Vikan - 18.02.1960, Qupperneq 33
TAPAÐ AÐ EILÍFU er það fé sem ekki kemur inn í fyrirtæki yðar í dag. TAPAÐUR ágóði
kemur ALDREI aftur. Komið í veg fyrir ágóðatap, liggið ekki lengur með vöruna en
frekast er unnt, vextir eru háir og dýrir fyrirtækinu, umsetjið hraðar. Náið til kaupendanna
á einfaldasta og ódýrasta hátt, auglýsið í VIKUNNI.
V I K A N kemur V I K U eftir V I K U inn á flest heimili landsins og er lesin af flestum
þeim sem kaupa vörur og þjónustu í landinu.
-TuiJiJiJTJxrunjxnjnjTj^^
IHinnkandi vclta
Framli. af bls. 18.
— Það verður auðvitað að fara að þessu
með mikilli gætni.
— Ég vil taka það skýrt fram, að við ger-
um ekkert, nema við séum aiveg vissir i okkar
sök og getum nefnt hlutinn, sem tekinn hefur
verið, og hvar hann hefur verið látinn. Oftast
er það tilviljun, að maður leiðir grun að ein-
hverjum, því að 99% viðskiptavina koma
hingað í heiðarlegum tilgangi. En hins vegar
er ég alveg viss um, að allir þeir, sem stunda
þessa iðju, eru teknir fyrr eða síðar. Þeir
hafa öðruvísi framkomu en gengur og gerist
um heiðarlegt fólk.
— Hvernig bregzt fólk við því, þegar það
er staðið að verki?
— Flestir brotna, en sumum finnst þeir
ekkert afbrot hafa framið. Þið getið ekki
ímyndað ykkur, hvað það er leiðinlegt, þegar
svona lagað kemur fyrir, — já, maður er ein
taugahrúga á meðan. En það kemur aldrei
fyrir, að maður sé yfirheyrður frammi í búð-
inni. Eg kalla ævinlega á viðkomandi hingað
inn fyrir. Langoftast hefur verið um nokk-
urra króna verðmæti að ræða, og margir bera
sig ákaflega aumlega, sem von er, en við
látum ekki frá okkur neinar upplýsingar um
þetta fólk til annarra aðila.
— Heldur þú, að fólk leiðist út í hnupl fyrir
fátæktar sakir eða af öðrum orsökum?
— Það er ekki að sjá, að þetta fólk sé
fátækt, nema síður sé, en þó kemur það fyrir,
að borið sé við slæmum ástæðum og veikind-
um. Manni finnst sumir iðrast, — en verið
getur, að það sé leikaraskapur, og ef til vill
eru þeir forhertastir. Sumir hafa komið hing-
að seinna til þess að verzla, en yfirleitt lætur
þetta fólk ekki sjá sig framar, og ég hef trú
á því, að það hafi fengið þá lexíu, að það
leggi ekki mannorð sitt í sölurnar fyrir fá-
einar krónur.
VIKAN
33