Vikan


Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 18.02.1960, Blaðsíða 16
KVENLEGA „TÝPAN“. Fyrir hana eru ilmvötn eins og t. d. Joy, en það er bara eitt allra dýrasta ilmvatn í heimi. L‘air de Temps hentar jafnt ungum stúlkum sem eldri dömum. Einnig má nefna Diorissimo og Belodga. Af Kölnar- vötnum, sem hæfa henni bezt, eru June night og Appleblossom. „RAFFINERAÐA" DAMAN. Mitsouko og Quadrille eða létt ilmvatn eins og Femme henta bezt fyrir hana. Ef hún vill aftur á móti vekja sérstaka athygli, þá má benda á Bandit og Shocking. Poivre og Sirocco hæfa henni einnig vel, og ekki má gleyma Noire, en það er afar þungt og sterkt. FRJÁLSLEGA KONAN. Henni passar bezt Carnet de Bal, því að hún vill vera sérstæð. Or et Noir og Scandal eru vel til fallin, og hið síðarnefnda lyktar ekki eins skaðlega og nafnið gefur í skyn. Fvrir konur, sem vinna úti, eru Kölnarvötn eins og Shantung, Moustache eða Fraiche alveg til- valin. Þetta er eitt af dýrustu og íburðarmestu ilmvatns- glösum sem framleidd eru — gullslegnar rósir og kristall. SPORTLEGA STÚLKAN. Hún ætti að taka Ma Griffe og Zichy fram yfir flest önnur. Bæði henta vel til notkunar að deginum. Af öðrum ilmvötnum sem hæfa henni, má nefna Le Dix, Gin fizz og Baghari. Annars má geta þess, að Kölnarvatn af góðri tegund á bezt við að deginum til fyrir þessa kvengerð. ■ffráfá', tímoatii il'eq áðnifti MIÐALDRA DAMAN. Hún notar daufan ilm, helzt Köln- arvatn eins og t. d. Yardley, 4711, og Cordon vert. Ágætt er fyrir rosknar konur að nota ilmstifti. E'f þér viljið útbúa inniskó á barnið, þá eru þessir kattaskór afar skemmtilegir. Stærðin á meðfylgjandi sniði er miðuð vlð það, að ferningarnir séu stækkaðir upp í 2 sm hver, og á sú stærð að passa á tveggja ára barn. Svo má auðvitað stækka ferningana eftir því, hvað skórinn á að vera stór. Efniö í þessum skóm er flauel, og þarf ca. 20 sm í þessa stærð á tveggja ára. Fóðrið er úr poplíni, en innan á sólanum er flauel. 1 augun eru notaðar palliettur og perlur, augnaum- gerð og trýni saumað með svörtu garni, en kampar með gráu. Sólarnir eru úr svampgúmmí eða pappa og lítil bjalla er fest sin á hvorn skó. Ytrabyrði, fóður og stíft léreft, sem notað er á milli, er klippt í einu lagi eftir sniðinu b, sem er hálfur skórinn. Eyrað er þríhyrningur, sem þér getið sjálf ráðið stærðinni á. Áður en skórinn er saumaður saman, er saumað út i hann og augun fest á, en síðast eru eyrun saumuð við. 16 VIKAN FYRIR KVENFÓLKIÐ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.