður þú sannarlega að taka á öllum viljastyrk þínum þessa viku, segja stjörnurnar, því leyndarmál má fyrir alla muni ekki berast út. Þú mátt ekki bregðast trúnaðartrausti vina þinna. — Heillalitur hvitt. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Það er leiðinlegt að þurfa að segja það, en einhver fjölskyldumeðlimur veldur þér þungum áhyggjum þessa viku, og við því virðist ekkert vera að gera. En þú verð- ur bara að bíða. Þetta blessast fyrr en varir. Þú skalt reyna að vera sem mest í hópi kunningja þinna þessa viku. Drekamerkiö (24. okt—22. nóv.): — Fimmtudagurinn verður að öllum lík- indum þýðingarmesti dagur vikunnar, og ef eitthvað gerist þessa viku, sem breytir eihhhvað áætlunum þínum, verð- ur það þá. Þú kemst á óvæntan hátt í náið sam- band við valdamikinn mann, BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Það e r á allra vitorði, að áhugamál þín snú- ast aðeins um eitt. Þú verður að reyna að auka sjóndeildarhring þinn, því að þessu áframhaldi verður þú þröngsýnn og óvinsæll. Þér er hætt við kvillum þessa viku og ættir því að fara vel með þig og framar öllu varast ofkælingu. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan:): Þessa viku munt þú standa andspænis vanda- máli, sem mun þurfa allt annarrar úr- lausnar viðenþúbjóstvið í fyrstu. Þú skalt þá reyna að gera þér góða grein fyrir afleiðingunum, áður en þú lætur til skarar skríða. Talan 4 kemur mikið við sögu, líklega verð- ur hún karlmönnum siður en svo ti lheilla. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Stjörn urnar lofa þér viðburðaríkari viku. Gamall kunningi þinn mun skjóta upp kollinum, en þú munt komast að því, að hann er ekki nærri eins eftirsóknarverð- ur og þú hafðir gert Þér i hugarlund. Hann er mjög breyttur til hins verra. Vertu samt vingjarnlegur við hann. Hann fer bráðum af landi brott. Fiskamarkiö (20. febr.—20. marz): Af einhverjum misskilningi mun þér falið afar erfitt verkefni. Ekki er vist, að þú getir ráðið fram úr því á eigin spýtur, en vertu ekki hræddur við að leita hjálp- ar vina þlnna. Þeim mun vafalaust finnast vænt um aO geta gert þér grelða. sem M xtta að halda. Ég minnist þess frá æskuárum mínum, er Þjóð- verjar komu og handtóku pabba og settu hann í fangabúðir. Ég gleymi aldrei skelfingarsvipnum á mömmu þennan dag. Við lifðum i sífelldri óvissu allt næsta ár, þar til fangarnir voru loks látnir lausir, en þá var okkur tilkynnt, að hann væri dáinn. Ég var ekki nema lítil telpa, tiu ára gömul, en það eru engar ýkjur, er ég segi, að upp frá því varð ég að annast mömmu eins og hún væri skjólstæðingur minn. Hún varð sljó og hlédræg, svo að brátt nálgaðist framkoma hennar sinnis- veiki. Hún hafði ekki rænu á neinu nema leggja kapal og drekka koníak. Þegar ég þroskaðist, varð mér ljóst, að hún neytti einnig morfíns. Hún átti sífellt örðugra með að afla sér eitursins, og loks skipaði hún mér að ná í eitrið handa sér á hverjum degi. Ef ég komst ekki yfir morfín, ætlaði hún af göflunum að ganga og hótaði að fremja sjálfsmorð, og það var mér um megn að neita henni um eitrið. Þegar ég minntist á það við hana, að hún ætti að leita lækn- is, læsti hún dyrunum og sagðist mundu skjóta vægðariaust hvern þann, sem stigi fæti sínum inn til hennar. Efnahagurinn var ekki sem verstur í fyrstu, því að pabbi hafði verið í góðri stöðu hjá rikinu sið- ustu tíu æviár sín og hafði skilið eftir sig tals- verðar eignir. En mamma þarfnaðist sífellt auk- inna skammta af morfíni, og það hlaut að skerða efnahag okkar til muna. Ég var enn i skóla. Við áttum enga ættingja að. En mamma átti góða vinkonu, sem aldrei brást okkur, — Maríu frænku kallaði ég hana. En henni var samt ekki ljóst, hvernig málum var háttað, því að einhvern veginn tókst mömmu að láta sem ekkert væri, þegar María heimsótti okkur. Mig langaði ekki heldur til þess að koma upp um mömmu, því að ég var stolt og vonaðist til þess, að rætast mundi úr þessu innan tíðar. Einstaka sinnum kom Það fyrir, að mamma eldaði góðan mat og bar hann fallega á borð og kallaði mig Inger-Lill eins og i gamla daga. Og þá var ég svo hamingjusöm, að ég fór að gráta. Þá lofaði mamma bót og betrun og ásakaði sjálfa sig fyrir sljóleika sinn, og lífið virtist brosa við okkur. Daginn eftir kom allt fyrir ekki. Mamma var þá klædd í morgunslopp með inni- skó á fótum, sígarettu í anarri hendi og koníaks- glas í hinni. Hún sinnti næstum aldrei húsinu. Það varð ég að gera, ellegar mundi ef til vill Maria frænka komast að þvi, hvernig ástatt var fyrir okkur. Auðvitað sáu veraldarvön augu Maríu frænku mun meira en mig óraði fyrir þá, en ég vildi ekki láta vorkenna okkur. Mömmu hrakaði með degi hverjum. Það var orðið hörmulegt að sjá hana. Lífið hafði rist ömurlegar rúnir í hrjáð andlit hennar. Augun voru blóðhlaupin, og hún átti orðið bágt með að hreyfa sig. Loks kom dagurinn, er okkur tókst ekki að útvega morfín. Þá varð ég vitni að hræðilegustu sjón, sem ég hef séð á ævinni. Að þessi ömur- lega og froðufellandi vera, sem lá á gólfinu, gæti verið móðir mín, var mér ógerningur að trúa. Þegar hún braut dýra spegilinn í stofunni, var eins og ég vaknaði ti Imeðvitundar Ég réðst að mömmu og sló hana af öllum kröftum, — þar til hún engdist öll, Þar sem hún lá á gólfinu. Mér til skelfingar sá ég, að hún varð öskugrá í framan og augun luktust. Mér var Ijóst, að ég varð að ná í lækni fyrr en síðar. En enn tóku örlögin í taumana. Georg, eins og ég kallaði hann, var nýkominn úr utanlands-g® ferð, og ég rakst á hann í fordyrinu. Ég sagðií-A honum, hvað um var að vera, og þótt undarlegtfe megi virðast, kom mamma hlaupandi, þegar hún heyrði rödd hans, greip í jakkalaf hans og grát-f^ bað hann um morfín. Hún fékk moi’fín — og } { jafnaði sig um stundarsakir. Það er víst óþarfi að minnast á, að mamma®* hafði komizt i kynni við ýmsa óþokka þessi ár.fc"! En þegar við áttum- ekki meiri peninga, fékk ”'"V mamma ekki heldur morfín. Georg var þetta bersýnilega ekki ljóst, þegar hann gaf mömmuv ' eitrið, því að hann hafði verið utan lands. Hann i vildi samt láta mömmu selja einn af skartgripum sínum. Og mamma, sem sá þarna von um að getaG, * aflað sér eiturs, féllst þegar á þetta. r - Þetta var aðeins byrjunin. Eftir eitt ár áttum ' við bókstaflega ekkert í eigu okkar. . . Þá var ég sautján ára. Og ég barðist enn fyrir ’ lífinu, þótt ekki blési byrlega. Ég gekk í mennta- t skóla og reyndist þar mjög sæmilega. Ég sagði * skólafélögum mínum, að foreldrar mínir væru v„ dánir og ég byggi ein í leiguhúsnæði. Ég var ». mjög hlédræg og átti fáa kunningja. . “ Ég fékk mér nú aukavinnu á kvöldin til þess . að eiga að minnsta kosti fyrir fötunum utan á mig. En þegar mamma komst að þessu, var hún , ekki sein á sér að krækja sér í peningana, svo að ég varð enn að ganga í gömlu tötrunum. Ég skemmti mér svo til ekkert með drengj- t um á mínum aldri. Ég vildi berjast fyrir heill v mömmu, og að því leyti líktist ég vist pabba. ' ■. Mamma hafði frá blautu barnsbeini fengið allt t upp í hendurnar. Og nú hafði hún ekki hugrekki ‘ til Þess að horfast í augu við veruleikann.. Hún *• var eins og fiðrildi, sem þolir ekki ryk hvers- 1 dagsleikans á vængjum sínum. o , Ég hataði hana oft. En innst inni kenndi ég i . brjósti um hana og annaðist hana af mikilli um-, hyggju. Ég átti ekki aðra að í þessum heimi. Nú var Maria frænka einnig dáin, svo að ég varð * ' að berjast ein fyrir lífinu. Og ég skal standa * mig, hugsaði ég full þrjózku. Að loknu stúdentsprófi fór ég í kennaraskóla. Enn sagði fjárskorturinn tilfinnanlega til sin. En þegar ég hafði trúað rektor menntaskólans fyrir áhyggjum mínum, brosti hamingjan við mér í fyrsta sinn í mörg ár. Hann vildi hjálpa mér að komast í gegnum kennaraskóla, og þótt undar- legt kunni að virðast, gaf hann mér 20.000 krón- ur, þegar ég varð nítján ára. Hann var giftur, en átti engin börn. Smátt og smátt varð ég gömlu hjónunum eins og barnið þeirra. Ég sagði mömmu ekki frá gjöfinni, en ég gaf henni peninga, þegar illa gekk. Ég vildi verða kennslukona, og ég reyndi að ná sem beztu prófi. En þegar ég hafði stundað nám í eitt ár, tók að halla undan fæti. Ég tók að hósta og fann til sviða í brjóstinu. Eftir langar rannsóknir kom það í ljós, að ég var með berkla. Ég var send á berklahæli, og þegar mér var sagt nokkrum mánuðum síðar, að mamma væri dáin og að líklega hefði hún framið sjálfsmorð, gaf ég upp alla von. Ég var svo Þungt haldin, að ég gat ekki verið viðstödd greftrunina. Nú minntist ég aðeins góðu hliða mömmu. Ég var svo einmana og óhamingjusöm. Ég grét eins og barn fyrstu dagana, og hugrekki mitt og stolt hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þegar ég tók að jafna mig, eignaðist ég marga góða vini á hælinu, þeirra á meðal ungan, glað- lyndan mann, sem ég varð brátt ástfangin af. VIKAlí

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.