Vikan


Vikan - 18.02.1960, Side 14

Vikan - 18.02.1960, Side 14
ÁÐUR EN *-^Ú eru liðin 10 ár, siðan þú byrj- r'1 aðir búskap í tveggja herbergja * * ibúðinni í kjallaranum, og á þeim tíma hefur fjölskyldan vaxið, og þér finnst af ýmsum ástæðum, að þú gætir leyft þér að skipta á stærri ibúð. Þú hefur lengi gengið ineð það i magan- um að kaupa fokhelt, helzt fjögra her- bergja íbúð i blokk, og reyna siðan að létta á útgjöldunum með því að vinna sjálfur að frágangi ibúðarinnar, múrverki og málningarvinnu o. s. frv. Siðan þú fékkst visan kaupanda að kjallaraibúðinni, hefur þú skoðað fast- eignasöludálkana i dagblöðunuin af gaumgæfni. Svo var það um daginn, að þú komst auga á hið gullna tæki- færi: Fokheld fjögurra herbergja ibúð við Hvassaleiti. Án þess að liugsa málið nánar varstu jiotinn af stað til fast- eignasalans, sera hefur skrifstofu i miðbænum. Þú kemur inn i skrifstofu. Grunnteikningar af húsum prýða vegg- ina, og mjög elskulegur maður tehur á móti þér. — Góðan daginn. Nokkuð hægt að gera fyrir yður? — Það var út af fokheldri ibúð. — Og svo dregur þú upp auglýsinguna til nánari skilgreiningar. — Já, þér eruð heppinn. Það er að- eins þessi eina eftir. Það var byrjað að selja ibúðir i þessu sambýlishúsi um miðjan desember, og þær voru næstum allar farnar um áramótin. En sem sagt, það er erin eftir á fyrstu hæðinni, og hér hafið þér teikninguna, gerið þér svo vel. Svo hefurðu teikninguna fyrir fram- an þig, og hjartað hoppar i þínu göf- uga brjósti. Þarna er forstofan svona skinandi rúmgóð, eldhúsið með öllum innréttingum og borðkrók, hjónaher- bergi með innbyggðum skáp, glæsileg stofa móti suðri og gengið út á svalir og barnaherbergi. Þetta er stórkost- legt. En barnalierbergið, já, — er það bara eitt? Var þetta ekki fjögurra lier- bergja ibúð? spyrð þú elskulega mann- inn í djúpa stólnum. — Jú, jú. Sjáið þér til. Það cr dregið strik yfir stofuna hérna, og það væri jú hægt að láta vegg þar, og þá væru þetta fjögur herbergi. Nú hefðum við getað sagt þér, kæri vinur, að hér stóðst þú frammi fyrir mjög algengu svindli: að draga imynd- að strik þvert yfir stofu og kalla það siðan tvö herbergi. En þú áttaðir þig á þvi, sem betur fór. Annars áttir þú auðvitað miklu frekar að spyrja um fermetrafjöldann, þvi að það er hann, sem máli skiptir. Og ef þú hefðir spurt okkur álits, þá hefðum við getað sagt þér, að skipulag ibúðarinnar var alls ekki gott. Flestir milliveggir eru steyptir sem burðarveggir og litlu sem engu hægt að breyta. Svefnhluta og daglegum iveruhluta var eins vendilega ruglað saman og hægt var. Eldhúsið var við hliðina á svefnherbergi hjóna, en gangur á milli stofunnar og eld- hússins. Þú hefðir átt að fá kopiu af teíkningunni og athuga hana í góðu tómi og fá einhvern hlutlausan arki- tekt til þess að bera saman teikning- una og þarfir fjölskyldunnar. En nú heldur þú áfram að tala við fasteigna- salann. KARL SÆMUNDSSON byggingarmeistari hef- ur látið Vikunni í té nokkur atriði, sem gott er að hafa í þuga við kaup á fokheldri íbúð. 1) í hvaða ástandi telst íbúð vera fokheld? Því má svara á þá lund, sé um steinhús að ræða, að mið- að er við, að íbúðin sé að fullu steypt upp ásamt þjim innveggjum, sem teljast burðarveggir, nema not- aðir séu bitar og súlur, gler sé komið í glugga, opnanlegir gluggar séu komnir á lamir og læsingar á þeim í lagi, frá þaki sé gengið með klæðningu, pappa, járni ásamt rennuböndum, í útidyrum séu bráða- birgðahurðir á lömum og Iæsing, — skólp- og vatnslögn sé komin upp úr kjallaragólfi. 2) Kaupandinn byrji á þvf að athuga teikninguna gaumgæfllega og bera saman við þarfir fjölskyld- unnar. Bezt er, að hann hafi arkitekt eða byggingameistara með í ráðum. 3) íbúðir eru ýmist seldar með tvöföldu gleri í gluggum eða án þess. Einangrun húsa er mikilvægt atriði, og kaupandinn ætti að leggja áherzlu á, að tvöfalt gler sé í gluggum, þar sem hann kaupir. 4) Kaupandi athugi, að ekki séu sýnilegir gallar á steypu, og einnig er mikilvægt, að veggir og loft séu rétt, þar sem þau atriði munu koma niður á kaupandanum síðar í auknum kostnaði. Byggingameistarinn segir:

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.