Vikan


Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 12

Vikan - 08.10.1959, Blaðsíða 12
SVEFNHE RB SVALIR Það er mjög vistleg forstofa, sem komið er inn í íbúð Ebenezers Ásgeirssonar á annarri hæð. Mynd- irnar, sem hér fylgja með, eru úr þeirri íbúð. Hér sjáum við planið. íbúðin er rúmgóð og björt og vel skipulögð af hendi arkítektsins. ELDHUS ANDD. ANDD SKALI STOFA STOFA Fjórbýli§hú§ við Ranðalæk Arkitektar: Ciðiuidur Kr. Kristinsson °9 Höriur Björnsson Að þessu sinni birtum við dæmi um fjórbýlishús, vin- sælt byggingarlag, sem mun víst vera íslenzkt fyrir- brigði. Erlendis eru reist sambýlishús, raðhús og ein- býlishús, en fjórbýlishús munu lítið sem ekkert byggð. Þau eru þannig til komin, að upphaflega hefur verið ætlazt til, að um tvíbýlishús yrði að ræða, en síðan hafa byggjendur bætt við kjallara- og risíbúð. Þetta byggingarlag er nokkuð umdeilt. Kunnur arki- tekt sagði, að það hefði alla galla fjölbýlis, en enga af kostum þess. Hann átti við, að það, sem sparast við að reisa fjölbýlishús og sfðar lægri upphitunarkostnað- ur, kæmi ekki til greina í þessum húsum. Hins vegar væru sameiginlegar forstofur (a. m. k. fyrir tvær íbúð- anna) og stundum sameiginleg þvottahús. Hann benti á, að árekstrar milli nábúa væru litlu sjaldgæfari en f fjölbýlishúsum. Margir hafa hælt þessu byggingarlagi og talið það góða lausn á því vandamáli að byggja tiltölulega þétt, árt þess að um sambýli sé að ræða. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, hvernig þessum húsum er oft pakkað sam- an, svo að rúmlega seilingarlengd er á milli hús- veggjanna. Það heyrir skipulagsmálunum til. Hér höfum við ljómandi fallegt fjórbýlishús, sem Guð- mundur Kr. Kristinsson og Hörður Björnsson hafa teiknað. Ilúsið er einkennandi fyrir fjórbýlishús, sem reist hafa verið á síðustu árum. Gluggar eru mjög stórir og húsið sviphreint að ytra útliti. Það er málað í gráum litum og efsta hæðin inndregin. - HÚSRÁÐENDIJR - ÞEKKIV ÞÉR MSTTA TÚRIJHERKI? Þetta CO ára heimsþekkta danska vörumerki tryggir yður gæði og hagkvæmasta verð á FABER-FAMLEIÐSLUVÖRUM oklcar. Þvi leyf- um vér oss að bjóða yður: SÓLTJÖLD — VINDUTJÖLD — TRÉVEGGTJÖLD og ýmsar gerðir GLUGGATJALDASTANGA. VERIÐ VELKOMIN I VERKSMIÐU OKKAR EINKASALAN GLUGGAR H.F., Skipholti 5 — Sími 23905 12 VIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.