Vikan


Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 7

Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 7
% SMÁSAGA eftir Ragnhildi Sommer Berg 0 Hann hafði lagt handlegginn um axlir henn- ar, eins og hún vœri lítil stúlka, sem misst hefði íspinnann sinn í götuna. Láttu nú ekki eins og kjáni, hafði hann sagl. - Þú ert indæl, en sú stúlka, sem ég ætla að giftast, verður að vera meira en það. Hún verður að vera falleg, og framar öllu verður hún að vera dugleg. Hún verður að vera stúlka, sem altir taka eftir. Hún verður að hafa sama metn- að og ég. Þú.kemst siðar að raun um, Inga litla, að ég Iief rétt fyrir mér .. . Hún liafði naumast heyrt, hvað liann sagði. Hún hafði setið teinrétt og harizt við grátinn. Hann mátti ekki sjá liana gráta. Hún skyldi sýna honum . . . Og livað hafði hún gert. í þessi tíu ár, sem liðin voru, síðan þetta gerðist, hafði hún sifellt \ erið að ,,sýna honuin“. Og lnin liafði ekki einu sinni iiugmynd um, hvort hann hafði tekið eft- ir þvi. Hann komst varla hjá því. Það komu oft myndir af henni í bLöðunum. Nafn hennar var l)ekkt, — svo þekkt, að Erlingi var meira að segja Ijóst, að hún mætti ekki skipta um nafn, þegar þau giftust. — Nú er ég eitthvað, Jörgen, sagði hún, — eða var það litla stúlkan niðri á pappírnum, stúlkan í blómskrýdda sumarkjólnum, semhafði hvislað orðin? Já. það hlaut að vera hún. Inga Blom. tuttngu og sjö ára tizkuteiknari, mundi atdrei láta frá sér sMkt barnahjal. En unga stúlkan i Ijlómskrýdda kjólnum, sem stóð þarna á pappírnum, heindi skyndilega ó- væntri ásökun að Ingu. — Hefurðu hugsað um, að þú hefur svikið mig, einungis til þess að „sýna“ Jörgen? Síminn hringdi. Það var. Erlingur. — Heyrðu, íetlarðu að koma i dag, eða eigum við að ákveða einhvern annan dag?- sagði hann háðskur. — Ég er á leiðinni, svaraði Inga. Hún reis þeg- ar á fætur, en áður en liún gekk út úr skrifstof- unni, gaut hún augunum í siðasta sinn til teikn- ingarinnar af stúlluinni í blómskrýdda sumar- kjólnum. Ég hef enn ekki svikið þig að fullu, hvislaði lnin. En hún vissi ekki einu sinni sjálf, við hvað hún átti. , Erlingur var að tata i simann, þegar hún kom inn lil hans. Rödd hans var glaðleg og orðin smjaður eitt. — Það yrði sönn ánægja að sauma kjól handa svona glæsilegri konu, sagði hann. Þegar hann hafði lagt á, sagði Inga: Manni verður óglatt af að hlusta á þig. Hún hafði ekki ætlað að segja þetta hrana- lega, en henrii varð skyndilega ljóst, að hún sagði þetta af sannfæringu. Og um leið spurði hún sjálfa sig hljóðrar spurningar: — Hvers vegna i ósköpunum vil ég giftast honum? Mér þykir ekki einu sinni vænt um liann! Hún dáðist að dugnaði hans. Hann var fyrir- taks-kaupsýslumaður. Það var auðvelt að vinna með honum. Og hann var mikils metinn i tizku- heiminum. Ef hún giftist honum, nnindi hún taka stórt skref i áttina að samvistum við hátt- setta menn i þjóðfélagsstiganum, — enn eitt skref til þess að „sýna“ Jörgen, enn eitt skref í þá átt, sem hún hafði kosið sér, þegar hún sat einn dag á bekk í garðinuin og reyndi af öllum mætti að halda aftur tárunum. En Jörgen tók vist ekki eftir þessu. Og hún vissi skyndilega, að það skipti hana engu. — Ég vil helzt ferðast ein til Parísar, ef þér er sama, sagði hún. Ilún hafði ekki áformað að segja það. Orðin komu hara. — Nú, hvers vegna? spurði hann hissa. — Við vorum búin að ákveða ... —- Úr því að það getur livort eð er ekki orðið brúðkaups- og viðskiptaferð i einu, finnst inér cngin ástæða til þess, að við förum saman, sagði hún. — Já, en ... það varst þú, sem vitdir fyrir alla niuni draga brúðkaupið á langinn. Það ert þú, sem hefur frestað því í bæði skiptin... Hann vissi ekki, hvaðan á hann stóð veðrið, og eitl andartak kehndi hún i brjósti um hann. — .1 á, ég veit það, sagði liún. —- En við skul- um bíða með að tala um það, þangað til ég kem aftur. Ég vil helzt hafa vinnufrið þessa daga, meðan ég er þarna fyrir sunnan. Það skiptir mig miklu, að ég tjúki þessu öllu. Samkeppnin verður hörð i ár, svo að ég vil fyrir alla muni finna réttar sýningarstúlkur. Þess vegna ætla ég þangað. v — Jæja þá, sagði hann, — eins og þú vilt. Hann settist og leit á hana. Þegar hún reis á fætur, sagði hann: Veiztu það Tnga„ ég lield stundum, að þú viljir ekki giftast inér. Sannleikur orða lians kom illa við hana. Hún liafði ekki búizt við þvi, að hann gerði sér grein fyrir þessu. Hann hafði meira að segja gert sér grein fyrir því, áður en liún gerði það. Hann hafði bara ekki sagt það fyrr en nú. — Getum við ekki tnlað um það, þegar ég kem heim? sagði hún. Hún varð að fá umhugs- unarfrest, — þótt hún vissi þegar gerla, að hvaða niðurstöðu luin kæmist. Hún fór aftur inn í glerbásinn og fann til ákafrar frelsistilfinningar hið innra með sér. Hún vissi, að hún mundi ekki giftast Erlingi. En það var ekki einungis þess vegna, sem henni fannst liún svona frjáls. Hún var einnig ■—- loks- ins — laus við Jörgen. Hann mundi alltaf verða henni sem minning, en hann yrði aldrei spori, sem ræki hana áfram. Ilann mundi aldrei kom- ast að því, að hann liafði slegið hendinni við stúlku, §em var bæði dugleg og falleg og vel látin. Og það skipti engu máli. Hún gckk að skrifborðinu og tók upp teikn- inguna af stúlkunni í blómskrýdda sumarkjóln- um. - Eftir tvo daga förum við til Parísar, sagði hún við stúlkuna á teikningunni, — aðeins þú og ég. Itugsaðu þér, — París! — borgin, þar sem allt er hægt. . . . Hún stóð með litlu teikninguna i hendinni og liorfði út um gluggann. Það var eins og hún vissi, að ef hún tæki stúlkuna í blómskrýdda kjólnum með sér, mundi ævintýraheimur París ar blasa við lienni. Hún hafði verið þar áður, en í þetta sinn yrði það öðruvisi. í þetta sinn mundi hún skilja metnaðinn eftir heima. Metn- aðargirnd hennar hafði vaxið af biturleik og særðu stolti. Hún þarfnaðist hennar ekki leng- ur. í stað þess ætlaði hún að fara með sjálfri sér og auk þess eftirvæntingu, sem kom ljóma i augu hennar og roða í kinnarnar. Frelsi, vor og Paris. — Hún hlakkaði inni- lega til! Blýanturinn dansaði yfir pappfrinn og hélt áfram að teikna litla stúlku í einföldum sumarkjól — á móti vilja hennar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.