Vikan


Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 25

Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 25
að ég er hraustur, fyrir það að ég á enga óvini, fyrir það, að mér er sama þó ég eignist þá, ef svo þarf að vera, en fyrst og fremst, og niest, lofa ég landsvættina fyrir það, að fegursti kvenmaðurinn sem ég hef séð, sem jafnframt er mesti maðurinn sem ég hef kynnst, skuli elska mig. Skyggir þá ekkert á? Ekki annað en það, að það er hæpið að kona geti til lengdar elskað mann, sem er minni maður en hún. Þessvegna hefur mér stundum dottið i hug, hvort Sjöfn myndi alltaf geta haldið áfram að elska mig. Ég hef sagt henni þennan efa minn, en hún svaraði með undr- unarrómi: ,,Ég viljasterkari en þú? Nei, nú held ég að þú sért að gera að gamni þinu. Ég, sem verð alveg viljalaus og undirgefin, þegar handleggurinn þinn kemur utan um mig." Endir. SJOPPAN UNDIR SKÓLAVEGGNUM. Framh. af bls. 9. Sjoppan og heimilið. Sjoppulíf skólaunglinga stend- ur hér með þvílikum blóma, að erlendir skólamenn, sem hingað koma, reikna það til furðuvehka, rétt eins og Heklu og Geysi. Ef sú stefna skyldi sigra, sem nú örlar lítillega á, að flytja sjopp- una inn í sjálfan skólann, þá stæði íslenzk skólamenning óvið- jafnanleg og einstök i sinni röð. Enn þá finnast samt margir for- eldrar, sem ekki kunna að meta þessa framför, en kvarta sí og æ, að sjoppan dragi barnið út af heimilinu, haldi þvi frá námi, venji það á óreghi og leiði það jafnvcl beinlínis út i ofdrykkju og afbrot. Slíkt fólk gengur jafn- vel svo langt í ofstæki sinu að kenna þetta yfirvöldunum, sem Íeyfi sjoppuna í blóra við hags- muni og ígðra takmark skólans. Litla hugmynd hefur slikt fólk um margbreytileik hárra emb- ætta, 1j:h' sem hægri liönd má ei vita, hvað hin vinstri gerir. Auðvitað vilja okkar góðu yfir- völd skólunum allt hið hezta, en á ráði hans er sá margumtalaði Ijóður, að hann kostar stöðugt fé, í stað þess að sjoppan gefur bein- linis af sér fé, er arðvænleg bæði fyrir einstaklinginn, sem rekur hana, og fyrir hið opinbera, sem hún greiðir skntt. Þess vegna * skal unglingurinn sem fyrst út i veltuna. Fyrir því lögmáli verð- ur foreldralieimilið að beygja sig, þó að það kosti nokkra mann- fórn. — Það hefur ábyggilega verið prentvilla í leiðarvísinum. Fyrst þér eruð hvorki í Frímúrara- reglunni nc frænka forstjórans, þá sé ég ekki, að þér hafið nerna einn möguleika til þess að komast áfram hér — en þar hafið þér líka einstök skilyrði. — NOTlfi lyftiduft — Eigum við að koma út á gólfið og dansa — nei, það er rétt — við erum að því. Það var svona hvasst hérna í nótt. ORKA - lÍFSGLIÐl Kaldhrcinsað ÞORSKA UFSA í hinum þægilegu flöskum frá okkur sem fást í flestum lyfja- og matvöru- búðum. L7SI N.F. V I K A N 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.