Vikan


Vikan - 26.11.1959, Page 35

Vikan - 26.11.1959, Page 35
Visnaþáttur Sveinbjörn Benteinsson tók saman íslendingum er það tamt að yrkja vísur við öll möguleg tækifæri. Af slikum vísum fara sögur allt frá fyrstu tíð íslands byggðar. En það form sem okkur er nú tamast við vísnagerð er ekki eldra en frá 14. öld, og varð ekki algengt sem visnalag fyrr en um og eftir siðaskipti á 16. öld. Það er þetta fast mótaða lag sem við köllum ferhendu, eða ferskeytlu og aðrir skyldir hættir sem við nefn- um rímnahætti, því þeir hafa skap- ast og mótast í rimunum. Algengast- ur þessara hátta er ferhendur háttur, einfaldur og þó byggður eftir marg- brotnu kerfi ríms og stuðla og hrynj- andi: Prestar hinum heimi frá hulda dóma segja. — Skyldi þeim ekki bregða í brá blessuðum nær þeir deyja. Svo mælti Sigurður Breiðfjörð. Það er mikill þáttur í trúarbrögð- um ýmissa þjóða að búa hinn dána vel til hinstu ferðar, og víða er það siður að leggja vistir á gröf látinna skyldmenna. Þessi hugmynd kemur skemmtilega i ljós í þessari draum- visu: Helltu út úr einum kút ofaní gröf mér búna; beinin mín í brennivín bráðlega langar núna. Þið munuð taka eftir því að vísan er öðruvisi rímuð en venjuleg fer- skeytla. Svo er það hið sígilda vísnaform hringhendan og enn kemur vísa um dauðann. Visan er eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum: Lífið fátt mér ljær í hag, lúinn þrátt ég glími. Koma máttu um miðjan dag rnikli háttatími. Hargir munu halda að þessi háttur sé nær jafngamall hinni óbreyttu fer- hendu, en svo er ekki. Það örlar fyrst á hætti þessum á 17. öld og hringhendur urðu ekki algengar fyrr en á 19. öld. Og svo skulum við í þetta sinn halda okkur í nánd við dauðann og enda á þessu stórhrikalega erfiljóði sem eign- að er Ljósavatnssystrum. Fjallakauða foringinn fantur nauðagrófur er nú dauður afi minn, Oddur sauðaþjófur. 1500 m. hlaup Framh. úr síðasta blaði. 51. Hörður Guðmundsson, 1B. Kefl.................... 4:23,2 — 1952 52. Árni Kjartansson, Á ............................ 4:23,4 — 1942 53. Rafn Sigurðsson, I.B. Vestm..................... 4:23,4 — 1951 54. Haukur Jakobsson, l.B. Ak....................... 4:24,0 — 1952 55. Þórhallur Guðjónsson, l.B. Kefl................. 4:24,0 — 1955 56. Hilmar Elíasson, Á ............................. 4:24,2 — 1950 57. Sig. Gunnar Sigurðsson, IR ..................... 4:24,7 — 1938 58. Kjartan Jóhannsson, lR ......................... 4:25,2 — 1945 59. Jón Bjarnason, IR .............................. 4:25,2 — 1946 60. Haraldur Björnsson, KR ......................... 4:25,4 — 1944 61. Skúli Skarphéðinsson, Ums. K.................... 4:25,4 — 1953 62. Guðjón Júlíusson, Ums. K........................ 4:25,6 — 1923 63. Skúli Andrésson, U.Í.A.......................... 4:25,6 •— 1954 64. Níels Sigurjónsson, U.I.A....................... 4:26,0 — 1954 65. Torfi Ásgeirsson, IR ........................... 4:26,4 — 1951 66. Haraldur Þórðarson, Á .......................... 4:26,6 — 1942 67. Haildór Sigurðsson, Á .......................... 4:26,6 — 1942 68. Kristinn Bergsson, l.B. Ak...................... 4:26,6 — 1953 69. Sveinn Jónsson, Ums. Ef......................... 4:26,6 — 1956 70. Gunnar Torfason, Á ............................. 4:26,8 — 1950 71. Ingi Þorsteinsson, KR .......................... 4:27,4 — 1948 72. Victor E. Múnch, Á ............................. 4:27,8 — 1950 73. Guðbjörn Árnason, KR ........................... 4:28.2 — 1938 74. Jón Andrésson, U.l.A............................ 4:28,2 — 1948 75. Gunnar Jakobsson, I.B. Ak...................... 4:28,2 — 1951 76. Guðfinnur Sigurvinsson, I.B. Kefl.........*.... 4:28,2 — 1956 Nýtíxku RSFHft el4dvél í nýtíxku eldbús H.f. RflFTÆKJAVERHSHIDjflH HAFNARFIRÐI — SlMAR: 50022 OG 50023

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.