Vikan


Vikan - 26.11.1959, Qupperneq 15

Vikan - 26.11.1959, Qupperneq 15
o vL Þátturinn Hús og húsbúnaður birtir að þessu sinni nokkur sýnishorn af hjónarúmum. Það er misjafnt, hvaða áherzlu ung hjón leggja á það af afla sér hjónarúmsins. Sum láta það ganga fyrir öðrum húsgögnum, en önnur láta það bíða, þar til séð hefur verið fyrir stofunni að minnsta kosti. Hvað sem því líður, er hjónarúmið hlutur, sem öll hjón afla sér fyrr eða síðar, og ef einhver skyldi nú í svipinn vera að skyggnast um eftir hjónarúmi, þá höfum við fáeinar tillögur um útlitið. Að neðan: Hjónarúm frá húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar. Það er í tvennu lagi og kost- ar með dýnum 13.300 kr. (tekk) og 11.300 kr. (mahóní). Innifaiið er snyrtiborð og tvö náttborð. Kollarnir kosta 325 kr. Efst til hægri: Hjónarúm úr mahóníi einu iagi frá hús- gagnaverzluninni Öndvegi. Það kostar með dýnum 7.450 kr. Með því er hægt að fá snyrtiborð, sem kostar 2.820 kr., og kolla á 395 kr. stk. NáttborS eru áföst við höfðagafl. Til hægri: Hjónarúm frá Skeifunni, Skólavörðustfg. Það er úr tekk-viði, í einu lagi, með áföst- um náttborðum og kostar með dýnum 7.900 kr. Snyrtiborðið, sem sést á myndinni, kostar 2.500 kr., og kollarnir kosta 325 kr. Einstaklega glæsiiegt þýzkt hjónarúm, 2x2 m. Fæturnir eru úr svörtu járni og gaflarnir mjög lágir. Náttborð áföst, en færanleg. Náttborðið er einnig nvjög skemmtilegt. og það sé á hverjum laugardegi, und- antekningariaust. — Segið mér eitt, mælti fulltrúinn. — Minnizt þér þess að hafa haft orð á því við einhvern, að þér hefðuð í hyggju að fara þangað laugardag? Barney yppti enn öxlum. — Mér er eiginlega ekki nokkur leið að muna það, svaraði hann. — En þó man ég það með vissu, að ég var staddur inni í klefanum hjá gjald- keranum, honum Feather vesalingn- um, og við vorum að spjalla saman svona um daginn og veginn, og þá lét ég þess einmitt getið við hann, að ég ætlaði til Woodstock Hills um kvöldið. En . . . Barney virtist öldungis ráðþrota. — Voru nokkrir aðrir þarna við- staddir? spurði lögreglufulltrúinn. — Hugsið yður nú vel um. — Ekki held ég það, svaraði Barnev Thomas. — Ekki það ég man. TARFIÐ í fyrirtækinu Lincoln & Lewis gekk sinn hversdagslega vanagang, þegar Owens lög- reglufulltrúi leit þar inn daginn eftir. Hugh Dacey aðstoðarforstjóra fannst ekkert einkennilegt við það, þótt fulltrúann bæri þar að garði, hann hafði komið þar nokkrum sinn- um áður í sambandi við málsrann- sóknina og aðstoðarforstjórinn bauð honum sæti og spurði, hvort nokkuð væri i lréttum. — 1 rauninni ekki neitt, sagði Owens. — Og satt bezt að segja, þá er útlitið allt annað en gott fyrir Barnev Thomas, svo framarlega sem þessi Susan Jones kemur ekki i leit- irnar. Lögreglufulltrúinn horfði ar.hug- andi út um rúðurnar á skrifstofu- veggnum út í skrifstofusalinn, þar sem allt starfsliðið var í óðaönn við vinnu sina. — Eg txúl ekki öðru en Barney Thomas sé saklaus, varð Dacey að orði, — og það eins þótt þessi saga hans sé næsta furðuleg írá mínum bæjardyrum séð. Barney er ákaflega hæggerður maður, og ég á mjög erfitt með að hugsa mér hann í hlutverki einhvers kvennalodda. En hitt er það . .. hann á við mikið konuríki að búa, og það á sér víst stað, að menn, sem þannig er ástatt um ... Hann lauk ekki setningunni, — lét nægja að banda hendlnni. — Já, það er sagt, að það geti átt sér stað. tók Owens undir annars hug- ar. — Má ég ekki svipast hér um enn einu sinni? — Það er ekki nema sjálfsaet, svaraði aðstoðarforstjórinn. — Þér megið athuga allt. eins og yður lyst- ir. Afsakið mig eitt andartak ... Aðstoðarforst jórinn varð að svara í símann, og Owens hélt fram 1 skrif- stofusalinn einn sfns liðs. Honum dvaldist góða stund inni f ejaldkera- klefanum, bað mann þann, sem gegndi þar nú störfum til bráðabirgða, leyfis að mega taka sér sæti í gjald- kerastólnum, sat Þar þögull og hugsi nokkra hrið. en reis svo skyndilega á fætur, kvaddi og hélt á brott. Hann gekk hröðum skrefum út úr skrif- stofubvggingunni og settist inn i bifreið sina. VERZLUNARST.TÓRTNN fylgdl viðskiptavini sinum, ungri, bráð- fallegri konu með sérlega skær, grá augu, hæversklega til dyra og kvaddi hana með virktum. Konnn unga brosti og hneigði sig og hélt út á götuna, iturvaxin og mjúk i hreyf- ingum. Allt i einu gekk maður nokk- ur þvert i veg fvrir hana, svo að hún neyddist til að nema staðar. Sem snöp'evast brá fyrir gremjusvip á andliti hennar, þvi næst skvndilegum ðtta, en hún jafnaði sig i sömu andrá Framliald á bls. 31. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.