Vikan


Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 29

Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 29
VITSKERT? Framh. af bls.21. daginn. Loks var reynt að myrða yður og látið líta út sem sjálfsmorð eða slys. Þeim var vel ljóst, að nákvæm ransókn á morðmáli mundi fyrr eða seinna koma bókinni fram í dagsljósið. — Við fengum ýmislegt að vita hjá Charles Aarensen, — og rannsókn á lækningastofum dr. Gollways leiddi nægilegt í ljós til þess, að við gátum séð fyrir okkur hinn raunverulega gang málanna. Hið eina, sem vantaði, var að vita, hvaða flokk fjárkúgara var um að ræða Hvernig áttum við að finna flokkinn og koma honum á kné? Læknirinn er hörkutól, og við bjuggumst ekki við, að hann gæfi upp, hverja um var að ræða. Þess vegna bjuggum við út þessa gildru til að fanga þá og standa þá að verki. Margrét starði á Hugh, sem leit undan. — Ég sá um, að okkur væri veitt eftirför hing- að. sagði hann. — Það var hugmynd Calahans. Við bjuggumst ekki við, að þeir létu til skarar skríða svo fljótt, en gerðum þó ráð fyrir þeim möguleika. Þess vegna lét ég lita svo út sem ég æki til baka. Calahan kallaði á lögregluhermenn frá Aymeshire, en ég læddist aftur til hússins til að vera í nánd við yður. Ég faldi mig í herberg- inu bak við bílskúrinn með gluggunum á báðar hliðar til þess að geta skriðið út i snatri. Ég heyrði yður hrópa og flýtti mér til hússins. En þá fóru ljósin, og ég varð að leita yðar í myrkri. Ég var kominn niður að brúnni, þegar ljósin komu aftur, og er ég kom aftur heim að húsinu, láguð þér á eldhúsgólfinu. Ég stökk að gasgeym- inum og lokaði fyrir hann. Það, sem eftir er, þekkið þér. Þetta var þá skýringin á því, að hattur Hughs hafði legið á vinnuborðinu í bílskúrnum. Hún sagði honum ekki, hvernig sú staðreynd hafði aukið verulega á þessa næturmartröð. Einn góðan veðurdag mundi hún ef til vill segja honum það, en ekki núna. Þér gáfuð mér svefntöflur, enda þótt slík liætta vofði yfir mér! — Það voru ekki raunverulegar svefntöflur, sagði hann — Þær hefðu ekki haft nein áhrif — nema kannski sálræn. Ég bjóst við, að þér yrðuð rólegri, ef þér tækjuð þær . .. En hvað sem því leið, munduð þér vera glaðvakandi og geta hevrt hvert grunsamlegt hljóð. Har.n hélt áfram alvarlegur á svíd: — Ég við- urkenni. að það var ill meðferð á yður, en okkur virtist þetta eina leiðin til að hafa hendur í hári þessara útsmognu glæpamanna. Við bjuggumst líka við. að þér ættuð ekki aðra ósk heitari en koma mönnunum, sem höfðu gert yður svo illt, fyrir kattarnef. Og þér voruð aldrei í neinni veru- legri hættu. Calahan og menn hans hefðu í öllu falli komið yður til hjáloar í tíma. Calahan varð eldrauður í vöngum. — Ég gerðí allt, sem I mínu valdi stóð. taut- aði hanh. — En ég er borgarbúi, og það tók mig vist góða stund að rata til Avmeshire ... En til allrar hamingju voruð þér hér, dr. Norton. — En hvers vegna var ekki hægt að segja mér frá áfnrminu? spurði Margrét. — Við vorum ekki vissir nm. að beir gengiu í g’Idruna, sagði Huch. — Ef t íir kæmu ekki, sætuð þér hér til emskis gagns. ef til vill dauð- hrædd um. að beir kæmu okkur öllum á óvart . .. — Þér h"fðuð bá með öðrum orðum set!ð hér ng lið’ð vítfskvalir til einskis gagns. Og ef þeir kæmu. og bér v!ssuð um áformið. hefðuð þér hæg- leea getað evð:lagt það allt. Calahan stnð upn. — Hevrið mig. það er bezt, að ég sæki b'iinn m'nn niður að brúnni. Ég kem svo og sæki ykkur. Síðan ökum við aftur til borg- arinnar. Hann gekk leiðar sinnar, en Hugh sat eftir og hélt um axlir Margrétar. Henni fannst handlegg- ur hans veita sér öryggistilfinningu. — Þetta hefur verið erfiður tími fyrir þig, Margrét, sagði hann. — Viltu kannski fara á fyrsta gistihúsið, sem við komum til á leiðinni í bæinn, og sofa þar eins lengi og þú getur? Eða viltu heldur koma heim til New York — heim meö mér, á ég við? Margrét hugsaði um, að vissulega hefði hún sitt. af hverju að ræða við lækninn unga En það gat beð'ð til morguns. I svipinn var hún dauðþreytt, og það var svo dásamlegt að geta hallað sér að 8x1 hans. Hún hlakkaði til að geta setið svona alia leiðina til New York. — Heim, sagði hún með lokuð augu. — Aktu nér heim, Hugh! EN DIR Ég mæli með Roamer, vinsælasta vatnsþéttasta úri, sem Svisslending- ar búa til.“ Aðeins fáanlegt í beztu úra- og skartgripaverzlunum. Tveir meistarar tveir vinir Á öllum íþróttaferli mín- um hefur það reynst mér traustur vinur. A 100% vatnsþétt 4 einstaklega endingargott A hæfir glæsimennsku A óbrigöult gangöryggi 4 varahlutabirgöir og viö- geröir í öllum löndum heims. Meistaraverk svissneskrar úrsmíða- listar. ROAMER er lokað með sérstök- um útbúnaði, sem margsinnis hefur verið ferigið einkaleyfi fyrir. heimsmeistarinn í hnefa- leikum — Ingemar Jo- hansson — og heims- þekkta svissneska úrið ROAMER. „Ég kaus Roamer, þvi að ég vildi aðeins reyna úr af beztu gerð. Ég nota Roamer, ég ann Roamer, þvi að Roamer fullnægir tvímælalaust beztu kröfum. Þú og barnið þitt Framhald af bls. 9. og ungiinga. Ríkisvaldið vill ráða nokkru um það, hvernig liin unga kynslóð ver tómstundum sínum. Þannig verður skipulögð tómstundaiðja veigamiltill jjáttur i almennu uppeldi. Ungling- ar, sem heillast af hollri tómstundaiðju, eru ckki í mikilli hættu að leiðast út í óreglu eða misferli. Hins vegar eflast hæfileikar þeirra, og allur persónuleiki þeirra verður auðugri og samræmdari. Margir foreldrar leggja mikla áherzlu á skólagöngu unglinga, setja markið hátt og gcra sér glæstar vonir um árangur. Vissulega munu vonir margra og jafnvel flestra rætast; samt verða margir fyrir vonbrigðum. Fyrr en for- cldra varir, getur unglingurinn verið flosnaður gersamlega upp úr náminu og orðinn ófær til þess að stunda það í alvöru. Ef grafizt er fyrir um orsakirnar, kemur mjög oft í Ijós, að van- rækslan í námi er sprottin af óhollum tóm- stundavenjum. Unglinguririn hefur vanið sig á nautnir, iðjuleysi og æsandi skemmtanir, sem lama starfsþrek hans og framfaravilja. í fyrstu reynir hann að vísu að telja sér trú um, að hann rifi sig upp úr sleninu og taki til í fullri alvöru við námið að nýju. En á þessu verður tiðum misbrestur. Ef til vill halda félagarnir honum lika föstnm, og fyrr en varir, er liin slæma venja orðin vilja hans ofurefli. Sú veila er alltíð i uppeldi unglinga hér á landi, að foreldrar gefa lítinn gaum að þvi, hvenig unglingar verja tómstundum sínum. Þvi verða vonir þeirra um menntaframa unglings- ins sér líka oft til skammar. Margir foreldrar gera þá villu að viðurkenna alls ekki rétt ungl- ingsins til hæfilegra tómstunda. 1 stað þess ætla þau honum að stunda námið þindarlaust. Slík afstaða er bæði fávísleg og háskaleg. Þá eru enn foreldrar, sem láta sér alveg á sama standa, hvernig unglingurinn ver tómstundum sínum, ef hann aðeins situr hæfilegan tima yfir lexiunum. En svo illa má verja stuttum tóm- stundum, að vel nægi til þess að spilla náms- getu unglingsins Hér er því vandstýrt milli skers og báru. — Nei takk, ég hvorki reyki né drekk — en hvar er konan yöar . . . ? VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.