Vikan - 18.02.1960, Qupperneq 5
ekki einu sinni taka eftir því, er aldurlinigin grið-
kona dregur af honum böslin eftir bendingu frá
húsmóðurinni, — karbætta, varpslitna kúskinns-
skóna, blauta, leiruga og götótta skinnsokka,
þrenna leirblauta sokkaræfla, — deplar ekki aug-
um við fiss liepnar og svei, þegar bún nýr kulda-
dofna fætur hans með sokkbolunum og ekki mjúk-
lega. SauSáþykkni, hugsar hann, rjúkandilieitt,
rauðseytt sauðaþykkni i tveggja marka spilkommu,
angandi lifrarpylsuiður og blóðmörskeppir i trogi.
Honum svelgdist á munnvatni sínu, og annað lífs-
mark sést ekki með honum.
— Nokkuð að frétta? spyr bóndi áhugalaust og
aðeins til að fá það staðfest, að þessi flaklcari
segi ekkert í fréttum frekar en endranær. Og
þegar flakkarinn lætur á svari standa, brettir bóndi
aftur upp aðra buxnaskálmina, bæði ytri og innri,
leggur holdrosa sauðargærunnar á bert liné sér,
spýtir í vinstri lófa og hvessir egg hnífsins,
rennir henni eftir gærunni og skefur af ullina,
bnitmiðuðum, stuttum strokum.
— Hún er blaut, mýrin, tautar gesturinn lágt,
en virðist ekki hafa heyrt spurningu bónda.
— Eru ekki bæir líka hinum megin við hana?
svarar griðkonan ónotalega og hverfur fram með
böslin.
Smalastrákurinn skilur sneiðina, sem griðkan
réttir að komumanni, fer að hlæja, en hættir sam-
stundis, þegar hann finnur alvarlegt augnaráð
húsmóður sinnar hvíla á sér. Hann litur á einn
af öðrum, hálfskömmustulegur, en sér, að engum
hefur komið til hugar nema honum sjálfum að
hafa gaman af skattyrðum þeirrar gömlu í garð
flakkarans. Enn eitt ólánsmerkið, hugsar smalinn
og finnur roða færast á vanga sér. Það má furðu-
legt heita, hvað þau beinlínis sækja á hann, þessi
ólánsmerki; það gerir bölvuð ekki sen fljótfærnin
og flanið. Eins og hann liafi ekki vitað, að það er
ólánsmerki að gera gys að flakkarvesiingum eða
gabba þá og hrekkja, — eins og honum hafi ekki
verið sagt það oft og mörgum sinnum, að þessir
auðnuleysingjar verði að þola það ólán, sem guð
hefur á þá lagt. Fyrir bi-agðið eru þeir — á ein-
hvern óskiljanlegan hátt — undir sérstakri vernd
guðs á þessu flaklci sínu. Hann kemur fram hefnd-
um við hvern þann, sem gerir þeim eitthvað til
miska, jafnvel þótt maður geri sig ekki sekan um
mcira en það að hlæja að þeim eða henda gaman
að þeim á bak, og eins umbunar guð öllum þeim,
sem víkja góðu að þessum tötraklæddu skjól-
stæðingum hans. Honum hafa verið sagðar ótal
sögur því til sönnunar. — Hvernig var það ekki
með niðursetningsstelpúna, sem gaf soltnum
flakkara í laurni harðfisksþunnildið sitt, eftir að
húsmóðir hennar, sem var liarðlynd og svarlcur
mesti, liafði elcki einu sinni unnað lionum sýru-
sopa til að svala þorstanum, en vísað honum i
lækinn, — varð ekki stelpan síðar prestsmaddama,
en húsmóðirin harðlynda kaunum slegin verð-
gangskerling, sem féll í læk og drukknaði, þegar
hún skreið fram á bakkann til að svala þrosta
sínum? Nei, maður inátti ekki einu sinni amast
Framhald á bls. 34.
Eingöngu elzta fólk
núlifandi man flakk-
arana, eins og þeir
gerðust í sjón og
raun, og áreiðanlega
mun yngra fólki veit-
ast örðugt að gera
sér þessa lánleysingja
og kjör þeirra og ör-
lög í hugarlund, svo
að það yrði í líkingu
við veruleikann. í
grein þessari er leit-
azt við að bregða upp
svipmyndum bæði úr
lífi þeirra yfirleitt og
af nokkrum einstök-
um úr þeim hópi,
sem munast öðrum
fremur fyrir sér-
kennilega framkomu
og persónugerð, ef
það gæti orðið til
þess að vekja ein-
hverja, — einkum af
yngri kynslóðinni, —
til nokkurrar hugs-
unar um þessi oln-
bogabörn sinnar tíð-