Vikan - 18.02.1960, Side 31
Áður en þú kaupir
fokhelt
Framhald af bls. 15.
Jœja, kunningi. Hvar ætlar þú svo
að fá þessi 100 þúsund, sem þú telur
mismuninn? Reyta saman hingað og
þangað, — aukavinna, víxlar
kannski. Gott og vel. Það kann að
takast. En mundirðu nú eftir því
að spyrja háttvirtan fasteignasalann
að því, hvort þessi 50 þúsund, sem
lánuð voru til 5 ára, byndu ekki
veðrétt 1 íbúðinni, — ef til vill 1.
veðrétt. Það er að minnsta kosti
jafngott að vita það.
En við verðum því miður að
hryggja þig, kunningi. Þú lánaðir jú
stóran hluta af söluverði kjallara-
íbúðarinnar og getur ekki gert ráð
fyrir því nærri strax. En það er þó
ekki hið versta. Þú lézt fasteigna-
salann beinlinis Ijúga að þér. Við'
skulum ekki halda þvi fram, að hann
sé svo fákænn að búast við þvi, að:
öll innrétting, tréverk, eldhússinn-
rétting, hurðir, málning, dúkar og'
raflagnir, kosti ekki nema i inesta
lagi 82 þúsund. Slikir utreikningar
eru hrein fásinna og styðjast ekki
við reynslu.
Við höfum haft tækifæri til þess
að gera samanburð að atliugun !ijá
nianni, sem keypti fokhelda 100 fer-
metra íbúð og gekk frá hcnni á mjög:
venjulegan hátt. Hann þurfti 135
þúsund til þessa frágangs, sem þú
átt eftir, kunningi sæll, og þá er
ekki talin með allmikil vinna, sem
þessi maður innti sjálfur af hendi.
Við fórum yfir byggingavðru- og
vinnunótur frá þessum manni og
gátum staðfest, að allt var rétt. En
þessi ma'Sur byrjaði að ganga frá
íbúð sinni fyrir þremur árum, og
gera má ráð fyrir, að byggingarefni
hafi hækkað talsvert siðan.
Sem sagt: Það var reynt að gj'lla
þetta fyrir þér á þann hátt, að kostn-
aðurinn yrði 50—80 jiúsund krón-
um minni en ætla raá, að hann geti
minnstur orðið.
Þú ert að visu búinn að kaupa,
og það er of seint að iðrast eftir
dauðann. En ef þú hefðir verið gæt-
inn maður, sem vel kunni fótum
sínum forráð, þá hefðir þú ekki lát-
ið hrifast af fortölum manns, sem
var mikið í mun að selja þér. Og
raunar mátt þú ekki ásaka manninn.
Það er hans bisnis að selja, og það
cr mannlegt að gylla hlutina fyrir
kaupandanum.
F þú ræður ekki við það, sem
þú liefur færzt i fang, þá er
engan að ásaka neina þig
sjjálfan. Þú hefðir gjarnan mátt tala
við einhverja kunnuga menn á þessu
sviði og þá ekki sízt menn, sem
voru búnir að byggja sjálfir. Þeir
•eru þó reynslunni rikari. Þú þekktir
•ef til vill fagmenn i byggingariðn-
aðinum, og þeir hefðu gert sann-
gjarnar áætlanir fyrir þig. Svo má
benda þér á það, að arkitektafélagið
hefur komið upp stofnun, sem heitir
Byggingarþjónustan, og þar eru
ýmsar notadrjúgar upplýsingar
gefnar. Þegar þú varst búinn að
afla þér raunhæfrar þekkingar á
áhjákvæmilegum útgjöldum, var timi
til þess kominn að rannsaka láns-
fjármöguleika og fjárreiður þinar.
Þá hefðir þú ef til vill komizt að
þeirri niðurstöðu, að þig vantaði
alldrjúgan skilding, sem engir mögu-
leikar væru á að útvega í náinni
framtíð. Með þá niðurstöðu dugir
ekki að leggja af stað, — að minnsta
kosti ekki i svo mikið fyrirtæki sem
100 fermetra ibúð er. Þú hefðir þá
fremur klofið það að byggja þriggja
herbergja ibúð, 70—80 fermetra. Það
hefði verið betra en kjallarinn og
hefði nægt þér fyrst um sinn. Ef
þú byrjar á framkvæmd, sem kostar
rúmlega 400 þúsund og hefur 300
þúsund til umráða, þá má líkja þér
við mann, sem önglaði saman nokkr-
um krónum og tók sér far með flug-
vél til útlanda, en þar þraut féð, og
hann komst ekki heim. Þú verður
að sjá svo um, að þú komist lieim.
Þú skalt ekki heldur reikna dæmið
þannig, að það hafist, ef þú vinnur
aukavinnu til miðnættis á hverjum
virkum degi. Það er einskis virði að
selja kjallaraibúð og kaupa aðra
betri, ef þú getur ekki lifað lífinu
næstu ár. Þá ert þú sjálfur orðinn
þræll. Þá mælum við frekar með því,
að þú takir ibúð á leigu, ef þú get-
ur alls ekki sætt þig við gömlu
íbúðina, — og minnizt þess, að mað-
urinn er aðeins einu sinni ungur
og það er hart að þurfa að hneppa
sig i þrældóm á bezta aldri, þegar
þú ættir freniur að nota tómstundir
þinar til þess að víkka sjóndeildar-
liring þinn á sem flestum sviðum.
Að lokum þetta, kunningi sæll:
Ef ])ú getur ráðið við þetta, sem þú
hefur lagt út i, og ert ákveðinn i því
að berjast til þrautar, þangað til
allt er klappað og klárt, þá viljum
við ráða þér að byrja á þvi að fá
innanhússarkítekt til þess að líta á
íbúðina með þér og leggja þcr ráð.
Hann kann að hafa ýmsar góðar
hugmyndir i pokahorninu, bæði um
útlit og hagkvæma innréttingu. og
hann tekur ekki nema 100 krónur
fyrir ómakið. Það er næstum þvi
víst, að þær krónur færð þú borg-
aðar tífalt.
G. S.
— Kæri viðskiptavinur! Ég verð
að hryggja yður með því, að sætið
fylgir alls ekki með í kaupunum
þegar útborgunin er engin!
ILM
Karmelhi-sósa er það sem ffthBV
vantar í rjómahjúpinn á tertuioai, f
búðinga eða aðra ábætisrétti.
Fleira gott í túpum:
Kryddsfld
Sykursíld
.Tarðarberjaeulfo >
Mayonnese
Lplukaka með ILII4 raspi og rjoma
er lausnin á vandamálinu um kaffitertuna eða ábætisrétt, sein vekja mun ánægju
gestanna og fjölskyldunnar.
nýtt
ILMA
Ávaxtahlaup f túpum til - .reyta
með tertur, kökur, ábætisritti o. fl.
Gult — Rautt — Grænt
Heildsölubirgðir
Sltiphðlt Vr
SKIPHOLTI 1 • REYKJAVÍK
Sími 2-37-37.
Ilma raspurinn er ómissandi
við ýiniskonar pönnusteikur,
kótelettur, fisk o. f 1.; gefur
matnum óviðjafnanlegt bragð
og fallegan rauðgullinn lit.
VIKAN
31