Vikan


Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 6
<ÚMí tfá éééí Inga Blom leit hugsandi í kringum sig í rúmgóðu herberginu. Hún stóð við stóra borð- ið, þar sem kjólarnir voru sniðnir, og þaðan sá hún öll höfuðin álút yfir vélunum, ljós og dökk. Allar stúlkurnar voru með grænar svunt- ur. Þess vegna virtust þær allar eins, en það voru þær síður en svo. Hún þekkti þær allar og vissi, hvernig hún átti að fara að hverri þeirra. Þessi vitneskja hennar gerði hana ó missandi i tizkuhúsi ErLings Skov, — auk þess sem hún kunni starf sitt til hlitar. Hún teiknaði sjálf alla kjólana, og hún gat „hripað upp“ kjól handa jafnvel önugustu viðskipta- vinum. Inga vissi sjálf, að hún var dugleg. Hún liafði ekki náð svona langt án þess að verða fyrir ýmsum skakkaföllum, en hún hafði unn- ið af einbeitni og viljastyrk, og henni hafði vegnað vel. Henni gafst ekki tími til frekari drauma. Erlingur Skov kom gangandi inn saumastof- una með kjól yfir arminn, og henni var ókleift að skilja, livað gæti verið að kjólnum þeim. Hann hafði verið sendur viðskiptavini í gær, og Hilda Phil hafði saumað hann. Venjulega var ekki neitt út á vinnu Hildu að setja. Nú- jæja, þetta var erfiður viðskiptavinur, og mað- ur varð að vera við öllu búinn. Inga vonaði innilega, að kvörtunin frá við- skiptavininum væri óréttmæt. Hilda átti að taka við stöðu hennar, þegar hún giftist Erlingi eftir nokkra mánuði. Hún hafði komið Hildu vel inn í starfið, en hún vissi, að kvartanir frá viðskiptavinum kollvörpuðu öllum áformum hennar. Erlingur taldi viðskiptavinina alltaf hafa rétt fyrr sér, — jafnvel þótt svo væri alls ekki. Hún hafði búizt við því, að Erlingur kæmi inn í glerbásinn með kjólinn. En það gerði hann ekki. Hann gekk rakleiðis til Hildu Phil og hóf samræður við hana. Samtalið snerist ekki einungis um kjólinn. Þótt Inga heyrði ekki það, sem sagt var, kom bros Erlings og roðinn i kinnum Hildu upp um, að hann beitti enn einu sinni þokka sinum. Ingu gramdist þetta skyndilega. Ililda var indæl stúlka, en hún átti það til að taka gullhamra Erlings of hátíðlega. Það var eins og Inga hefði getað Eftir e i n a vikn lesið hugsanir Hildu: — Hann er enn ekki giftur, ■—- og hann hefur jafnvel áhuga á mér! Vesalings Hilda. Erlingur hafði „áhuga“ á öllum konum, ef þær voru nógu aðlaðandi. En hann var giftur fyrirtæki sínu og yrði það ætíð. Inga lét ekki blekkjast. í vitund lians var lnin ekki annað en hluti af fyrir- tækinu. Þegar þau giftust, mundi hún verða lögleg eiginkona hans, en hún mundi aldrei skipta á blýanti og teikniborði og pottum og klútum. Ilún mundi alltaf starfa hjá fyrirtæk- inu. Hún mundi alltaf teikna tízkuteikning- arnar lians, og hún mundi alltaf verða góð auglýsing fyrir fyrirtækið. Loks kom Erlingur inn í glerbásinn. — Það var eitthvað smávægilegt, sem þurfti að lagfæra þennan kjól, sagði hann. Ég skýrði sjálfur fyrir Hildu, livað ætti að gera. — Þú hefur víst skýrt ýmislegt annað fyrir henni, sagði Inga og gramdist um leið, hversu kjánalega þetta hljómaði. — Hvers vegna liætt- irðu ekki þessu daðri, að minnsta kosti hérna á vinnustaðnum? — Þú ert afbrýðisöm, sagði liann. Hann sagði þetta næstum sigri hrósandi. Hún leit undrandi á hann. Mundi honum þykja vænt um það, ef hún væri afbrýðisöm? Unni hann henni svo mjög? Eða kitlaði það einungis hégómagirnd hans? Hún hristi liöfuðið. — Ég er ekki afbrýði- söm, sagði hún og fann með skyndilegum bit- urleika, að það var satt. — Mér finnst það bara kjánalegt. Erlingur sagði ekkert. Honum virtist gremjast þetta, — eins og liann yrði í rauninni fyrir vonbrigðum, vegna þess að hún var ekki af- brýðisöm. Hún greip blýant og tók að teikna nokkrar skissur. Hún sá, að hann rcis á fætur og stóð yfir henni við borðið, á meðan hún hélt áfram að teikna. ■— Komdu inn til mín eitt andartak, sagði hann stuttur i spuna. — Við getum ekki talað saman í þessum sýningarglugga. Mér finnst ég alltaf vera fiskur í glerbúri hérna inni. — Ég kem eftir nokkrar minútur, lofaði hún. Hún heyrði hann loka á eftir sér, en hún leit ekki upp. Blýanturinn dansaði yfir pappírinn og töfraði fram konur i djarflegum kjólum, ungar stúlkur í viðum pilsum . .. og þótt henni væri það þvert um geð, teiknaði hún unga stúlku i einföldum sumarkjól. Hún mundi eftir þessum kjól. Hún hafði samnað hann sjálf — og teiknað hann sjálf, fyrsta sköpunarverk hennar, ef til vill dálitið barna- legur, dálitið kjánalegur, með hjárænulegar og stuttar pokaermar og vítt pils. Hún var sautján ára þá, sautján ára og svo afbrýðisöm, að hún logaði öll. Þá hafði hún elskað. Hún hafði viljað gera hvað, sem var, til þess að halda ástum mannsins. Jörgen, liugsaði hún, og um leið og hún minnt- ist nafnsins, var eins og hún snerti sár, sem aldrei greri. Hún teiknaði mynztrið á kjólinn. Hún mundi næstum eftir hverju einasta blómi, þvi að hún Það var ekki ennað en lítill stúlkukjólU sem hún krotaði niður á blaðið. En minningar þær, sem voru tengdar hon- um, sýndu henni, hversu kjánalega hún hafði í rauninni hagað sér, — vegna þess að hún vildi einmitt sýna, að það var hún ekki. hafði setið og starað á mynztrið, þar til blómin drukknuðu í tárum og urðu að óljósum, mynd- lausum blettum. — En jiú hélzt ekki, að ég mundi giftast þér? hafði hann sagt, og undrunin i rödd hans hafði verið ósvikin. Þá hafði hún haldið svo margt, sem seinna kom á daginn, að var ekki annað en blekking. verður of seint nð skiln bandritum í smúsngnakeppni Vikunnor Fresturinn er til 15. október | Ferð til Kaupmannahafnar og frægðin með 6 V IK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.