Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 14
Valur Gíslason.
Regína Þórðardóttir.
ÞETTA var eitt heitasta sumar-
kvöid í minni New York-búa. Á
auðu bifreiðastæði í Radio City
mitt á meðal skýjakljúfanna var
grafin gryfja, 20 fet á lengd, 4 á
oreidd og 3 fet á dýpt. Síðan var
gryfjan fyllt með mörgum lestum
af eikarkubbum og 26 pokum af
viðarkolum og að lokum ltveikt í
öllu saman. Þegar logað hafði i
jiessu cldsneyti í rúman sólarhring,
var gryfjan orðin eitt glóandi víti.
Engin holdi klædd vera gat verið
innan 10 feta fjarlægðar frá gryfj-
iinni án þess að skaðbrennast,
euda reyndist hitinn við mælingu
\-< ra 750° á Celsius.
Á slaginu kl. 20 2. ágúst 1938
gekk Kuda Bux, lágvaxinn maður,
klæddur austurlenzkum klæðum,
af brenndu lioidi, aðrir gripu fyr-
ir nefið til að forðast ódauninn
af brennandi vefjum. En Kuda
Bux kom allsendis óskaddaður úr
þessari sannköiluðu eldraun. Sér-
staklega um það beðinn endurtók
hann svo þetta ólrúlega afrek,
svo að kvikmyndarar gætu tekið
aðra og nákvæmari kvikmynd af
þessu furðulega kraftaverki, því að
sumum þeirra höfðu fallizt hend-
ur af undrun, er þeir horfðu á
þetta í fyrsta sinn.
Þegar Kuda Bux kom úr síðari
yfirferðinni, þustu læknarnir til
hans og hófu nákvæma rannsókn
á lionum; en fætur þessa furðu-
lega manns voru ekki einu sinni
volgir. Læknarnir stóðu að rann-
sókn lokinni öldungis undrandi og
gátu engar skýringar gefið á þessu.
Einhver þeirra hefur þá ef til vill
minnzt orða Hamlets:
„Fleira er til á himni og jörðu,
Hóraz,
en heimspekina okkar dreymir
um“.
Sýnt í Þjóðleikhúsinu
Aðalhlutverk Valur Gíslason og
Regína Þórðardóttir.
Leikritið Edward, sonur minn, var
fyrst sett á svið í London 1947 og vakti
Þegar geysilega athygli. Höfundarnir
eru Robert Morley og Noel Langley. —
Robert Morley er, eins og kunnugt
er, einn þekktasti leiksviðs- og kvik-
myndaleikari Englands og hefur
margsinnis hlotið viðurkenningu fyrir
list sína bæði í heimalandi sínu og
erlendis. Þá hefur hann einnig skrifað
fimm leikrit og tvö í félagi með
öðrum, og þar á meðal er Edward,
sonur minn.
Noel Langley hefur skrifað um 15
leikrit, og hafa mörg þeirra hlotið
miklar vinsældir. Hann hefur auk
þess á seinni árum skrifað nokkur
kvikmyndahandrit og dvelst nú í
Ameríku við þá iðju.
Leikritið Edward, sonur minn, hef-
ur nú verið sýnt í flestum aðalleik-
húsum Evrópu, og hefur leiknum alls
staðar verið mjög vel tekið. Einnig
hefur verið gerð kvikmynd eftir leik-
ritinu, og léku þau Spencer Tracy og
Deborah Kerr aðalhlutverkin. Kvik-
myndin var sýnd í Gamla bíói fyrir
nokkru og gekk mjög vel.
ir væntanlegum leikhússgestum. En
óhætt er að fullyrða, að enginn verð-
ur fyrir vonbrigðum, sem sér þenn-
an bráðsnjalla leik.
Leikurinn hefst árið 1919, eftir lok
fyrri heimsstyrjaldar, og nær fram
til úrsins 1947.
Árið 1919 var að mörgu leyti merki-
legt ár. Einni hræðilegustu styrjöld,
sem sögur fara af, var þá nýlokið.
Fólk vildi gleyma hörmungum styrj-
aldarinnar, og glæstar vonir um betri
og batnandi heim altóku hugi manna,
1 byrjun leiksins erum við stödd í
lítilli, en vistlegri íbúð ungra hjóna í
Brighton. Ungu hjónin, Arnold Holt
og kona hans, Evelyn, eru að halda
hátíðlegt eins árs afmæli sonar sins,
Edwards. Þar er einnig staddur vin-
ur þeirra hjóna, dr. Larry Parker.
Ungu hjónin eru glöð og hamingju-
söm og líta björtum augum á fram-
tíðina og skála fyrir heill og ham-
ingju Edwards litla.
Timinn líður, og margt getur farið
öðruvísi en ætlað er. Næstu 28 árin
eru mjög viðburðarík, og segir leik-
urinn frá öllu því, sem drífur á daga
þessarar fjölskyldu, og umhyggju
foreldranna fyrir syninum Edward.
Hér skiptast oft á skin og skúrir,
heimskreppa, ný heimsstyrjöld og að
lokum hin erfiðu ár eftir stríðið.
ELDGANGAN
T rúar-
ofstæki
tekur
á sig
ólíkar
myndir
að gryfjunni. Hann fór úr skónum,
brctti upp buxnaskálmarnar og
steig síöan út á eldlieita glóðina.
Fætur lians sukku upp fyrir ökla.
Hinn mikli áhorfendaskari stóð
á öndinni af eftirvæntingu. Þar á
meðal voru ýmsir æðstu menn 1
iæknastétt, sérfræðingar í húðsjúk-
dómum, kvikmyndarar, Ijósmynd-
arar og blaðamenn. Sjúkrabílar og
slökkvitæki voru einnig við hönd-
ina. Kuda Bux gekk greiðum, á-
kveðnum skrefum eftir miðri gryfj-
unni endilangri.
Sumir áhorfendur tóku fyrir
eyrun til að heyra ekki snarkið
Grafinn í 40 daga. , /
Þessi atburður, sem vakti svö
mikla athygli árið 1938 í Nesv
York, liefði ekki verið talinn fil
stórviðburða á Indlandi, landi ;
undra og ótrúlegra hluta. Margar
frásagnir eru til dæmis um hinn,
óskiljanlega hæfileika sumrg
Hindúa til að geta látið grafa sig
lifandi og geta þannig legið eiiis
og Iiðið lík í eins konar dái, sem
Hindúar kalla samadai, — dögum,
já, jafnvel vikum saman.
Frægasta afrekið af þessu tagi,
þar sem starfsemi líkamans var
þannig stöðvuð, að þvi er virtist
um langan tima, átti sér stað til
heiðurs þjóðhöfðingjaiium Run- :
jeet Singli í borginni Lahore á
Indlandi árið 1837.
.Jóga nokkrum, Haridas að nafni,
tókst að komast í samadai-ástand,
og aðstoðarmenn hans fylltu vit
hans, nasir, munn, eyru og augu
með vaxi, síðan var liann sveip-
aður klæði, látinn síga niður í
gröfina, sem að lokum var þétt-
fyllt með mold.
Vörður var settur við gröfina
Eramh. á bls. 27.
Robert Morley.
| Þegar Edwatd, sonuy\ minn, var
fýrst sýnt í London 1947, lék Robert
Morley sjálfur áða.lhlutverkið, Arnold
Holt, en konu hans, Evelyn Holt, lék
þá frægasta ieiksviðsleikkona Eng-
lánds, Peggy ’.Ashcroft. Samleikur
þessara ágætu leikai;a þóttl sérstæð-
iþ- listarviðburður, og var leikurinn
^ýndur rr(eð þeinj í aðalhlutverkum
úm langan tíma 'í West-End.
’ Robert 1 Morley' fór ásamt Peggy
Áshcroft með leikritið til New York
og sýndi það þar á árinu 1949, eftir
að leikurinn hafði gengið urri tvö ár á
sama leikhúsinu í West-End.\
Leikdómendur New York-borgar
dæmdu leikinn Edward, sonur minn,
bezta leikrit, sem sýnt hefði verið á
því ári á Broadway. :
Nokkrum $rum síðar fór Morley
með þennan s'ama leik til Ástraliu og
sýndi hann þ!ar í öllum helztu borgum.
Ekki er rétt að rekja éfni leiksins
hér, það spillir aðeins ánægjunni fyr-
Peggy Aschroft.
Eitt er víst: að leikrit þetta er mjög
mannlegt og trútt og segir frá lifandi
og raunverulegu fólki, sem leikhúss-
gestum finnst þeir kannast við og
þekkja.
Segja má að Þjóðleikhúsið spari
ekkert til að gera þessa sýningu eins
vel úr garði og frekast er kostur á.
Leikstjóri er Indriði Waage, hinn
þaulreyndi leikhússmaður.og öll helztu
hlutverkin skipa beztu og vinsælustu
leikarar okkar. Valur Gíslason leikur
Arnold Holt, en konu hans leikur
Regína Þórðardóttir og dr. Larry
Parker Róbert Arnfinnsson. Auk
þeirra eru þessir leikarar: Haraldur
Björnsson, Rúrik Haraldsson, Jón
Aðils, Gestur Pálsson, Baldvin Hall-
dórsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Bryndís Pétursdóttir, Klemenz Jóns-
son, Bessi Bjarnason og Þorgrímur
Einarsson. — Þýðinguna gerði Guð-
mundur Thoroddsen prófessor.
„EDWARD,
SONUR MINN“