Vikan - 19.11.1959, Blaðsíða 24
KVIKMYNDIR
Sannleikurinn nm Rosemarie
1 þá gömlu, góöu daga, þegar Claudette
Colbert var ein frœgasta kvikmyndastjarn-
an, haföi hún grein í samningi sínum viö
kvikmyndafélag sitt, sem hljóöaöi upp á
þaö, aö félagiö skyldi borga henni 100
þúsund dollara, ef þaö léti blööin hafa mynd
af henni án ihennar leyfis. 1 dag vilja flest-
ar stjörnurnar glaöar borga stórfé til aö
koma myndum af sér í blööin.
John
Saxon
,°8
Vikki
Thal
John Saxon varð að láta sér vaxa alskegg
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The
Big Fisherman. Honum féll svo vel að hafa
skeggið, að hann hélt því, eftir að mynda-
tökunni var lokið. Og leikkonunni Vikki
Thal, sem er mikil vinkona lians þessa
dagana, virðist líka falla skeggið prýði-
lega í geð.
Sjaldan heíur morð þyrlað upp svo miklu moldviðri sem morð hinnar
fögru, þýzku gleðikonu, Rosemarie Nitribitt, í Frankíurt. Ekki olli það
þó moldviðri þessu, að ókleift reyndist að upplýsa morðið, sem þó var í
sjálfu sér næg ástæða, heldur öllu fremur hitt, að meðal „viðskipta-
vina“ gleðikonunnar reyndust hafa verið margir háttsettir iðnjöfrar í
Þízkalandi. Það kom einnig í ljós, að aðferðir Rosemarie voru i mörgu
áþekkar bandaríska símavændinu, og féll það mörgum Þjóðverjum
þungt, að innan þýzks iðnaðar skyldi ekki aðeins vera að finna atvinnu-
leysi og húsnæðisvandræði, heldur einig skuggahliðar sem þessa.
Sennilega verður Rosemarie-málið aldrei skýrt. En það vakti á sínum
tíma gífurlega athygli og var mikið rætt í þýzkum blöðum. Fyrst var
gerð af því kvikmynd, sem öllu fremur var ádeila á fjármálaspillinguna
en vændið. Margir urðu til þess að hefja upp raust sína og reyna að
þagga málið niður, en kvikmyndaframleiðendurnir héidu því fram, að
þeir hefðu fullan rétt til að ráðast á skuggahliðar þýzks þjóðfélags.
Kvikmyndin var gerð, og önnur mynd fylgdi í kjörfarið skömmu síðar.
Myndin, sem um ræðir hér, Sannleikurinn um Rosemarie, segir svo
nákvæmlega sem unnt virðist að gera, frá Rosemarie sjálfri og ástæð-
unum, sem til þess urðu, að hún hafnaði á þessari braut. 1 myndinni
er reynt að sneiða hjá öllum sögusögnum, sem sprottið hafa í málinu,
og sýna staðreyndir einar og sannleikann. I þessari kvikmynd eru engar
„lokaðar dyr“. Einkunnarorð myndarinnar eru: Það borgar sig ekki
fyrir ungar stúlkur að leita út á götuna til að draga fram iífið með
því að fórna sér á altari ástarguðsins.
Belinda Lee leikur aðalhlutverkið. Sextán ára gömul hóf Belinda
nám í leiklist við konunglegu ensku akademíuna, og þegar hún átti fri
frá námi, kom hún fram í smáleikhúsum fyrir utan
London. Þar fundu kvikmyndaframleiðendur hana, og
fyrsta kvikmyndin lét ekki á sér standa. Þegar frami
Belindu á kvikmyndatjaldinu virtist ætla að verða
mikill, íór hún að fá tilboð frá útlöndum. Til þessa hefur
hún leikið í tveimur frönskum myndum, fjórum ítölsk-
um — og svo kvikmyndinni um Rosemarie i Þýzkalandi.
Belinda segir: — Heima í Englandi fæ ég alltaf hlut-
verk hjúkrunarkonu, barnfóstru eða hefðarkonu . . .
Þeim finnst ég bezt fallin til slíks. I Frakklandi létu
þeir rnig leika heimskonu, og í ítalíu lék ég m. a.
Lúcretíu og Afróditu. Þjóðverjar virðast hallast að
svipaðri skoðun um mig og Frakkar . . .
Efsta mynd: Rosemarie reyndi einnig aö kúga fé
út úr þekktum iönjöfrum. ÞaÖ varö henni örlagaríkt.
1 miöju: Undir lokin var þaö á slíkum stööum, sem
Rosemarie náöi sér í viöskiptavini.
Neöst t. v.: Frá byrjun lagöi Rosemarie álierzlu á aö
næla sér í menn, sem áttu bíl.
Neöst t. h.: Ungir og gamlir féllu fyrir 'hinni fögru
Rosemarie Nitribitt.
Shlrley
Booth
Shirley Booth er talin vera framarlega í
flokki þeirra bandarískra leikkvenna, sem
leika á leiksviði. Hún hefur einnig leikið
í þremur kvikmyndum, og var hin fyrsta
þeirra Komdu aftur, Sheba litla, en fyrir
leik sinn þar hlaut Shirley Óscars-verð-
launin eftirsóttu. Shirley hefur barizt ötul-
lega til þess að ná frama við leikhúsin á
Broadway. Fram að þessu hefur hún komið
fram á leiksviði í 3500 skipti í 22 leikritum
og hefur unnið öll hugsanleg verðlaun
fyrir leik sinn. Hún hefur nýlega lokið við
að leika í kvikmynd, sem ber nafnið Hot
Spell, en þar er hún í gervi móður, sem
reynir að hafa hemil á óstýrilátum barna-
hópi. Meðfylgjandi mynd er úr þeirri
kvikmynd.
Carrles
og
Nozoe
ítalski leikarinn Folco Lulli Carries var
ásamt mörgum frægum stéttarbræðrum
sínum viðstaddur kvikmyndahátíðina í
Cannes í ár. Þar var einnig hin undur-
fagra japanska leikkona Hitomi Nozoe, og
mun ekki hafa skipt neinum verulegum
togum, að þau skötuhjúin urðu ástfangin,
svo sem gcrist um bezta fólk. Sérlcga
mun Carries hafa hrifizt af leikkonunni,
og á hann að hafa lýst yfir því, að hann
mundi „bera hana á höndum sér“ alla ævi.
Á meðfylgjandi mvnd er hann þegar bú-
inn að taka hana upp!
— Ég er spenntur aö vita, hvernig áhorf-
endur taka mér í gervi vísindamanns, segir
Fred Astaire, sem hefur nýlokiö viö fyrsta
verulega. alvarlega hlutverkiö sitt l kvik-
myndinni >yA ströndinni."
r
1
Hvad ko§tar að framleiða stormynd?
Þeirri spurningu má svara á marg-
an hátt og mismunandi, því að auð-
vitað fer það mikið til eftir því,
hvers konar kvikmynd um er að
ræða. Til dæmis kostar „svart-hvít“-
mynd, — en svo nefnast þær, sem
eru ekki teknar í litum, — af venju-
legri stærð ekki tíunda hluta þess,
sem greitt er fyrir litmynd í Cinema-
scope eða Vista-Vision og hvað það
nú heitir. Og svo skiptir líka miklu
máli, hverjir leika aðalhlutverkin.
Sumir frægustu kvikmyndaleikar-
arnir fá allt að því 750 þúsund doll-
ara eða jafnvel enn meira fyrir eina
einustu kvikmynd, sem þeir sýna sig
i. Að þessu viðbættu heimta sumir
þeirra líka prósentur af ágóða.
Upptalning á þurrum tölum er
yfirleitt til leiðinda í blaðagreinum,
en samt ætlum við að birta hér
nokkurn veginn hlutfall peninga-
skiptanna við gerð „miðlungs“-stór-
myndar, sem við getum sagt, að
kosti 2 milljónir dollara. Af þeirri
upphæð fara 250 þúsund dalir í kvik-
myndahandritið, til framleiðanda og
stjórnanda renna 200 þúsundir, aðal-
leikarar fá í sinn hlut 250 þúsund
dali og aðrir aðstoðarmenn og leik-
arar 125 þúsundir. Alls kyns skreyt-
ing og uppsetning kostar 125 þúsund
dollara, en myndataka, hljóðupp-
taka, vinna á rannsóknarstofum,
búningar, tryggingar, ferðalög og
klipping myndarinnar munu kosta
samtals um 550 þúsund dali. Útgjöld
við sjálft kvikmyndaverið munu vera
um 500 þúsund dollarar.
Ef þér hafið haft í hyggju að ger-
ast kvikmyndaframleiðandi, væri
réttara fyrir yður að kynna yður
þessar tölur vandlega fyrst.
vekja hvarvetna athygli:
Á sýningu Norðurlandanna „Formes Scandinaves“
í París og nú síðast á „Svenska Mássan í Gautaborg
hlutu þau góða dóma.
SINDRA-húsgögnifl í
Eldús
Borðkróka
Borðstofur
Setustofur
Biðstofur
Skrifstofur
Fundarsali
Veitingastofur
Félagsheimili
Gistihús
Borðin eru fáanleg með Teak eða Plast-plötu.
Stólar, borðfætur og grindur eru úr gljábrenndu
stáli.
SINDRASMIÐJAN H.F.
HVERFISGÖTU 42.
Sölustaðir:
Reykjavík: Stykkishólmi: Akureyri:
Sindrasmiðjan h.f., Sigurður Ágústsson. Bólstruð Húsgögn.
Hverfisgötu 42.
Húsgagnaverzl. Austurbæjar ísafirði: Egilsstöðum:
Skólavörðustig 16. Valbjörk. Sigurbjörn Brynjólfsson.
Helgi Magnússon & Co. h.f.,
Hafnarstræti 19. Sauðárkróki: Vestmannaeyjum.
Steingrímur Arason. Marinó Guðmundsson.
Akranesi:
Benedikt Hermannsson. Siglufirði: Keflavík:
Haukur Jónasson. Gunnar Sigurfinnsson.
krCnurakstur
Og
harðsoðin egg
Mitzi Gaynor er ung leikkona, sem
lék m. a. í stórmyndinni South
Pacific, er margir hafa heyrt nefnda.
Hún mun vera mjög fjölhæf lista-
kona og getur leikið gamanhlutverk,
dansað og sungið jöfnum höndum,
— en fyrst og fremst kvað hún vera
góð eiginkona. í sex ár hefur hún
verið gift framleiðandanum Jim
Bean, og er hjónaband þeirra sagt
gott, en slíkt telst til tíðinda í Holly-
wood vestur. Nýlega bauð Dino de
Laurentiis henni mjög gott hlutverk
1 myndinni Jóvanka, og enda þótt
tilboðið væri freistandi, hafnaði liún
því á þeim forsendum, að það krafð-
ist þess, að hún léti krúnuraka sig.
— Ég gat ekki boðið manninum min-
um upp á það að hafa á hverjum
morgni fyrir augunum nokkurs kon-
ar kvenútgáfu af Yul Brynner, sagði
hún til skýringar. — Þar að auki
gat ég átt á hætu, að Jim tæki mig i
misgripum fyrir harðsoðna eggið,
sem hann fær á hverjum morgni.
Það er sagt, að syfjulegi svipur-
inn sjáist varla á Victor Mature í
hlutverki Hanníbals, sem hann er
að leika um þessar mundir í Róm.
Við hlökkum til að sjá með eigin
augum þá framför og einnig að horfa
á Hanníbal Mature ríða á fíl yfir
Alpana.