Vikan - 18.02.1960, Side 2
ORÐSENDING.
„Ein óttaslegin“ er beðin að hafa
samband við póstinn, sími 35321.
FLEST UM ELVIS ...
Vikan Rvk.
Þið voruð eitthvað að vandræðast yfir upp-
lýsingaskorti á Elvis Presley. Ég er nu svo sem
enginn tilbiðjandi hans en mér finnst reglulega
gaman að sjá myndir með honum og lieyra plöt-
urnar hans. Þar sem ég kann nú dálítið fyrir
mér um leikara og þessháttar skal ég gefa þér
nokkrar upplýsingar um El.
Hann er tvíburi, fæddur í Tupelo, Missisippi,
8. janúar 1935, og var nefndur Elvis Aron.
Tvíburabróðir hans dó fáum mínútum eftir
fæðingu en samt hafði gefizt tóm til að nefna
hann Jesse Garon.
Þegar E1 lítur aftur á liðinn tíma segist hann
ekki geta skilið hvað kom honum til eða hvern-
ig það atvikaðist að hann fór að koma fram
og syngja fyrir fleiri hundruð manns. „Hann
var alltaf svo feiminn“, sagði Gladys móðir
hans, „það var ekki honum líkt að gera hluti
sem hessa“.
E1 elskar móður sína mest af öllu. í ágúst
1958 barst E1 skeyti frá föður sínum þar sem
hann segir G'ladys liggja fyrir dauðanum. E1
flaug strax að fengnu leyfi heim þótt hann yfir-
leitt forðaðist allt flug. Sömu nótt dó móðir
hans og i fleiri vikur á eftir var sem hann
væri ekki með sjálfum sér. Hann og Vernon
faðir hans létu reisa stórt marmara minnis-
merki á gröf hennar. Þar stendur:
Gladys Smith Presley
April 25, 1912 August 14, 1958
Beloved wife of
Vernon Presley
and mother of
Elvis Presley
She was the sunshine of our life.
E1 hefur verið með mörgum stúlkum en hann
segir: „Þegar ég kvænist, verður það ævi-
langt ...“
E1 losnar bráðlega úr hernum og þá megum
við fara að búast við nýjum myndum og plöt-
um. Það er ekki gott að segja um heimilisfang
hans nú sem stendur því hann er enn í liern-
um og áður lék hann til skiptis hjá Paramount
eða 20th Century-Fox. Það er bara bezt að biða
og sjá til hjá hvaða félagi hann leikur næst
og skrifa svo bara þangað.
Ég vona svo að þetta nægi í bili.
Nina (Presley).
Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar. Áreið-
anlega verða margir lesendur þeim fegnir__
FLUG MEÐAL VIÐ ASTMA?
Kæra Vika.
Mig langar til að spyrja þig einnar spnrn-
ingar, sem ég vona að þú getir svarað mér sem
fyrst. Hefurðu heyrt þess getið að astmasjúkl-
ingum geti batnað, sé flogið með þá hátt í loft
upp, eins og 't. d. kíghóstasjúklinga. Og hvað
Björn Pálsson mundi taka fyrir slíka ferð, með
þvi að sækja mig út á land.
Með fyrirfram þökk.
Astmaveik.
Iiæra Vika!
Mig langar til að bera fram eina spurningu í
sambandi við allt þetta fegurðarkeppniþras.
Hún er á þá leið, hvort lteppnin um titilinn
„Miss Universa“ og „Miss World“ er ein
og sama keppnin, en bara kölluð mismunandi
nöfnum, eða hvort liér er um tvenna keppni
að ræða.
Ein „Miss“.
Ágæta „Miss“! Þannig er málnm háttað í
þessu efni, að Bandaríkjamenn standa fyrir
„Miss Universe“ keppninni, og fer hán fram
á Long Beach í Kalifornía, en Englend-
ingar standa hins vegar á hak við „Miss
\Vorld“ keppnina, sem fram fer í London
ár hvert.
RAFGEISLAHITUN H.F. EINHOLTI 2 - SIMAR 14284 - 18600 - 18601
2
VIKAN