Vikan


Vikan - 18.02.1960, Side 4

Vikan - 18.02.1960, Side 4
HRÍMNIR ÆR eru kaldvæðar á haustin, mýrarkeldurnar í dalnum, þegar næturfrostið nær að koma á þær íshemi, sem ekki er hundi helt eftir sólaruppkomu, hvað þá þungstigum manni, en herðist svo aftur, þegar kólnar mcð kvöldinu, verður þá nægilega sterkt til þess, að brotskarirnar rekast ónotalega í öklahnútu og sköfl- ung, þegar skreppur niður úr, — hrumla jafnvel og særa, þegar skrepp- ur niður úr hvað eftir annað, og er þá lítil hlífð að hráblautum, leirugum og götóttum skinnsokkum fremur en gegn kuldanum og keldu- vatninu. Maður-stendur á lágum, sinugráum þúfnahólma, álútur og styðst fram á stafprik sitt. Yfir fjallsbrúninni handan við mýrarsundið haúgir bleikföl mánasigð á engu, því að það er enginn himinn í kvöld, ein- ungis móskuljóst tóm og ekki neitt fyrir ofan myrkan skuggann, sem á daginn er fjall með klettabrúnum, skriðum, gljúfrum, giljum og skorningum, en siðla á haustkvöldum myrkur, samfelldur skuggi, — móskuljóst ekki neitt og bleikföl mánasigð yfir. Og að neðan er skugg- inn bryddur breiðum, sinugráum mýrarborða, greyptum alla vega löguðum, daufgljáandi flögum, þar sem skín á íshemið á keldunum og pollunum í mánalýsunni. Maðurinn á þúfnahóimanum styðst fram á stafprik sitt og starir yfir mýrarsundið í skugga fjallsins. Neðarlega við jaðar skuggans glóir örlítið gullnisti, — ljós í glugga á lágum bæ, sem á daginn snýr veðruðu hálfþili út að mýrinni, en samlagast fjallskugganum í kvöld- myrkrinu. Sauðaþykkni, hugsar maðurinn og starir yfir mýrarsundið, — heitt sauðaþykkni í tveggja marka spilkomu og slátur í trogi, — lifrarpylsa, hlóðmör, vélindi og gellur. Honum svelgist á munnvatninu, og ósjálfrátt axlar hann tóman malinn, rétt eins og hann sé að sliga herðarnar, bregður fyrir sig stafprikinu og özlar út í kelduna að næsta hólma, álútur og hokinn í hnjám. Það er undarlegt með þennan mal, hann er aldrei eins þreytandi byrði og þegar hann er tómur. Sauða- þykkni, hugsar maðurinn og sér tveggja marka spilkommuna í þanka sínum, fyllta að börmum rjúkandiheitri, rauðseyddri haustnyt. Og hann hefur enga viðdvöl i þessum þúfnahólma, özlar keldurnar viðstöðu- laust, heyrir isskænið bresta við hvert skref, en finnur ekki lengur, þegar brestskarirnar særa og hrumla öklahnútu og sköflung, þvi að fæturnir eru dofnir af kulda, — özlar keidurnar í stefnu á gullnistið litla, sem glóir neðarlega við jaðar fjallskuggans, og fyrir vit hans leggur unaðslega angan af heitu slátri, lifrarpylsuiðrum og blóðmörs- keppum, — özlar stuttum skrefum, álútur og hokinn í hnjám og beitir fyrir sig stafprikinu. Hundgá kveður við handan við mýrarsundið, og skugginn tekur undir syfjulegum bergmálsrómi ... — Flakkari, segir hóndi og gengur til dyra, eftir að komumaður hefur sagt til sín gegnum baðstofugluggann. Það er hvorki fyrirlitn- ing, samúð né virðing í röddinni — hún er algerlega hlutlaus, þvi að þessi flakkari er meinleysisgrey, sem öllum stendur á sama um, kann ekki neitt til neins starfa, ekki einu sinni að tæja ull eða spinna hrossr hár, og ekki er neitt til lista lagt, veit aldrei neinar fréttir, er hvorki skemmlilegur né leiðinlegur, hvorki kvensamur, þjófgefinn né lúsugur, enginn flakkarabragur og þaðan af siður mannsbragur að honum. Hann gerir ekki annað en sitja steinþegjandi á fletinu, sem honum hefur verið vísað á, alla vökuna, éta það, sem honum er borið, breiða ofan á sig gæruskinnið, þegar fólk í baðstofunni gengur til náða, og er oftast nær farinn, þegar það vaknar að morgni, — þaklcar ekki einu sinni fyrir sig. Tilhlökkunarglampinn, sem sló í augu heimilisfólksins, er það heyrði hundgána, dofnar út, um leið og það heyrir nafnið, — jafnvei krakkarnir nenna ekki að líta upp frá risli sinu, þegar bóndi leiðir þennan herðalotna, hærugráa og tötrum búna öldung í baðstofu og vísar honum til sætis á auðu fleti yzt við dyr. Vinnufólkið tekur dauflega undir kveðjutuldur gestsins, sem hlammar sér niður á flet- stokkinn, leggur hendur í skaut, starir fram undan sér sljóum, votum og sinnuleysislegum augum undir gráum, loðnum brúnum, lýtur hæru- gráum kolli og virðist hvorki vita í þennan heim né annan, — virðist SkfihniM Gvendur dúllari Simon dalaskáld.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.