Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 22
MATADOR
KOMINN
Nkrifið
iiiii leið
og þér le§ið
Hið vinsæla spil fæst
verzlunum
Spil fjölskyldunnar
nú aftur í flestum
Við vitum öll, að stundum verðum
við að „lesa milli línanna" í daglegu
lífi okkar. Og mig langar til þess að
benda yður á annað, sem er ámóta
mikilvægt: að skrifa milli línanna.
Þannig öðlizt þér aukið innsæi i það,
sem þér eruð að lesa.
Að kaupa bók er aðeins fyrsta
skrefið. Maður á í rauninni
ekki bókina fyrr en hún er orðin hluti
af manni siálfum, og því marki nær
maður bezt með því að skrifa í hana.
Ef þér metið glæsilegar bækur og
frumútgáfur mikils, skuluð þér frem-
ur kaupa yður ódýra útgáfu til af-
lestrar og ekki til þess að skreyta
bókaskápinn. Nú á dögum er unnt að
fá merkustu ritverk heimsins i afar
ódýrum útgáfum.
Margir bera óttablandna virðingu
fyrir góðum pappír og innbundnum
bókum. En bókmenntagildi er engan
veginn háð bandinu á bókinni. Bækur
eru eins og nótur yfir margar raddir:
Arturo Toscanini dáir miög Brahms
og tónlist hans. en nóturnar yfir
c-moll sinfóníu Brahms eru svo út-
krotaðar, að enginn nema hann sjálf-
ur getur iesið þær.
Hví skyldu menn tileinka sér betur
hækur með því að krota í þær? Jú —
i fvrsta lagi fylgizt maður betur með
boðskap bókarinnar. í öðru lagi er
athöfn'n að lesa svo náskyld athöfn-
inni að huesa — bví að sá sem hugs-
ar. vill geta orðað hugsanir sínar,
hvort sem bað er munnleea eða skrif-
leea. fJtkrotnð bók. er veniulega bók.
sem iesin hefur verið með mikilli
athygli. I bríðia laei fær maður skýr-
ari mvnd af heildinn5 og man betnr
eftir bókinni. ef maður hefur lesið
m-’ð blýant, í hendinni.
Skemmtisögur og annað léttmeti er
auðvitað hægt að lesa í heneirúmi —
••ín blvants — án hess að maður missi
af neinu. En listaverk, bókmenntir
fullar hngsana og fegurðar. bækur,
sem fjalla um ýmis vandamál og
reyna að komast fram úr þeim —
krefiast hess, að lesandinn sé ávallt
fullur athvgli. Menn hlust.a alls
ekki á merkan rit.höfund eins og á
yísnasöngvara. Það þarf átak til þess
að tileinka sér nfnar skoðanir og ekki
kempr bað af siáifu sér.
Ef menn skrifa athueasemdir í riss-
blokk og kasta henni siðan, njóta þe r
bókarinnar mun betur en ef þeir
hefðu engar athugasemdir gert,. En
þess gerist ekki þörf að kasta athuga-
semdum sínum Hæglega má nota
snássíuna og auðar siður fremst og
aftast í bókinni, já. meira að segia er
hægt að skrifa milli linanna. Pappír-
inn er nógur, og það bezta af þessu
öllu er það, að athugasemdir yðar
verða hluti af bókinni siáifri. Þér
takið ef til vill bókina fram ári siðar,
og bá sjáið þér enn hvaða skoðun þér
höfðuð á bókinni, hvort þér voruð
höfundinum sammála eða ósammála.
Það er eins og að taka aftur upp
þráðinn, og maður getur byrjað hvar
sem manni sýnist.
Þannig ættu menn einmitt aö lesa:
lestur á að vera samtal höfundar og
lesanda. Venjulega veit höfundur
meira um efnið en þér, en ekki er
þar með sagt, að lesandinn hafi ekki
rétt á sínum skoðunum. Ef við viljum
læra að skilja hvort annað, verðum
við að geta sett spurningarmerki bæði
við sjönarmið okkar sjálfra og ann-
arra. Þegar menn gera athugasemdir
i bók, merkir það, að þeir hafa reynt
að skilja það, sem höfundinum liggur
á hjarta — en ekki þarf það samt að
tákna, að menn séu honum sammála.
Það er hægt að gera athugasemdir
i bók á marga mismunandi vegu. Þessi
merki hef ég sjálfur notað:
1. TJndirstrikanir, þar sem eitthvað
markvert er skrifað eða sérstaklega er
vel að orði komizt.
2. LóÖrétt strik á spássíunni til Þess
að benda á lengri kafla.
3. Stjarna eöa annaö merki á spássí-
unni, sem notuð er til Þess að benda
á einn af tíu eða tuttugu markverð-
ustu stöðum í bókinni. Brjótið upp á
hornin á þessum blaðsjðum, til þess
að geta síðar farið hratt yfir megin-
inntak bókarinnar.
4. Tölur á spásslunni til þess að
merkja röðina á þeim rökum, sem höf-
undur beitir í hvert sinn.
5. Tilvísanir til annarra blaösíöna,
þar sem höfundur tekur til meðferðar
sama efni.
6. Strika utan um lykilorö og mikil-
vægar setningar.
7. Athugasemdir á spássíu eöa efst
og neöst á síöunni, venjulega spurn-
ingar (eða svör), sem manni dettur
í hug. Einnig má skrifa niður aðal-
inntak hvers kafla og bókarinnar í
heild.
Ég nota sjálíur auðu siðurnar aftast
í bókinni t.il þess að skrifa niður helzta
inntak bókarinnar og meginskoðun.
Fremst í bókinni, þar sem sum-
ir skrifa nafn sitt á sem skrautlegast-
an hátt, skrifa ég eigin skoðanir. Eg
skýri frá áliti mínu á bókinni i heild
og hvers virði hún sé mér, og með
þessu sé ég, hvort ég hef eitthvað
hagnast á lestri bókarinnar.
Ef athugasemdir mínar komast ekki
fyrir i sjáifri bókinni, nota ég blöð
úr rissblokk, sem er öl]u minni en
kápa bókarinnar, þannig að blöðin
hverfi undir kápuna. Síðan lími ég
lausu blöðin aftast í bókina
Allt þetta verður auðvitað til Þess
að þér verðið lengur að lesa bókina
— og þá er einmitt tilganginum náð.
Margir haida því fram, að því fljótari
sem menn eru að lesa bækur því
gáfaðri séu þeir. Sumar bækur á að
lesa hratt, en aðrar verður maður að
lesa með mikilli athygli og alúð. Hinn
gáfaði lesandi miðar lestrarhraðann
við gildi bókarinnar. Þegar menn lesa
góðar bækur. eiga þeir ekki að gleypa
þær í sig, heldur lát.a bækurnar gleypa
sjálfa sig!
Og enn eitt: Þér megið ekki lána
kunningjum yðar bækur þær. sem þér
hafið gert athugasemdir í, því að ekki
er hægt að lesa þær án þess að trufl-
poi flf ki'ot’nn. En bér munnð komast
að því, að yður langar hreinlega ekki
til þess að lána þessar bækur, þvl að
þær eru jafnpersónulegar og dagbók.
Og ekki ]ána menn dagbók sína. Ef
einhver vinur yðar biður yður um að
lána sér eintak yðar af Divina
Comædia eða Faust, skuluð þér segja
honum hæversklega en ákveðið, að
kaupa bókina sjálfur. Hann getur
fengið reiðhjólið yðar eða frakka að
láni — en bækur yðar með öllum
athugasemdunum eru orðnar hluti af
yður sjálfum, innsti leyndardómur
yðar, sem engum ber að hnýsast I.
"'éjfc
Spil íyrir eldri sem yngri
■
UTGEFANDI
22 ■"
VIK AN