Vikan


Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 3
og leirbull, sem misþyrmir ekki aðeins heil- brigðri skynsemi, heldur og allri mál- og brag- skynjun, eins og sumir þessir textar, skuli vera látið fiœða yfir unga og gamla kvöld eftir kvöld. Sama máli gegnir og um sum lögin, þau hafa ekki til að bera snefil af tónlist, og eru þá hin mun skárri, sem eru þó að minnsta kosti stæl- ing á tónlist. Ekkert, hvorki dægurlög, dægurlagatextar né annar iðnaðarvarningur, verður betri fyrir það, að um islenzka famleiðslu er að ræða. Og þá er útlendur texti', jafnvel þótt bull sé, skárri að því leyti til, að hann spillir þó ekki íslenzkum brag- og málsmekk. Það kann að vera hagfræði- legur ávinningur, að íslenzkur iðnvarningur sé látinn hafa sérstöðu, þannig að ncytendur verði að láta sér lynda, þótt sumt af honum standist ekki samanburð við erlendan, en sú regla getur ekki gilt þarna. Ef auka á flutning þessa um- talaða útvarpsefnis, verður um leið að gera til þess mun strangari kröfur en hingað til, svo að það leiði ekki til smekkleysis og ómenningar. Hlustandi. Ég er lilustanda algerlega saminála. Mættu fleiri gjarna láta til sin heyra um þetta mál. List um landið — á segulbandi. Kæra Vika. Að undanförnu hefur Ríkisútvarpið og Menntainálaráð sent list víðs vegar um landið, og þarf ekki að ræða það nánar, í liverju sú þarfa starfsemi hefur verið fólgiri. En ekki geta allir notið slikra sendinga og ‘aldrei nema skamma stund. Mér hefur því komið i hug að biðja þig að koma beirri tillögu á framfæri við fyrrnefndar stofnanir, að þær tækju upp bá starfscmi að senda list um landið á segulbandi, þannig að völdum dagskráratrið- um, tónlist, söng, upplestri og öðru-slíku efni, yrði dreift kerfisbundið til afnota í samkomu- húsum og skólum, því að þar eru mjög víða til ágæt segulbandstæki. Þetta ælti ekki að þurfa að verða mjög dýrt í framkvæmd, en mundi koma að miklum notum og i mjög góðar þarfir bæði i bæjum og sveitum. Með kærri kveðju. Vestfirðingur. Mér finnst þetta athyglisverð tillaga. Er henni hér með komið á framfæri við hlutaðeigandi stofnanir. Ekki nokkur sjans .. . Kæra Vika. Geturðu sagt okkur, hvort leikararnir Baldvin Halldórsson og Helgi Skúlason eru enn lausir og liðugir, eins og það er kallað. Tveir kvenaðdáendur. Nei, ég lield nú siður, harðkvæntir báðir tveir. Samt sem áður mun enn eitthvert slang- ur af ókvæntum leikurum, — en ykkur stend- ur ekki á sama, hver er, sem ekki er heldur von. Veðmál um Grasa-Guddu ... Kæra Vika. Getur þú skorið úr veðmáli? Er Grasa-Gudda ekki til í íslenzkum þjóðsögum, eða er hún bara til f leilcritinu Fjalla-Eyvindi? Með fyrir fram þökk fyrir svarið. Ey & Au. Æ, æ, og nú hleypur hún upp í mjöðmina og mjóhrygginn ... Grasa-Gudda er hvorki til í þjóðsögunum okkar né liinu ágæta leikriti, Fjalla-Eyvindi. Hins vegar lifir hún góðu lifi þrátt fyrir bannsetta giktina i öðru ágætu leikriti islenzku, sem Skugga-Sveinn nefnist og er sam- ið af Matthíasi Jochumssyni. Annað mál er svo ]iað, að.Grasa-Gudda hefur hlotið veglegan sess i meðvitund þjóðarinnar og stendur mörgum, einkum af eldri kynslóðinni, eins Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum og frægustu þjóðsagna- persónur okkar, svo að sennilega á hún sér þar engan liættulegan keppinaut, nema ef vera skyldi Gróa gamla á Leiti, sú merka kona í Pilti og stúlku Jóns Thoroddsens. vo’00 0*1'* ,VVo-. Hljóðfsrav. Sigríðar Kelgadóttir Vesturver - Ueykjavík - Sími: 11318 Höfum ávallt til fjölbreytt úrval af GÍTURUM Viðurkennt vörumerki Útvegum einnig og seljum allar tegundir hljóðfæra EINKAUMBOÐSMENN: Við gerum örlítið frá- vik frá hinu venju- lega forsíðuefni að þessu sinni og von- um, að lesendum falli það f geð. Við vilj- um leggja áherzlu á að kynna þáttinn um hús og húsbúnað, sem birtist í hverju blaði Vikunnar og forsíðumyndin er beinlínis tilheyrandi þættinum, sem að þessu sinni er á bls. 15. ¥ I KiN Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigarðsson (ábm.) Auglýsingast j óri: Ásbjörn Magnússson Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017 Prentun: Prentsmiðjan Hilmir li.f. Myndamót: Myndamót h.f. ---------------------------------------1 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.