Vikan


Vikan - 26.11.1959, Qupperneq 30

Vikan - 26.11.1959, Qupperneq 30
Sólar-rcnnibraui IINDARGOTU 25 SIMI13743 Sdxoin Arnason og hálfopln ferOataska ft gólflnu, — fCt ft strjál- Ingi hér og þar. — Það er dálítil óreiða hér. Ég fór 1 rúmið, strax og ég kom. Þaö var vínlykt af henni. en hún var ekkl drukkin. Hvernig skyldi ég annars hafa litið út, alklæddur þarna á miðju gólfi? — Viljið þér halla yður? Erfiðast var að afklæðast. Ég vildi það ekki. Ég vildi ekkert lengur, en hafði ekki heldur kjark til að fara. — Komdu, skipaði ég. Hún kom til min og hállaði höfðinu aftur, eins og hún byggist við kossi, en ég hélt aðeins utan um hana án þess að snerta varir hennar. Siðan, allt í einu, ýtti ég sloppnum fram af öxlum henn- ar, en undir honum var hún nákin. Ég þeytti henni ruddalega niður á rúmbríkina og lagðist sjálfur, en hún starði upp i loftið. Ég var þegar farinn að athafna mig, eins og ég væri að h'efna mín, þegar ég tók eftir því, að hún horfði undrandi á mig. — Hvað er að þér? hvíslaðl hún og þúaði mig nú í fyrsta skipti . — Ekkert! En hængurinn var sá, að ég gat ekkert gert. Ég stóð upp skömmustulegur á svip og stamaði: — Fyrirgefðu. Þá sagði hún: — Þú hefur hugsað of mikið um það. Það hefði getað verið skýringin, en svo var þó ekki. Þvert á móti hafði ég neitað sjálfum mér um að hugsa um það. Ég vissi Það, en hugsaði ekki um Það. Hvað sem því líður, — þetta hafði komið fyrir mig hjá fleiri konum en henni. — Farðu úr fötunum, og leggstu hérna hjá mér. Mér er kalt. Þurfti ég að gera það? Hefði framtíðin orðið öðruvisi, ef ég hefði sagt nei og farið mína leið? Ég veit ekki. Vissi hún fyrir sitt leyti, hvað hún var að gera. þegar hún litlu seinna rétti út handlegginn til að slökkva ljósið og þrýsti sér að mér? Ég fann grannan og lifandi likama hennar fast upp við líkama minn, fann, hvernig hann náði smám sam- an, eins og hikandi, tökum á mér. Framhald í næsta blaöi. Einar Benediktsson Framhald af bls. 23. Hugmyndaflug hans og tilfinning bentu honum á, að rétt væri að taka við fé auðugra heimskingja, sem ætluðu sér að verða enn þá rikari en þeir voru. Hann vildi síðan gjarna miðia af fé þvi, er hann þannig græddi, fátækum mönnum, — og það var ein af hugsjónum hana að auðga mannfélagið yfirleitt á kostn- að heimskra auðmanna. Einar samdi glæsilegar lýsingar á náttúruauðæfum íslands, og kom þar ekki sízt til greina fossaflið. Hann bauð mönnum að taka þátt i fyrirtækjum, sem stefndu að þvi að nota slikar auðlindir, — bauð þeim að kaupa hlutabréf. Hann hafði skrifstofu bæði i City og i Southamp- ton Row. Fé streymdi inn, svo að hann varð að fjölga starfsmönnum sinuni til að veita þvi viðtöku og tala við alla þá, sem komu. Hann tók strax að miðla efnilegum, en félitlum mönnum, af hinum nýja, en auðfengna auði sinum. Þegar við vorum saman 1 veitingahúsi, þá valdi hann ævinlega það dýrasta og bezta. „Eásy comes — easy goes" — er enskt máltæki (auðfengnu fé er auðeytt). Einar hélt veizlur i 20 herbergja húsi i Kaupmannahöfn og bjó i ey einni i Oslóarfirði. Hann var svo stórhuga og hafði svo mörg járn 1 eldinum í einu, að mér, sem ofbauð þetla, þótti ástæða til að vara hann við. Ég kvað hann ekki geta verið alls staðar, frekar en aðra menn, þótt hann væri afburða- maður, og eitthvað kynni að fara aflaga. Hann tók orðum mínum vel, þakkaði msr meira að segja. En ég hygg, að hann hefði reiðzt, ef ein- hver annar hefði reynt að hafa vit fyrir lionum. Hann vissi vel, hve hollur ég var honum. Þegar hlutafélag er hlaupið af stokkunum l hinni miklu I.ondon, þá vex það stundum eins og snjó- flóð. Það er ómögulegt að ráða við vöxtinn, nema þá helzt, að unnt sé að stöðva það alveg, stemma stigu fyrir þvi á einhvern hátt. Og það er hægt að hætta að talca við hluta- fé. En svo fara þá hluthafarnir að búast við athöfnum, framkvæmd- um. Einar gat dáleitt menn með mælsku sinni og persónulegum á- hrifum sfnum ,svip sinum og augna- ráði. Erfiðleikarnir á að koma fram fossavirkjun lágu f augum uppi. Einar ýtti af alefli undir fram- kvæmdirnar. En þá tóku landar hans að rægja hann og spilla fyrir hon- um á margan hátt. Sömu mennirnir, sem þetta gerðu, játuðu það þó, að ísland mundi hafa ómetanlegt gagn af, að áætlanir hans og höfuðórar næðu fram að ganga. En þeir sögðu, að skáld, með öllum þessum höfuð- órum, væri ekki rétti maðurinn til þess að hafa slfkar framkvæmdir með höndum. Eins og ég hef vikið að áður, er það ekki nýjung, að ís- lendingar rægi hver annan og spilli hver annars gengi." HPIm. Spftar Helðflðéttor Höfum ávallt til fjölbreytt úrval ai GÍTURDM Viðurkennt vörumerki Útvegum einnig og seljum allar tegundir hljóðfæra EINK AUMBOÐSMENN: 30 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.