Vikan


Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 34

Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 34
Hinn 13. apríl íékk skipstjóri leyfi Þjóðverja, sem þá höfðu völdin í höndum, til að halda til Islands. Þegar komið var út á fjörðinn, höfðu þeir tal- af fiskimönnum, sem þar voru á bátum. Töldu þeir leiðina út ófæra sökum tundurdufla- girðingar fyrir utan fjarðarmynnið. Sneri þá Arctic aftur inn fjörðinn, en mætti þar þýzkum togara. vopnuðum. Vopnaðir hermenn komu um borð og vildu fara með skipið til Björgvinjar. En þegar þeir heyrðu, að Arctic hafði leyfi þýzkra yfirvalda til fararinnar, var þeim sleppt. Var nú haldið i áttina til Islands. En norðan Færeyja hreppti Arctic mikið veður of norðaustri og vondan sjó. Kom leki að skipinu, svo að skip- verjar urðu að snúa til lands og komust til Vestmanhavn í Færeyjum. Þar varð að losa farminn, og hafði nokkuð skemmzt af sjóbleytu. Viðgerð á skipinu tók um hálfan mánuð. Það var svo hinn 15. maí 1940, að Arctic renndi inn á Reykjavíkurhöfn, en þá höfðu Bretar verið hér herrar i fimm daga. Nokkru síðar komst Arctic i kvnni við njósnir Þjóðverja, og af því reið hið alvarlega mál, sem frá verður ságd í næsta þætti. HJÁKONA LÖGMANSINS. Framh. uf bls. 11. — Fóruð þið út að borða? spurði hún blátt áfram, eins og samband okkar væri eins og hvers annars. — Ég fékk snarl í Saint Dominiquestræti. — Var konan þín þar? — Já. Hún er ekkert afbrýðisöm vegna Viviane, vili ekki taka hennar sæti, — vill í rauninni alls ekkert, þar sem hún er ánægð með iífið eins og það er. — Hvað ætlið þér að fá, lögmaður? Ég leit á bolla Yvette. — Kaffi. -— Það heldur þér vakandi, sagði hún. Það er rétt. Um síðir verð ég svo að taka svefn- töflur, eins og ég geri næstum á hverju kvöldi. Ég hef ekkert að segja henni, og við sitjum hiið við hlið á bekknum eins og gömul hjón. Loks spyr ég samt: — Ertu þreytt? Hún neitar, án þess að henni finnist nokkuð bogið við þessa spurningu. og síðan kemur að hcr.ni að spyrja: — Hvað gerðir þú í dag? — - Vann. Ég gef enga skýringu á því, hvað ég hafi verið að gera, og hana grunar víst áreiðanlega ekki, að það hafi að langmestu levti varðað hana. — Bíður konan þín eftir þér? Þetta er óbein leið tii þess að komast að fyrir- ætlunum mínum. — Nei. —- Eigum við að köma heim? Ég kinka kolli. wg vildi, að mér tækist að segja nei og ía-a burt, en ég gafst upp i þeirri vonlausu barátt : fyrir löngu. — Er þér sama, þótt ég fái mér einn Chartr- euse? — Eins og þú vilt. Louie, einn Chartreuse! — Viljið þér ekkert, herra Gobillot? — Nei, þakka! Hreingerningakonan í Ponthieu-götu kemur ekki á sunnudögum, og ég er viss um, að Yvette hefur ekki haft fyrir því að taka til í íbúðinni. Ef til vill hefur hún ekki búið um rúmið heldur. Hún drekkur Chartreuse-drykkinn rólega og bíð- ur drjúga stund milli sopa, eins og hún vilji draga brottförina á langinn. Loks hvíslar hún: — Viltu biðja um reikninginn? Louie er vanur að hafa okkur við þetta borð og veit, hvert við förum héðan. — Góða nótt, ungfrú, góða nótt, lögmaður! Hún leiðir mig undir hönd í rigningunni, og háir skóhælarnir, sem reyndar eru of háir, gera hana óstöðuga á fótum. Það er stutt að fara, fyrir næsta horn. Það er nauðsynlegt að hverfa aftur til fyrsta fundar okkar í skrifstofu minni föstudagskvöldið fyrir rúmlega ári. Meðan hún fékk sér sæti, hálf- hrædd og í vafa um, hvað ég mundi gera næst, tók ég upp innanhússsímann til að tala við konu mína. — Ég er niðri í skrifstofunni. Ég er með verk- efni. sem tekur mig einn til tvo klukkutíma. Farðu til kvöldverðatins án mín, og flyttu lög- reglufulltrúanum og vinum okkar afsakanir mín- ar. Segðu þeim, — og mér er það full alvara, — að ég vonist til að vera kominn, áður en kaffið verður framreitt (Framh. í næsta blaSV. pss——-- h0smceður um land Hyggnor *u að taon um, olit hafa s, að nota oð það borg ,nl en ^^'oMrf Vouavélina. - CL°Z bvottoefnl, sem sét- ClOZONE er Þ tU Qð þv° staklega er ,ta Poð hefor Or þv' 1 Þ^°'laniegahriiáÞvotta- hvörWskaðvœ 9q ^ Wuta vinduna ne __ þoð sem þvottavélar'™' ttutlnn vetð- e'nZ og bK»1a".ð.‘ - nokkru sinn' fvrn FÆST ALLSTADAR 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.