Vikan


Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 14
Jæja, ég er orðinn hundraðkalli fátaekari. En fyrir hundraðkallinn þann fékk ég líka hátt upp í þó nokkuð, — lánakort, sem gerir mér fært að skreppa til Afríku á villidýraveiðar, — Las Vegas, ef mig skyldi langa til að freista gæf- unnar í spilavítunum, — eða til Havaií, ef það dytti i mig að hafa gaman af að fá mér snúning með húla-húla-meyjunum. Fyrir. aðeins einn hundraðkall. Aðrar greiðslur þarf ég ekki að inna af hendi, — ekki í bráðina. Vitanlega verð ég krafinn um meiri peninga seinna, — ekki þó fyrr en í mánaðarlokin. Síðan liða aðrir þrir mánuðir, áður en ég þarf að inna frekari greiðslu af hendi. Þið trúið mér kannski ekki? Jæja, ég lái ykkur það ekki, en engu að síður er þetta dagsatt. Bandaríkjamenn, sem alltaf vilja standa öðrum jafnfætis — og þó helzt feti framar, hafa nefni- lega fundið upp nýja aðferð til að auðvelda mönn- um að lifa á slætti. — Þeir hafa tekið upp lána- kortakerfið. 1 rauninni er ekkert þvi til fyrirstöðu, að hver, sem er, fái slíkt lánakort, á meðan vinnuveitandi hans er fáanlegur til að staðfesta, að viðkomandi sé heiðarlegur náungi, eða þeir í bankanum til að lýsa yfir því, að hann sói ekki peningum um skör fram. Um leið og maður fær lánakortið i hendur, sem venjulega verður nokkrum dögum eftir, að maður sækir um það, er maður orðinn einn í hinum sívaxandi hópi Bandarikjamanna, sem ber ekki skotsilfur á sér frekar en stórstúkumaður tappa- togara. Peningar, nei, maður hefur ekki miklar á- hyggjur af þeim, þegar maður ber lánakortið á sér. Maður dregur það bara upp úr vasanum, og það er ekki ein sog það gildi eingöngu i Bandaríkjunum, heldur og I flestum löndum heims. Þeir hlutir fyrlrfinnast yfirleitt ekki í heiminum, sem sá fær ekki „fyrir peninginn", er ber slíkt kort upp á vasann. Hvernig er það með drykkjupeningana? Þótt þú hafir ekki grænan túskilding í vas- anum, geturðu labbað þig inn í næsta simaklefa og sagt simastúlkunni númerið á lánakorti þinu, og um leið biður þú hana að gefa þér samband við fyrirtæki, sem leigir út bíla. Þegar það samband er fengið, þarftu ekki ann- ars við en impra á því við afgreiðslumanninn, að þú sért með lánakort upp á vasann, og hann send- ir þér óðara glæsibíl af nýjustu gerð með þraut- þjálfuðum bílstjóra, sem ekur þér út á flugvöll- inn. Þar geturðu svo fengið farmiða, hvert í ver- öld sem þú vilt, ef Þú dregur upp lánakortið. Þegar kemur á áfangastað, bíður þín þar bíll, sem þú ekur í til dýrasta og frægasta gistihúss þar í grennd, þar sem þér er fengin til umráða fínasta íbúð gistihússins, og þú getur hagnýtt þér allt það, sem sá staður hefur að bjóða, öldungis eins og þér bezt líkar, og það eins í matsalnum og við barinn. Og drykkjupeningarnir? Jú, þú skrifar bara „ + 15%“, þegar þú staðfestir reikn- inginn. Það lætur yfirþjónninn duga, enda eru öll líkindi til, að hann beri sjálfur á sér lána- kort. "Ekki skalt þú þó halda, að það sé einungis við slíkar óvenjulegar aðstæður, sem gott er að grípa til lánakortsins. Þú skreppur i bílnum þínum með fjölskylduna eitthvað upp i sveit. Skyldi svo fara, að þig þryti benzín á leiðinni, þarftu ekki annars mörgu hlutir eru skráöir á lista, sem lánakorta- klúbbarnir senda félögum sínum mánaðarlega: Ösvikin, itölsk kaffisuðuvél; skákmenn af sér- lega vandaðri gerð, sem hver sá maður, er áhuga hefur á tafli, verður bókstaflega að eiga; matar- karfa, svo fagurlega gerð, að maður getur ekki fengið það af sér að nota hana; frystur veizlumat- ur, innflutt ilmvötn, — þau beztu í heimi, Havana- vindlar og vindlingar, boðsendir hvert sem er, vandaðir sjálfblekungar og blýantar, samstæðir — til þess að undirrita með reikninginn, aðgöngu- miðar i kvikmyndahús, bílferðir, skrifstofuaðstoð, símskeyti, ritvélar, hárburstar, lifandi humar, skyrtur og bindi, megrunaráhöld, blóm, konfekt, töskur, rafmagnsrakvélar og svo framvegis. Hið eina, sem þú þarft fyrir því að hafa að eignast slíka hluti, er að hringja eða skreppa í einhverja af þeim ótalmörgu verzlunum, sem tengdar eru þessi kerfi, og segja sem svo: „Gerið svo vel að láta mig hafa þetta eða þetta . . .“ En glatið ekki kortunum. „Hádegisverðarklúbburinn“ er fjölmennastur allra lánakortaklúbba i Bandaríkjunum eins og við en nema staðar hjá næstu benzínstöð og veifa lánakortinu; þá er benzíngeymirinn óðar fylltur, án þess að þú þurfir að leita að eyri í vösum þínum. Og hugsaðu þér svo alla þá hluti, sem þú getur fengið út á lánakortið, án þess að þú þurfir að hafa nokkrar áhyggjur af jafnhversdagslegri og leiðinlegri staðreynd sem peningum. Allir þeir stendur, og teljast félagar hans um 800,000. Árs- gjaldið er fimm dollarar. Þau gistihús, matsölu- hús og verzlunarfyrirtæki, sem samninga hafa við klúbbinn, greiða í sjóði hans 7% af andvirði þess, sem félagar hans kaupa hjá þeim. 1 fyrra nam tekjuafgangur klúbbsins fjörutíu milljónum króna. Þó er spurning, hvort hin mikla ferðafélagasam- Afskiptasemi borgar sig ekki. MENN EIGA EKKI alltaf að vera að skipta sér af þvi, sem þeim kemur ekkert við. — Eg þekki mann, sem fór að bera mjólkurbrúsa i vondu veðri í fyrra fyrir konu, sem hann þekkti ekki neitt, og nú er hann giftur dóttur hennar og er að basla i húsbyggingu. Og það er sko alveg ábyggilegt, að það lenda fleiri menn i vandræðum útaf þvi að vera að skipta sér af þvi, sem þeim kemur ekki við, en útaf nokkru öðru, og menn ættu einmitt að passa sig á þvi að vera ekki að neinu svoleiðis. Eg þori að hengja mig uppá, að það kjálka- brotna og handleggsbrotna og kviðslitna og hálsbrotna og geggjast fleiri menn á ári .af þvi að vera að skipta sér af þvi, sem þeim kemur ekki við, helduren þeir, sem lenda í bilslysum. Með eða móti Ásbirni. EG ÞÉKÍíí'MANN, sem lenti í Steininum i KaupmaniíaJi@f.b i sumar og í stórsekt, afþvi hann vildi ekki segjast vera á móti Ásbirni Ólafssyni, og hann þekkir ekki einusinni Ás- björn Ólafsson og hefði vel getað sagzt vera á móti honum þessvegna og sloppið við öll vand- ræði ... En hann er bara ekki svoleiðis mað- ur, að hann segist vera á móti mðnnum, sem hann þekkir ekki neitt og kemur ekkert við, og þessvegna ienair hann ailtal í vanuræöum. Hann íór onað Nýhöín atí skemmta sér með Holiendingi, sem hann kynntist í Ungarsk Vinhus. Þetta var oni tundurduflasvæöi, og þegar þeir komu inn úr dyronum á sjoppunni, heyrði iiann, að það var Islendingur að tala viö stúiku vtð dyrnar, og liann heiisaöi ekki einusinni Islendingum, afþvi það borgar sig venjulega ekki að heilsa lsiendingum í Kaup- mannanófn, nema maður eigi þvi meiri pen- inga tiiað splæsa. Svo drukku þeir þarna noltkur glös og voru farnir að kippa, þegar aiitieinu kemur til jieirra stór og boxaralegur Dani og segir við kunningja minn, að hann sé íslendingur og hvort hann þekki Ólafsson. Kunningi minn, sem aldrei hefur vit á að þegja um það, sem ekkert kemur málinu við, sagðist vera stoltur af Friðriki Ólafssyni. Þá voru komnir þrír boxaralegir Baunar við hliðina á þeim fyrsta, og hann sagðist ekki eiga við neinn djöfuls Friðrik, heldur Ásbjörn Ólafsson. Og ef hann stæði með Ásbirni Ólafs- syni, þá yröi hann barinn i plokkfisk og hon- um kastað út, svo hann ætti sannarlega von á trakteringum, ef liann stæði með Ólafsson. Og áðuren sá boxaralegi var búinn að segja þetta likt því ailt, var Hollendingurinn hlaup- inn út og tæmdi eklci einusinni úr glasinu sinu áður, og kunningi minn sá i hendi sér, að hann yrð sko i mestu vandræðum með að standa með Ólafsson svona aleinn á móti fjórum box- urum, ef i það færi, þvi þeir voru greinilega mjög sárir útí Ólafsson og gætu látið hann kenna heilmikið á þvi, ef í það færi. Svo kunningi minn tók það ráð að klappa á öxlina á boxaranum og segjast þurfa að liugsa sig um það dálitla stund, hvort hann stæði ineð Ólafsson. Ó0 Daninn sagði ókei, — hann hefði fimm minutur til að liugsa sig um. En nú var kunningi minn orðinn reiður, einsog allir verða, sem ekki hafa vit á að skipta sér ekki af því, sem þeim kemur ekkert við, og hann hugsaði sem svo, að ef hann fengi, þó ekki væri nema einn með sér, skyldi hann svo sannarlega ekki láta sig tilað vera á móti neinum andskotans Ólafsson. Svo kallaði hann frani í salinn og spurði, hvort þar væri nokkur íslendingur. Og þá sá hann, að íslendingurinn frammi við dyr stóð á fætur. En liann ýtti bara stúlk- unni á undan sér útum dyrnar og fór. — Og þá var kunningi minn náttúrlega i holunni, fyrst íslendingurinn vildi ekki blanda sér i þetta, og prófaði að kaila, hvort þar væru nokkrir Norðinenn. Og það svöruðu þrír Norð- inenn og sögðu honum að lialda kjafti. — Þá prófaði hann Finna. Og það stóðu þrír upp. Og iiann sagðist eiga peninga fyrir brenni- víni og vera íslendingur, og ef liann segðist ekki vera á móti Ólafsson, ]iá ætluðu boxar- arnir þarna að lemja sig i klessu og kasta sér út, — og hvort þeir gætu hugsað sér að standa með Ólafsson. Finnarnir sögðust einmitt alla sina ævi hafa verið mjög hrifnir af Ólafsson. Og þegar slags- málin voru búin, þá var allt brotið og bramlað í sjoppunni. Og svo fóru þeir i aðrar sjoppur á tundurduflasvæðinu og börðu marga menn, sem ekki vildu segja, að þeir stæðu með Ólafs- son. Og kunningi minn var dæmdur í fimm þúsund danskra króna sekt fyrir djammið, og fyrirtækið varð að leysa iiann út. Og það er sko alveg áreiðanlegt, að það er meirasegja ennþá hættulegra úti að vera að skipta sér af því, sem mönnum kemur ekki við, og þykjast standa með fólki, sem menn þekkja ekki neitt, ef menn vilja ekki lenda i vandræð- um. Að hafa vit á framtalinu. MÉR FINNST, að fólk ætti ekki alltaf að vera að pípa um, að það hafi ofmikið í skatt. Eg þekki mann, sem hefur fimm sinnum meiri laun heldur en ég og á nýjan amerískan bíl og einbýlishús, og liann er alltaf með gap um, að hann hafi ofmikið í skatt, og samt hefur hann minni skatt en ég, sem vinn hjá honum og hef fimm sinnum minni laun. Og það er svo alveg áreiðanlegt, að ef menn fá mikið í skatt, þá er það þeim sjálfum að kenna, og þeir, sem hafa vit á þvi að ganga I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.