Vikan - 26.11.1959, Side 10
— SökuO um hvað?
— Flæking. 1 bæði skiptin slepptu þeir henni
daginn eftir, þegar læknir hafði skpðað hana.
— Hafið þér orðið fyrir hinu sama?
— Ekki enn sem komið er.
Síminn hringdi. Það var Bordenave.
— Ég sá engan úti fyrir.
— Þakkir. Ég þarf ekki á yður að halda meira
í kvöld.
—- Viljið þér ekki, að ég bíði?
— Nei.
— Góða nótt.
Ég girntist Yvette ekki þetta kvöld og vor-
kenndi henni ekki heldur. Á ferli minum hef ég
hitt of marga hennar líka, og enda þótt I henni
væri eitthvert ákaflyndi, sem gerði hana frá-
brugðna, virtist mér hún ekkert sérstök. Féll
ég þá fyrir hrósinu, sem fólst í þvi trausti, sem
hún hafði sýnt mér, jafnvel áður en hún hitti mig?
1 sannleika sagt hef ég ekki þá trú. Ég held,
að þetta sé flóknara og að maður eins og Moriat
til dæmis hefði vel getað komizt að sömu niður-
stööu og ég Hvi ekki að túlka ákvörðun mína
sem mótmæli og ögrun? Ég hafði þegar verið
þvingaður til að ganga of langt, — allt of langt,
— í þá átt, sem var fjarskyld skapi mínu og
smekk. Álit mitt stóð föstum fótum, og ég var
að reyna að láta það ekki bíða hnekki, — og það
var einmitt þetta álit, sem olli heimsókn stúlk-
unnar og hinu blygðunarlausa tilboði hennar. í
starfi mínu hafði ég aidrei tekið aðra eins áhættu
og aldrei heldur fengið til meðferðar svo erfitt,
— iafnvel óleysanlegt mál.
Ég tók áskoruninni. Ég er viss um, að þetta er
sannleikurinn. og í heilt ár hef ég haft nægan
tíma til að yfirheyra sjálfan mig um þetta atriði.
Ég batt ekki trúss við Yvette Maudet, flæk-
ingsdóttur skóiakennara frá Lyon og fyrrverandi
afgreiðslustúlku í pósthúsi, heldur bar hér að
höndum vandamál, sem ég féllst skyndilega á aö
leysa
Ég haföi fengið mér sæti aftur og skrifaði at-
hugasemdir, jafnóðum og ég spurði nákvæmra
spurninga.
— Þér fóruð aftur til gistihússms aðfaranótt
fimmtudags. en þér stiguð þar ekki inn fæti í
nótt, sem leið Þetta veit hótelstjórinn, og hann
mun láta lögregluna vita.
— Það kemur fyrir að minnsta kosti tvisvar
í viku, að ég sef ekki á hótelinu vegna þess að
okkur er bannað að fara með karlmenn upp á
herbergin.
— Þeir munu spyrja, hvar þér sváfuð.
— Ég mun segja þeim það.
FORSAGA
NÝIR LESENDUR
GETA
BYRJAÐ HÉR:
Unya yieóikonan Yvette reynir að fremja rán. ÞaÖ
mtstenst og liún leitar til þenKts logmans og
býöur sjátfa sig aö launum, ef honum takist aö
fá hana sýknaöa. Hann tekur boöinu, leggur
lögmansferú sinn í hœttu. en fœr hana dcemUa
sykna saka. — Síöan er liöiö ár. Gobiltot lögmaöur
er aö skrifa niöur þaö sem boriö hefir viö, frá
því aö hann kynntist Yvette.
— Þaö er atls ekki óhugsandi aö einhvern
tima veröi þessi skýrsla mín aö gagni. Eg hikaöi
meira en tíu mínútur, áöur en ég skrifaöi fyrstu
setninguna. 1 rauninni er þetta svipaö erföaskrá
. . . JEtla ég aö halda því fram, aö ég hafi vitaö i
tuttugu ár, aö þetta fengi illan endií Þaö myndu
vera ýkjur, en þó ekki meiri ýkjur en ef ég segöi,
aö þaö heföi byrjaö meö Yvette fyrir einu ári . . .
Gobillot lögmaöur heldur áfram, og skýrir frá
fyrstu kynum sínum af Yvette. Hún kemur til
hans í skrifstofuna og biöur hann ásjár. Hann er
kuldalegur í fyrstu og lætur hana segja sér alla
mátavöxtu, en loks fellst hann á aö verja Yvette
og vinstúlku hennar fyrir réttinum. Sögunni víkur
heim til kunningjakonu Gobillot-hjónanna, Corinu
de-Langelle. Lögmaöurinn og eiginkona hans eru
þar stödd í kaffiboöi ásamt fleira fólki.
Kvöldiö er lengi aö líöa, finnst Gobillot. Hann
hringir á veitingahús, þar sem Yvette venur kom-
ur sínar. Hún er þar stödd og skömmu síöar biöur
lögmaöurinn gestina l kaffiboöinu aö hafa sig af-
sakaöan. Hann þurfi aö fara til áríöandi fundar.
Viviane, kona hans, spyr <hvort hún eigi ekki aö
aka honum, en hann afþakkar. Síöan heldur hann
til fundar viö Yvette á veitingahúsinu. Þaöan halda
þau heim til hennar eftir skamma dvöl. Sögunni
víkur til fyrsta fundar þeirra Yvette í skrifstofu
lögmannsins . . .
Án þess að líta á gest minn gekk ég til dyra
og sagði um leið hranalega:
— Verið kyrr þarna.
Það var ef til vill til að æsa hana upp, sem ég
bæti við, eins og sagt er við óþæg börn:
— Ekki snerta neitt
Ég gekk út í skrifstofu Bordenave.
— Viljið þér fara niður og gæta þess, hvort
stúlkunni í skrifstofu minni hefur verið veitt
eftirför.
— Er það lögreglan?
— Já. Þér getið sagt mér það símleiðis.
Þegar inn í skrifstofu mína kom, gekk ég fram
— Hefur hún verið handtekin?
— Naómí? Já, tvisvar, — kannski oftar, en
tvisvar, sagði hún mér.
og aftur um gólf með hendur fyrir aftan bak,
en Yvette fylgdist með mér.
— Þessi Gaston, hóf ég máls, — hefur hann
komizt undir manna hendur?
— Ég held ekki. Hann hefur aldrei minnzt á það.
— Þekkið þér hann vel?
— Ágætlega.
— Hafið þið sofið saman?
— Stöku sinnum.
— Er Naómí, vinstúlka yðar, oröin myndug?
— Hún er nýlega tvitug.
— Hvað gerir hún?
— Það sama og ég.
— Hefur hún nokkurn tima haft fasta vinnu?
— Hún hjálpaði móður sinni í verzluninni. Móð-
ir hennar selur grænmeti við Chemin Vert.
— Hljóp hún á brott að heiman?
— Hún fór bara, sagöist vera búin að fá nóg.
— Er langt siðan?
— Tvö ár.
— Reyndi móðir hennar ekki að leita hana uppi ?
— Nei. Henni er sama. En stundum, þegar Na-
ómí er alveg blönk, fer hún til hennar. Þær rifast
eins og hundar og kettir og hella skömmum hvor
yfir aðra, en það endar alltaf með þvl. að Naóml
fær elnhverja penlnga.
— Hvar?
— 1 gistihúsi við Berry-götu, ekki sérlega vlrðu-
legu.
— Þekkizt þér þar?
— Já_ Við Naómí skiptum oft um vinnustaði.
Stundum förum við alla leið niður I Saint Ger-
main, stundum erum við á Champs Elysées og
stöku sinnum jafnvel á Montmartre.
— Sá úrsmiðurinn vkkur báðar?
— Það var skuggsýnt í verzluninni, þar að
auki leit hann á okkur sem hverja aðra vlðsklpta-
vini og beygði sig strax yfir úrið.
4. HLUTI
— Taglgreiðslan yðar er óvenjuleg.
— Hann veitti því ekki athygli af þeirri einföldu
ástæðu, að ég var með skuplu yfir hárinu.
— Þér hafið þá búizt við þessu.
— Þetta var bara varúðarráðstöfun.
Ég spurði hana I þaula í næstum elna klukku-
stund, en hringdi þá til aðstoðarmanns eins vlna
mlnna.
— Hefur mál úrsmiðsins í Ábótagötu verið tekið
fyrir ?
— Viltu frétta eitthvað af stúlkunni? Hún er
enn í vörzlu lögreglunnar einhverra hluta vegna.
Ég veit satt að segja ekki, hver ástæðan er.
— Þakka þér fyrir.
Síðan sagði ég við Yvette:
— Nú farið þér til Vavin-strætis, eins og ekkert
hafi í skorizt, og sæki lögreglan yður, þá fylgið
henni möglunarlaust, en nefnið mig ekki á nafn.
Ég hélt á fund konu minnar og vina okkar um
tíuleytið. Þau voru rétt að byrja á kjötréttinum.
Ég minntist á þetta mál við fulltrúann og gat
þess um leið, að ég mundi liklega taka það að
mér. Morguninn eftir hélt ég til lögreglustöðvar-
innar.
Málið hafði vakið meiri athygli en mér þótti
heppilegt, og Duret litli var mér til mikils gagns.
Ég get annars ekki Imyndað mér, hvað verður
úr honum. Faðir hans er efnaður maður, sem fór
illa út úr fjármálabraski. Meðan Duret var laga-
nemi, hékk hann iðulega á skrifstofum biaðanna
og rétti þar stundum hjálparhönd. Þá kynntist
hann nokkuð skuggahliðum Parisar.
Á undan honum hafði ég aðstoðarmann, sem
hét Auber. Hann var hins vegar farinn að halda,
10
VIKAN