Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 30
CUMMINS
dieselvélin
er
öruggasti
aflgjaíinn
Dauði milljónamæringsins.
Cummins dieselvélarnar eru æ meira notaðar í hverskonar tæki um víða
veröld. Yfir 140 framleiðendur nota þær að staðaldri í framleiðslu sína.
Cummins dieselvélar fást í stærðunum 60—600 hestöfl.
Cummins PT olíukerfið er einfaldasta olíukerfið í notkun í dieselvélum.
Cummins diselvélar eru sparneytnar.
Sími 1 74 50
Framh. af bls. 13.
þetta segulbandstæki, kvaöst nota það til að taka
upp viðtöl, sem útvarpið keypti síðan stundum aí'
sér. Og svo tók hann upp stutt viðtal við gamla
manninn, sem lauk með þvi, að gamli maðurinn
sagði: — Við sjáum til, sjáum til, sjáum til . . ..
Það var einmitt þetta, sem rifjaðist upp fyrir mér„
þegar . . .
Gamli þjónninn strauk sér um enniö, án þess
að honum yrði litið á Henry, sem stóð eins og
steini lostinn, starði á allt og ekkert og svitnaði
ákaflega.
Lögreglufulltrúinn opnaði töskuna og tók upp
úr henni lítið segulbandstæki. Síðan stakk hann
hendinni aftur ofan í töskuna og dró upp gúm-
svamp, allstóran. Henry andvarpaði, annars var
allt hljótt eins og í dauðs manns gröf.
— Ég geri ráð fyrir, að þetta hafi gengið
nokkurn veginn þannig: Sterkur maður með
hanzka á höndum hélt höndum gamla mannsins
eins í skrúfstykki með annarri hendinni, en með
hinni brá hann gúmsvampinum að vitum hans og
þrýsti honum svo fast að Þeim, að hinn mátti
engu hljóði upp koma og ekki heldur draga and-
ann. Þegar öllu var lokið, lagði morðinginn gamla
manninn þannig, að svo virtist sem hann hefði
hnigið fram á borðið. Og svo áttu síðustu orðin.
mælt með rödd hins látna, að verða honum full-
komin sakleysissönnun.
Lögreglufulltrúinn setti segulbandið í gang.
— Nei, nei, æpti Henry og gekk skref fram. En
lögreglufulltrúinn ýtti honum harkalega frá, og
rödd hins látna hljómaði um skrifstofuna, skýr
og róleg.
Ungfrú Maclean bar höndina að munni sér,
eins og hún væri að Því komin að reka upp vein.
En svo var sem arma hennar þryti mátt. Og það
var langt frá þvi, að henni fyndist Henry ungi
aðlaðandi náungi þá stundina.
Söngelshí 11 til sjdvar og sveita
Háklassisk verk sérprentuð og í heftum útsett fyrir ýmiss konar
hljóðfæri og söng. Einnig lét.t klassisk lög — sönglög fyrir einsöng
og kóra, óperu- og óperettulög fyrir pianó og söng eða útsett fyrir
hljóðfæri Margs konar skemmtileg hefti hentug til tækifærisgjafa.
Kennslunótur fyrir byrjendur' og lengra komna i miklu úrvali.
Hafið þér athugað, að mesta nótna-
úrval landsins er hjá okkur.
★
Athugið:
Yið útvegum allar fáanlegar nótur.
Hljóðíærahús Reykjavíkur hf.
Bankastræti 7 - Simi 1 36 56.
★
Póstsendum.
Komið - — — Skrifið ................—■ Hringið
30
VIKAN