Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 13
S M Á S A G A
eftir Dudley Hots
— Jú, ég gæti hugsað, að hann hafi gripið svona
fast um úlnlið sér í dauðastriðinu.
Lomax lögreglufulltrúi virtist því sammála. —
Þá hef ég hér eiginlega ekki neitt erindi að
rækja. Þegar ég kem aftur i lögregluskrifstofuna,
hringi ég, formsins vegna eingöngu, til formanns
likskoðunardómsins, en það ber að gera honum
viðvart eins og þér vitið, og svo getur hann haft
samband við yður og þið gengið frá þessu ykkar
á milli.
Létt fótatak heyrðist úti fyrir dyrum. Síðan
voru barin þrjú létt högg á hurðina, og Lísa
opnaði. Aldurhniginn, gráhærður maður stóð fyrir
utan þröskuldinn. — Sorgardagur, ungfrú Maclean,
mælti hann lágt, — sorgardagur . . .
Hún bauð honum inn fyrir og kynnti hann fyrir
lögreglufulltrúanum, — Johnson, einkaþjónn hins
látna , sagði hún.
Þjónninn leit þangað, sem húsbóndi hans lá
fram á borðið. Hann laut höfði og gekk að hon-
um. — Þetta er sannarlega sorgardagur, mælti
hann enn. — Bar þetta brátt að?
— Já, mjög brátt. Hann var hress og frískur,
þegar Henry kvaddi hann, svaraði Lísa.
— Svo að Henry var hér staddur
um hádegisbilið?
— Já, það var eitthvað, sem hann
þurfti að ræða við frænda sinn. Og
Craig var öldungis eins og hann átti
að sér, þegar Hennry kvaddi, því að
þeir skiptust á nokkrum orðum, þeg-
ar Henry var að ganga út úr dyrun-
um. Ég heyrði svo greinilega, að
gamli maðurinn sagði: — Við sjáum
t.l, sjáum til sjáum . . .
ÞAÐ var sem gamla þjóninum
brygði skyndilega, og augnatillit hans
lýsti óvæntri undrun. Hann gekk að
lögreglufulltrúanum. lagði höndina á
arm honum og mælti hljóðlega: —
Fyrirgefið, herra minn, en mig lang-
ar til að fá að tala nokkur orð við
yður . . . í einrúmi . . .
— Já, það er ekki nema sjálfsagt.
Þeir gengu fram fyrir, og nokkrum
minútum siðar kom lögreglufulltrú-
inn inn í einkaskrifstofuna aftur. —
Hvernig var það, mælti hann og sneri
sér að ungfrú Maclean, — hafði þessi
Hún rak upp lágt óp og hljóp
inn. Andrew gamli Craig
hreyfði hvorki legg né lið.
frændi gamla mannsins skjalatösku meðferðis,
þegar hann kom hingað?
— Já, — stóra, svarta tösku, öllu líkari hand-
tösku en skjalatösku.
— Er hægt að ná sambandi við hann — á stund-
inni?
— Jú, það held ég. Hann kvaðst ætla að snæða
hádegisverð með einhverjum ritstjóra í blaða-
mannaklúbbnum.
— Viljið þér gera okkur þann greiða að hringja
til hans og segja honum, hvað gerzt hefur, og
b.ðja hann að koma hingað samstundis. Látið þess
getið, að þetta verði engin töf. Þér takið svo á
móti honum ásamt lækninum og þjóninum. Ég
verð að skreppa snöggvast í burtu, en ég kem aft-
ur' að vörmu spori.
Lögreglufulltrúinn efndi þau orð sín. Tæpum
þremur mínútum eftir, að Henry gekk inn í skrif-
stofuna, þar sem hann lét i ljós harm sinn vegna
andláts gamla mannsins, kom lögreglufulltrúinn
inn. Hann hélt á stórri, svartri tösku i hendinni.
Þegar Henry kom auga á töskuna, náfölnaði hann
skyndilega.
— Skrattinn sjálfur, tuidraði hann.
— Þér fyrirgefið mér vonandi, þótt ég hafi sótt
töskuna yðar i fatageymslu blaðamannaklúbbsins,
mælti lögreglufulltrúinn. — Mér kom nefnilega
til hugar, að þér hefðuð lagt hana þar frá yður
til varðveizlu. Raunar reyndist geymsluvörðurinn
hinn örðugasti viðfangs og lét ekki undan fyrr en
ég krafðist þess, að hann fengi mér töskuna.
Henry starði reiðilega á hann. — Þetta er sú
mesta óskammfeilni . . .
En lögreglufulltrúinn virti hann ekki svars.
Hann leit til gamla þjónsins og mælti ofboð
rólega: — Viljið þér ekki segja frá þeim atburði,
sem þér gátuð um við mig fyrir andartaki.
Johnson strauk hendinni um enni sér. — Það
var ákaflega heitt i veðri, siðastliðinn föstudag,
mælti hann. Þegar miðdegisverðinum var lokið
og ég hafði fært þeim kaffið, Henry og gamla
rrianninum, skrapp ég sem snöggvast út í garð-
inn til að fá mér frískt loft. Glugginn stóð gal-
opinn, svo að ég komst ekki hjá að heyra mál
þeirra. Henry var að sýna gamla manninum
Framh. á bls. 30.