Vikan


Vikan - 26.11.1959, Qupperneq 23

Vikan - 26.11.1959, Qupperneq 23
Hann œtti að fá fallegt hálsband, en snærisspotti dugar! Það kunna að fylgja því kostir að vera af fámennri þjóð, en vist er um hitt, að það hefur sinar vafa- sömu hliðar. Einn af hvimleiðustu fylgifiskum fámennis og þröngbýlis er illt umtal. Lendir slikt vitanlega fyrst og' fremst- a þeim, .sem ein- hvers eru megnugir i þjóðfélaginu eða með einhverjum liætti skara fram úr. Það, sem þykir ekki til- tökumál, ef einhver Jón Jónsson á í hlut, verður að stórfrétt, ef um þjóðkunnan mann er að ræða; og vitanlega verða a. m. k. tólf hænur úr hverri fjöður. Þótt margir góðir íslendingar liafi orðið fyrir barðinu á gróusögum og illkvittnum rógi öfundsjúkra manna, Næsti þáttur: Fjársjóður Egils á Borg Einar Bcncdikisson skákar Englendingum þá munu fáir hafa orðið að sætta sig við aðrar eins tröllasögur um sjálfan sig á ævinni og stórskáldið Einar Benediktsson. Þeir munu teljandi, sem hafa þekkt Einar betur er dr. Jón Stefánsson, og mun eng- inn íslendingur núlifandi hafa kynnzt jafnmörgu stórmenni. Hann . skrifaði á niræðisaldri stór- skemmtilegar endurminningar og kemur víða við. Er þar merkur kafli um Einar Benediktsson, og er fróð- legt að lesa frásögn hans af þeim viðskiptum Einars, sem einna mest hiieyksliiðu samtíðarmenn hans, en það var hlutafélagasýsl skáldsins i Lundúnum. Jón Stefánsson hefur orðið: „Einar bjó um hríð í Hounslow (Hundslág) vestan við London. Það er sveitabær. Hann hafði kýr og hesta og íslenzkt þjónustufólk. Hann sagði fólki þessu það fyrir frain, að hann mundi ekki greiða þvi neitt kaup, þvi að það lærði ensku á því að vera á Englandi. Hann kvaðst mundu sjá um, að kvenfólkið giftist og karlmennirnir kvonguðust. Það var orð og að sönnu, að flestir kvenmenn, sem í hans þjónustu voru, fengu ríka giftingu. Hins vegar hygg ég, að honum hafi gengið verr að koma karlmönnunum út. Einar bauð stundum íslenzkum og enskum gestum heim til sín. Var þá ríkulega veitt, og „giumdu hlátra- sköll“ í sölum hans. Var óspart drukkið, og einstaka manni varð að fylgja til sængur og jafnvel liátta liann. Einar var sjálfur hrókur alls fagnaðar, svo sem hann átti vanda til, enda tjáði ekki fyrir neinn að munnhöggvast við hann. Margar kynjasögur gengu í Rvík af Einari og hlutafélagasýsli hans í London. Ég vissi töluvert um þessi efni, því að ég var sá eini íslend- ingur, sem hafði reynzt honum svo, að hann trúði mér og treysti. Hann tók ekki á öllu hnyndunar- afli sínu i skáldskap. Hann vildi reyna það í praktisku lífi, business- lifi. Um það hefur verið rætt, að skáld séu mestu amlóðar á slikum sviðum. Nú vildi hann, skáldið, spreyta sig við alræmda klækja- menn í City. Þeir héldu, að hann væri eins og álfur út úr hól, þessi maður frá fslandi, og ættu þeir alls kostar við liann. Hann lét þá halda það, þangað til þeir fóru svo langt, að hann gat látið þá sæta afarkost- um, — ella . . . Hann sá, hvernig hægt var að stofna hlutafólög og auðgast af því. — Hann skynjaði, að það var óþarfi að haga sér eins og stendur i vísunni: að safna auð með augun rauð, en aðra brauðið vantar. Framh. á bls. 30.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.