Vikan


Vikan - 26.11.1959, Side 11

Vikan - 26.11.1959, Side 11
 — Komdu, sagði ég skipandi ... — Hún rétti mér varir sínar, en ég kyssti þær ekki . . . Síðan þeytti ég af henni sloppnum, en undir honum var hún nakin. heldur einnig hitt, að gamli úrsmiðurinn hafði oft- ar en einu sinni keypt stolna skartgripi. I-Iafði hann hugmynd um, að gripirnir voru stolnir? Það hef ég ekki hugmynd um, og það i'.emur mér ekki við. Hafði hann kannski ekki getað notað tækifærið þetta kvöld, þegar kona hans var í heimsókn hjá ófrískri dóttur þeirra, til að bjóða inn til .sín s.úlkum, eins og hann hafði oft gert áður? Ég gerði enga tilraun til að fegra skjólstæðinga mína, — öðru nær. Ég lýsti þeim ef til vill enn verr en þeir áttu skilið, og það var mesta kænsku- bragð mitt. Ég lét stúlkurnar viðurkenna, að þær hefðu ef til vill drýgt slíkan glæp, ef þær hefðu haft tæki- færi til, en svo hefði ekki veUð það kvöld, sem um ræddi, þar sem þær hefðu þá verið staddár i barnum hjá Gaston. Ég sé þau fyrir mér. meðan á réttarhöldunum stóð, sköllótta úrsmiðinn og konu hans með svörtu duluna fyrir auganu. þar sem þau sátu hlið við hlið i fremstu röð. Ég sé vaxandi undrun þeirra og gremju, sem nálgaðist hreina skelfingu undir lokin og þá var augnaráð þeirra orðið flöktandi, og þau vissu ekki, í hvaða átt þau ættu helzt að horfa. Gömlu hjónin munu áreiðanlega aldrei skilja, hvað kom fyrir þau eða hvers vegna ég lagði svo grimmilega til atlögu við þau. Ég er viss um, að þau hafa ekki komizt yfir þetta enn og komast sennilega aldrei yfir það. Mér þætti gaman að vita. hvort gamla konan, sem nú er blind á öðru auga, þorir að horfast i augu við dóttur sína framar. Við Viviane höfum aldrei rætt það mál síðan. Hún stóð frammi í anddyrinu, þegar dómurinn féll og menn púuðu af vanþóknun á áhorfenda- pöllunum Og þegar ég strunsaði út úr salnum, svo að lögmannskápan flaksaðist á eftir mér. fv’gdi hún mér aðeins þegjandi. Hún veit. að sökin er hennar. Hún hefur skilið bað. Ég veit ekki, nema hún hafi óttazt það, hve ég gekk langt, en hún er hreykin af mér fyrir það samt. Sá hún líka fyrir, hvernig þetta mundi fara? Sennilega. Það er vani okkar að loknum erfiðum Aðalpersónur sögunnar: Gobillot lögmaður Yvette — hjákona Iögmannsins Viviane — eiginkona lögmannsins að hann gæti flogið á eigin vængjum. Þetta vissi Duret og sótti um starf hjá mér, áður en hann hafði lokið lögfræðiprófinu. Hann hefur verið hjá mér í fjögur ár og er alltaf reiðubúinn, en stundum bregður fyrir glettni fremur en háði í augnaráði hans, þegar ég fel honum mál vissrar tegundar. Það var hann, sem fór og ræddi við Gaston barþjón og sagði mér. er hann kom aftur, að það mætti treysta þjóninum. Það var líka hann, sem notfærði sér vináttu eins fréttamannsins, vinar síns, til að grafa upp þá þætti úr lífi úrsmiðsins í Ábótagötu, sem urðu til þess að setja svip sinn á réttarhöldin. Það hefði verið hægt að fjalla um málið fyrir lögregluréttinum. En ég krafðist þess að verja það frammi fyrir kviðdómi. Kona úrsmiðsins hafði reyndar ekki látizt af áverkunum, en bar svarta dulu fyrir öðru auganu. Læknar töldu enga von til, að því yrði bjargað. Réttarhöldin voru allstormasbm, og oftar en einu sinni hótaði dómarinn að láta ryðja réttarsalinn. Enginn starfsbræðra minna gerði sér nokkrar grillur um málið. Allir trúðu þvi statt og stöðugt, að Yvette Maudet og Naómí Brand væru sekar um vopnað rán. Spurningin, sem blöðin héldu á loft i fyrirsögnum sínum, var aðeins: MUN GOBILLOT LÖGMANNI TAKAST AÐ FA SÝKNUDÖM? A tímabili virtist þetta óhugsandi, og jafnvel konan mín missti trúna á það. Hún viðurkenndi það ekki fyrir mér, en ég vissi, að henni fannst ég hafa gengið of langt, og henni gramdist það. Miklum óþverra var rótað upp við málaferlin, og stundum bar svo við, að einhver áhorfandinn hrópaði: — Ekki meira af þessu! Sumir starfsbræðra minna hikuðu, — nokkrir hika enn, — við að rétta mér höndina, og aldrei hef ég komizt svo nærri því að vera rekinn frá réttinum. Ekkert mál hefur veitt mér betri skilning á kosningabaráttu eða pólitískum áróðri, þar sem barizt er til sigurs og ekki hikað við að nota hvaða meðul, sem vera skal, til að ná settu marki. Vitni mín voru fremur vafasamir einstaklingar, en ekkert þeirra komst í mótsögn við sjálft sig eitt andartak eða hikaði hið minnsta. Ég leiddi fyrir réttinn tuttugu gleðikonur frá Montparnasse, allar meira eða minna áþekkar Yvette, sem vitnuðu með eiði um, að gamli mað- urinn væri ekki við eina fjölina felldur og ætti þaö til að bjóða stúlkum inn til sín, þegar konan væri fjarverandi, enda þótt opinberi ákærandinn héldi því fram, að hann væri ímynd hins heiðar- lega iðnaðarmanns. Þetta var satt. Það var Duret, sem fékk að vita þetta hjá einhverjum náunga, er hringdi oftar en einu sinni á skrifstofu mína og veitti ýmsar gagn- legar upplýsingar, en vildi ekki segja til sín. Og réttarhöldum að fara út saman til miðdegisverðar og síðan á einhvern dansstað og vera úti á ralli mestan hluta nætur, svona til hvildar eftir áreynsl- una. Við brugðum ekki út af vananum þetta kvöld, og alls staðar var litið á okkur forvitnislegu hornauga. Viviane sýndi sannkallaðan kjark. Hún lét sér ekki bregða eitt andartak. Hún er þremur árum eldri en ég og er því að nálgast fimmtugt. en þeg- ar hún er veizluklædd, er hún glæsilegri og vekur meiri athygli en margar konur um þrítugt. Lifs- það var ekki aðeins þetta, sem ég gat lagt fram, fjörið, sem speglast í augum hennar, hef ég ekki séð hjá nokkurri konu annarri, og brosið er glað- legt, en örlítið háðslegt um leið. Fólk kallar hana norn, en það er hún ekki. Hún fer sínar eigin leiðir eins og Corina, skiptir sér ekki af orðrómi, enda alveg sama, hvort fólki líkar betur eða verr við hana. Hún hefur á reið- um höndum bros gegn brosi, en greiðir högg fyrir högg. Munurinn á þeim Corinu er sá, að Corina er á ytra borði ljúf og blíð, en af Viviane geislar hins vegar lífskrafturinn. — Hvar er hún núna? spurði Viviane mig um klukkan tvö um nóttina. Ég veitti þvi strax athygli, að Viviane sagði ,,hún“, og sá á þvi, að Viviane hafði aldrei talið Naómi með. Það hafði heldur enginn verið í nein- Framhald á bls. 29. 11 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.