Vikan


Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 11
ég er sannfærður um, að í hvert skipti, sem hann bað um meira að drekka, gerði hann það til að herða upp hugann, svo að hann treysti sér til að vera kyrr. Corina er næstum fimmtán árum yngri en hann. Hún litur eftir honum eins og barni og sér um, að allt, sem hann þarfnast, komi þegar í stað. Hún þekkir hann betur en allir aðrir, og á sunnudaginn var hlýtur hún að hafa tekið eftir því sinnuleysi, sem smám saman var að færast yfir hann. Ég er ekki farinn að drekka neitt að ráði, enn sem komið er. Ef ég smakka það eitthvað, geri ég Það aldrei á þennan hátt. Samt sem áður hefur Moriat tekið eftir merkinu hjá mér. Það hlýtur að vera í augunum. Kannski er það ekkert annað en einhver þungi í augnatillitinu, einhver tómleiki fremur en einhver sérstakur svipur. Við ræddum um stjórnmál, og hann kom með nokkrar hæðnislegar athugasemdir, eins og hann væri að kasta steini i fuglahóp. Á þeirri stundu yfirgaf ég setustofuna til að fara i símann. Ég hringdi fyrst í Ponthieugötu, en eins og ég hafði búizt við, svaraði enginn þar. Þá valdi ég númerið hjá Lnuie, ítals'm veitingahúsinu, þar sem Yvette var vön að borða. — Louie, þetta er Gobillot. Er Yvette þarna? — Hún er rétt komin inn úr dyrunum, herra Gobiiiot. Á ég^a^ð ná i hana? — Er hún ein? — Já. Hún var að byrja að borða við litla borðið I horninu. — Segið henni, að ég muni koma eftir hálftíma, ef til vill dálítið síðar. Hefur Moriat fundið þennan sorgarleik á sér líka? Hvorugur okkar er vondur maður, ekki fremur en metorðagjarn, en hver mundi viður- kenna þetta utan þeirra fáu, sem sjálfir bera merkið? Hann fylgdist enn með mér, þegar ég kom inn í setustofuna aftur, en augu hans voru sljó og fljótandi, eins og þau verða alltaf eftir nokkur glös. - ! | Ég býst við, að Corina hafi gefið honum merki, þvi að það er sami skilningur með þeim og með okkur Viviane. Fyrrverandi forsætisráðherrann, sem einhvern tíma mun aftur halda örlögum þessa lands í hendi sér, stóð upp méð erfiðismunum, hreyfði höndina eins og hann væri að blessa fólkið og tautaði: — Þið hafið mig aísak-aðan . . . Hann gekk yfir setustofuna þungum og reikul- um skrefum, og gegnum glerhurðina sá ég, hvar Þjónn beið eftir honum, vafalaust til að hjálpa honum I rúmið. — Hann vinnur svo mikið, stundi Corina. — Það er slikt farg ábyrgðar, sem hvilir á honum. Viviane leit einnig á mig, spyrjandi á svip. Hún hafði skllið, að ég fór fram til að hringja. Hún vlssi, hvert og hvers vegna, og hún gerði sér ljóst, að ég mundi að lokum fara þangað. Ég held — Er Yvette þurna, Louie? — Ilún var að kamh .. i úr dyrunum. Á ég að kalhi á hana? — Er hún eirí? — JA! jafnvel, að hún hafi verið að ráðleggja mér það þegjandi. Kvöldið mundi sniglast áfram í eina til tvær klukkustundir, áður en að kveðjukossunum kæmi. — Ég verð að biðja ykkur að hafa mig afsakað- an. Það bíður starf eftir mér líka . . . Trúðu þau þessu? Vafalaust ekki fremur mér en Moriat. Annars skiptir það ekki máli. — Léztu bílinn bíða? —- Nei, ég tek leigubíl. — Viltu ekki, að ég aki þér? — Auðvitað ekki. Það er leigubílastaur hinum megin við götuna. Skyldi hún fara að tala um starf mitt og ábyrgð, þegar ég er kominn úr augsýn? Ég varð að biða í tíu mínútur í rigningunni eftir leigubil, og þegar ég kom til Louie, var Yvette að reykja sígarettu með kaffinu 1 næstum mannlausu veitingahúsinu. Hún færði sig, svo að ég gæti setzt á bekkinn við hlið henni, og bauð mér kinnina með hreyf- ingu, sem er orðin eins gamalkunn og kossar Corinu. Framh. á bls. Slf. MAZETTI elskhugi Yvette. YVETTE — hjákona lögmannsins. GOBILLOT kunnur franskur lögmaður. VIVIANE — eiginkona lögmannsins. Aðalpersónur sögunnar — Viltu „Skota“, Lucien? spurði hún mig, áður en við skiptumst á kossum. Hún kyssir alla. Heima hjá henni eru það lög. Næstum þegar í stað hélt hún áfram: — Hvaða grimmdarsegg er hinn virðulegi lög- maður okkar að frelsa úr klóm laganna þessa dagana? Jean Moriat sat þarna i gríðarstórum hæginda- stól og ræddi við Viviane. Ég tók í hönd fastagest- anna: Lannier, sem á þrjú eða fjögur dagblöð; Druelle fulltrúa; ungs manns, sem ég man ekki, hvað heitir, og veit ekki, hvað gerir, nema hvað hann er alltaf að finna þar, sem Corina er, — hún kallar hann „einn af skjólstæðingum mín- NÝIR LESENDUR GETA BYRJAÐ HÉR: Unga gleðikonan Yvette reynir að fremja rán. Það mistekst og hún leitar til þekkts lögmanns og býður sjálfa sig að launum, ef honum takist að fá hana sýknaða. Hann tekur boðinu, leggur lögmannsferil sinn í hœttu, en fœr hana dæmda sýkna saka. — Síðan er liðið ár. Gobillot lögmaður er að skrifa niður það sem borið hefir við, frá því að hann kynntist Yvette. — Það er alls ekki óhugsandi að einhvern tíma verði þessi skýrsla inín að gagni. Ég híkaði mcira en tíu mínútur áður en ég skrifaði fyrstu setninguna. 1 rauninni er þetta svipað erfðasktá . . . JEtla ég að halda því fram, að ég hafi vitað l tuttugu ár, að þetta fengi illan endi? Það myndu vera ýkjur, en þó ckki meiri ýkjur en ef ég segði, að þcð hefði byrjað með Yvette fyrir einu ári . . . Gobillot lögmaður heldur áfram, og skýrir frá fyrstu kynnum sínum af Yvette. Hún kemur til hans í skrifstofuna og biður hann ásjár. Hann er kuldalegur í fyrsiu og lœtur hana segja sér alla nálavöxtu, en loks fellst hann á að verja Yvette og vinstúlku hennar fyrir réttinum. Sögunni víkur hcim til kunningjakonu Gobitlot-hjónanna, Corinu de-Langelle. Lögmaðurinn og eiginkona lians eru þar stödd í kaffiboði ásamt fleira fólki . . . um“. Síðan ber að nefna tvær eða þrjár laglegar konur yfir fertugt, sem aldrei láta sig vanta í Saint 'Dominiquestræti. Eins og ég er búinn að segja, bar ekkert til tíðinda nema það, sem alltaf gerist í slíkum sam- kvæmum. Við drukkum og röbbuðum saman þar til klukkan um hálíníu, og þá var aðeins fimm eða sex manna hópur eftir, eins og Viviane hafði sagt fyrir um, þar á meðal Lannier og vitanlega Jean Moriat. Það er hans vegna, sem ég minntist á þetta, vegna þess að augu okkar mættust tvisvar eða þrisvar og ég hafði hugboð um, að einhver skila- boð heíðu farið okkar á milli, — ef til vill ímynd- un, en þó held ég ekki. Allir þekkja Moriat, sem hefur verið í stjórn að minnsta kosti tíu sinnum, forsætisráðherra tvisvar og verður það vafalaust aftur. Ljósmyndir og teiknaðar skrípamyndir af honum birtast á for- siðum blaðanna jafnoft og myndir kvikmynda- dísanna. Hann er feitlaginn, þrekinn maður, næstum eins ljótur og ég, en hann hefur vinninginn í hæðinni, sem mig skortir, og einnig í þægilega hranalegu viðmóti, sem setur á hann aðalsblæ. Lif hans er meira og minna opinbert leyndar- mál, að minnsta kosti fyrir þá Parísarbúa, sem kalia sig innfædda. Hann var fjörutíu og tveggja ára, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann var dýralæknir í Niort og virtist ekki girnast frekari metorð, þegar hann bauð sig fram til þings að undangengnu kosninga- hneyksli og hlaut kosningu. Hann hefði áreiðanlega eytt ævidögum sínum sem samvizkusamur þingmaður, töltandi fram og aftur milli vinnustaðar og sóðalegrar íbúðar á vinstri árbakkanum, ef Corina hefði ekki hitt hann. Hve gömul vax hún þá? Það er erfitt að ræða um aldur Corinu. Miðað við útlit hennar nú hlýtur hún að liafa verið um þrítugt. Eiginmaður hennar, de Langelle greifi, hafði dáið tveimur árum áður, og hún var farin að gerast fráhverf Faubourg Saint Germain, þar sem þau höfðu búið, og komin í félagsskap blaðaútgefenda og stjórnmálamanna. Sagt er, að hún hafi ekkert flanað í vali sinu á Moriat og tilfinningar hafi þar engu um ráðið, að hún hafi reynt tvo eða Þrjá aðra fyrst, en látið þá eiga sig, og að hún hafi haft augastað á þingmanninum frá Niort langan tíma, áður en hún valdi hann. Hvað sem þvi liður, þá sást hann æ oftar á heimili hennar og fór æ sjaldnar til Deux Sevres. Tveimur árum síðar var hann þegar orðinn vara- ráðherra, og skömmu eftir það komst hann í stjórn. Alit gerðist þetta fyrir meira en fimmtán árum, næstum tuttugu, — ég fæst ekki um að komast að ártölum, sem ekki skipta máli, — og nú er sam- band þeirra á allra vitorði, hálfopinbert, að minnsta kosti hringir til dæmis forsætisráðherrann eða jafnvel forsetinn sjálfur beint í Saint Dominique- stræti, þegar þeir þurfa að ræða við Moriat. Hann skildi ekki við konu sína, sem býr í París, einhvers staðar nálægt Marzvelli. Ég hef oft hitt hana. Hún er enn Þá klaufaleg og hlédræg og virðist alltaf vera að biðjast afsökunar á að vera svo óverðug hins mikla manns. Börn þeirra eru gift; ég held sá elzti sé í bæjarstjórn heima hjá sér. Moriat setur ekki upp neinn stjórnmálamanna- svip heima hjá Corinu. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur, og oft finnst mér hann líta út fyrir að vera hundleiður. Fyrsta skipti, sem augu okkar mættust á sunnu- daginn, var hann að horfa á mig og lyfti augna- brúnum, eins og hann væri að gefa mér merki. Ég mundi ekki kæra mig um að hafa yfir upphátt það, sem ég ætla að skrifa núna, af ótta við, að ég yrði að athlægi, en þarna á sunnudaginn fór ég fyrst að trúa á ósýnileg merki, sem enginn get- ur greint nema þeir, sem bera þau sjálfir. Ætla ég að hugsa þetta til enda? Aðeins sér- stakt fólk getur haft slík merki, fólk, sem hefur lif- að mikið, séð mikið, reynt allt sjálft, og framar öllu fólk, sem hefur lagt óeðlilega hart að sér og náð eða næstum náð takmarki sínu, — og ég býst ekki við, að unnt sé að ná því undir vissum aldri, — segjum milli þrítugs og fertugs. Sjálfur var ég að fylgjast með Moriat, fyrst meðan á kvöldverðinum stóð og konurnar voru að segja sögur, síðan í setustofunni, þar sem hjákona blaðaútgefandans hafði setzt á gólfpúða og söng við gítarundirleik sjálfrar sin. Hann skemmti sér engu betur en ég, það var greinilegt. Þegar hapn leit í kringum sig, hlýtur hann að hafa verið að hugsa, hvaða glettni örlag- anna hefði komið honum í þennan hóp, sem var með nokkrum hætti móðgun við persónuleika hans. Hann er talinn vera metorðagjarn. Um hann er sögð saga — alveg eins og mig, og hann er sagður eins grimmur í stjórnmálunum og ég er sagður i réttarsalnum. Samt held ég, að hann sé alls ekki metorða- gjarn, og hafi hann einhvern tíman verið það, þá á mjög barnalegan hátt. Nú er hann það ekki framar. Hann beygir sig fyrir örlögum sínum eins og leikari, sem neyðist til að leika sama hlutverk alla ævi. Ég horfffi á hann fá sér hvert glasið á fætur öðru án þesé að hafa af því nokkra ánægju, og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.