Vikan


Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 4
CEORCES 9D3MSKT umboðsmaður geimbún n jörðinni eðn forbertur sviknri Á íslandi eru allmargir menn, sem telja sig hafa séð fljúgandi diska, en aðrir gera lítið úr þessu og telja, að um ofsójnir og ímyndun sé að ræða. Georges Adamski. 0* Geimbúar viija ekki Ieyfa okkur acS halda til anarra hnatta, fyrr en við höfum lært að lifa í sátt og samlyndi hér á jörðinni, segir hinn 68 ára gamli Bandaríkjamaður Georges Adamski, sem kveðst liafa náð sambandi við geimbúa . . . Siðustu árin hefur furðulegur maður vakið síaukna athygli um allan heim. Hinn 68 ára gamli Georges Adamski frá Palomar Gardens i Kaliforníu hefur verið kallaður spámaður vorra tíma, og Jnisundir, ef til vill milljónir manna um allan heim trúa Jivi að Jiessi mað- ur eigi eftir að bjarga mannkyninu frá glötun. Georges Adamski heldur Jdví fram að allar pláneturnar í sólkerfi okkar séu byggðar mönn- um, sem eru okluir fremri bæði að andlegum og tæknilegum þroska. Og Jietta eru ekki nein- ar getgátur. Hann trúir þessu slatt og stöðugt. Hann segist hafa þrásinnis náð sambandi við menn frá öðrum hnöttum, sem hingað komu í geimförum. Það eru skiptar skoðanir um Adamski. MÖrgum finnst hann hinn eini og sanni spá- maður nútímans, sendimaður geimbúa á jörð- inni. Aðrir telja hann svikara. Sumir halda því fram, að hann sé beinlinis vitskertur. Georges Adamski er rúmlega 68 ára gamall. Hann er fæddur í Póllandi, en á öðru ári fhitt- ust foreldrar hans til Bandaríkjanna, og hann ólst upp i Dunkirk í New York fylki. Æska hans var tíðindalaus, og hann ólst npp við sömu kjör og aðrir nýbyggjar. Adamski erfði frá föður sínum djúpa og innilega lotningu fyrir náttúrunni. Fjölskyld- an var sannkristin og hafði djúp áhrif á allar gerðir hans. Hann sá, að veröldin var fögur og unaðsleg, að mennirnir gætu lifað saman í sátt og samlyndi. En honum gramdist að sjá, að sú var alls ekki raunin á. Hann hugsaði mikið um þetta og komst að því, að þetta stafáði ekki einungis af Jiví, að mennirnir lifðu ekki guði samkvæmt, heldur einnig vegna þess, að þeir létu blekkjast af valdafikn, pen- ingagræðgi og alls kyns jarðneskum lysti- semdum. Á unga atdri fannst Adamski það köllun sín að vinna í liágu mannkynsins, og hann varð síðar kennari. í mörg ár ferðaðist hann um Bandarikin og vann að ýmsu. Hann vann samúð allra, og margir þyrptust um hinn ein- kennilega unga mann, sem lofaði náttúruna svo fagurlega, gæsku drottins og likurnar á þvi, að mennirnir gætu lifið saman í bróð- erni. Upp úr 1930 settist Adamski að í Lagoona Beacb i Kaliforníu. Hann giftist Marian Shimberski og stofnaði látlaust heimili. Adamski lifði á kennslustörfum. Einkum kenndi hann náttúrufræði og þá einna lielzt stjörnufræði.. Hann átti marga nemendur, og margsinnis hélt hann fyrirlestra í útvarp í Kaliforníu. Með heimagerðum stjörnuljósmyndavélum tók hann ásamt nemendum sínum myndir af himinhvelfingunni og rannsakaði með Jieim stjörnurnar. Dag einn tók Adamski eftir ]>ví, að ekki var allt með felldu. Hann tók eftir einhverju á einni af myndum sínum, en hon- um var hulin ráðgáta, hvað þetta gæti verið. Nokkrum dögum síðar sá hann og kona hans risastórt bákn, eins og vindil i laginu, sem lá grafkyrrt uppi i loftinu. Honum datt i hug, að þetta gæti verið geimfar frá öðrum hnött- um. Adamski liafði Iengi verið sannfærður um, að menninrir væru ekki einu verurnar í alheiminum, en hann hafði haldið, að ó- gerningur væri að fcrðast á milli hnatta. Nótt eina árið 1947 sá Adamski og nokkrir vinir hans fjölda fljúgandi diska, sem fóru hljóðlaust um háloftin. Þeir sáu Jiessa furðu- sjón i rúma ldukkustund, og Adamski var nú sannfærður um, að farartæki frá öðrum hnött- um svifu umhverfis jörð okkar. Daginn eftir Adamski fannst hann vera kallaður út í Eyðimörkina og þar hófust kynni hans af íbúum annara hnatta. íbúar annarra hnatta munu ekki leyfa okkur að ferðast út frá jörðinni, fyrr en við höfurn þroska til að lifa saman í friði og einingu hér, segir Georges Adamski. Hann eignast stöðugt stærri hóp skoðanabræðra um allan heim og hér á íslandi eru margir, sem telja sig hafa séð fljúgandi diska. Er eitthvað hæft í þessu, eða eru diskarnir ímvnd- un og uppspuni? — Geimbúar eru hræddir við okkur. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.