Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 3
Silvana Mangano vill ekki fyrir nokkurn mun
leika hlutverk nokkurt, er hinn furöulegi Salva-
dor Dali hefur boöiö henni. Ástæöan er sú, aö
kvikmyndahandrit Dalis fjallar um konu, sem er
ástfanginn af hjólbörum, — og þar af leiöandi
á.ttu hjólbörur aö leika annaö aöalhlutverkiö á
móti Silvönu. — HafiÖ þiö heyrt annaö eins?
spyr kvikmyndastjarnan. — Hjólbörur sem mót-
leikara? Nei, ekki þótt ég væri aö deyja úr
hungri. En Salvador hristi höfuöiö og segir:
— Silvana veit ekki, hvaö henni er fyrir beztu.
Þetta er einmitt bezta hugdettan minl
Fjölskyldan er að flytja.
Þau gátu ekki fengið að
búa lengur á loftinu og
bað er margt, sem tínist
til við flutninga. Kæli-
skápurinn er alveg að
drepa þá og frúin er í
öngurn sinum. Nágranna-
konan í glugganum lætur
ekkert fram hjá sér fara,
en hvort hún á strákana,
sem eru að stela bókun-
um, vitum við ekki. —
Halidór Pétursson teikn-
aði.
Hann heitir Jónas Tryggvason, býr
að Ártúnum í Blöndudal, og enda Þótt
hann sé blindur, hefur hann um skeið
stjórnað Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps,
— hefur enda samið bæði ijóð og lög
sjálfur. En heima fyrir, að Ártúnum,
hefur Jónas verkstæði, þar sem hann fæst
bæði við burstagerð og dívanasmiði.
Karl einn kom inn í pósthús úti á landi og
þurfti að senda peninga til Reykjavíkur. Póst-
meistarinn sagði karlinum, að hægast væri
fyrir hann að senda peningana í póstávísun,
þannig kæmust þeir til viðtakandans eftir
svo sem hálfan mánuð.
— Það er of seint, sagði karlinn, þeir þurfa
að vera komnir til viðtakandans fyrir viku-
lokin.
— Jæja þá, svaraði póstmeistarinn, það er
hægt með því móti að senda þá í símaávísun.
— Þá gerir maður það, sagði karlinn. Allt
er nú hægt i nútímanum. Skyldi vera hægt að
koma ávísunarblaði órifnu í gegnum símann?
<
Nikulás nokkur Bantych-Kamenski, sem uppi var á 18. og byrjun 19. aldar,
lét sem hann væri heyrnarlaus árum saman til þess að fá tóm til að lesa
bækurnar í rússneska ríkisbókasafninu í friði — og varð innilega glaður,
þegar hann loks missti heyrnina „í alvöru“.
Stúlkan á myndinni aö neöan var úrskuröuö hafa fegurstu augu
Svíþjóöar í sérstakri „augnakeppni“, sem þar fór fram í sambandi
viö feguröarkeppni í ár. Dómararnir viröast hafa talsvert til síns
máls.
Mýndin til hægri »*
Fyrir nokkru birtist hér
mynd af konu við kúluvarp,
og var hún tekin sem dæmi
um það, að margir teldu
Frjálsar íþróttir í hæsta máta
ókvenlegar. Nú rekumst við
i aðra mynd hér til hægri,
og verðum að viðurkenna
um leið, að fyrrnefnd skoðun
getur verið vafasöm, — er
það að minnsta kosti í þetta
sinn. Myndin sýnir ungfrú
Britt Martensson frá Kristi-
anstad koma í mark í hundr-
að metra hlaupi. Að vísu vann
hún ekki hlaupið, þótt varla
hafi hana skort stílinn eða
kvenleikann til þess.
Gráskeggjaður karlfauskur, sem átti álitlegan
fjölda af gangandi fé í hökutoppnum, og ung
stúlka, urðu samskipa yfir Atlantshaf. Karlinn
var oft uppi á þilfari með sjónauka, og kom þá
venjulega til hans unga stúlkan og spurði, hvort
hann sæi til lands. Karlinn var nú orðinn leiður
á öllum þessum spurningum og hugsaði sér að
gabba stúlkuna. Næst þegar stúlkan kemur og
spyr, hvort hann hafi landsýn, svarar karlinn
því játandi og býður stúlkunni að líta í sjónauk-
ann, en rífur hár úr hökutoppnum og leggur
fyrir sjónglerið og spyr svo ungfrúna:
— Sjáið þér ekki ströndina? Hún er eins og
strik í sjónaukanum.
— jú, víst sé ég ströndina, segir ungfrúin
— og meira að segja stóran fíl, sem þrammar
eftir henni.
%
mmm tii mn sem eru blankir
Vinir mínir. Ég hef alltaf haft mikil útgjöld af Rasmínu, konu
minni, og veit þessvegna hvað það er að vera blankur. Auk
þess hefur verulegur hluti af tekjum mínurn farið í uppáhalds-
rétt minn, bringukoll og kál, — eins og á mér má sjá. Nú hef
ég hinsvegar uppgötvað gróðafyrirtæki, en vinir mínir, — ég
ætla ekki að vera einn um hituna, það megið þið reiða ykkur á. Ég ætla
að borga hverjum þeim
50 tíkalla fyi'ir I
3
%
sem kemur með tíkall númer C 4.918.576 til mín á ritstjórnarskrifstofu
Vikunnar að Skipholti 33. Seðilinn lét ég í umferð fyrir nokkrum vikum
og það er ómögulega að segja, hvar hann er niðurkominn núna. Allir hafa
þessvegna jafna möguleika.
Keppnin er hafin, vinir mínir, nú er bara að taka eftir númerinu.
Virðingarfyllst,
Gissur Gullrass.
%
3
%
VIKAM
Útgefandi: VIKAN H.F.
Ritstjóri:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
Auglýsingastjóri:
Ásbjörn Magnússson
F ramkvæmdastjóri:
Ililmar A. Kristjánsson
Verð i lausasölu kr. 10. Askriftarverð kr.
21(i.00 fyrir bálft árið, greiðist fyrirfram.
Ritstjórn og auglýsingar:
Skipholti 33.
Simar: 35320, 35321, 35322.
Pósthólf 149.
Afgreiðsla og dreifing:
Blað'adreifing, Miklubraut 15, simi 15017
Prentun: Prentsmiðjan Hilmir h.f.
Myndamót: Myndamót h.f.
J