Vikan


Vikan - 10.03.1960, Qupperneq 17

Vikan - 10.03.1960, Qupperneq 17
„Púðaaðferðin“ — liggjandi á gólfinu marflöt. Handleggir niður með síðum. Sá hægri er að verða blýþungur .. . AÐ eru aðeins fáir menn, sem eru frá nátt- úrunnar hendi þannig gerðir, að þeir geti hvílt líkamsvöðvana algerlega og einangrað sig frá umhverfinu. Mikill hluti af hinu indverska jóga-kerfi er einmitt í þvi fólginn að „slappa al- veg af“, andlega og líkamlega. Flestir jógar taka sér þannig hvíldarstund á degi hverjum, er sál og líkami safna nýjum kröftum. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, að menn í Vestur- Evrópu gerðu sér grein fyrir, hve mikilvæg slík hvíldarstund er fyrir andlegt og líkamlegt heilsufar. Auðveldasta aðferðin við þessa afslöppun er sú að liggja á bakið á góifinu með handleggina nið- ur með síðunum. Maður byrjar á að ímynda sér, að hægri handleggurinn sé alveg blýþungur. Með því að halda nógu fast við þessa ímyndun kemur það í ljós, að handleggurinn verður raunverulega þungur. Við að endurtaka þessa æfingu nokkr- um sinnum verður þetta mjög auðvelt. Á sama hátt má æfa alla aðra vöðva líkamans, þannig að með því að leggjast niður eins og áður er sagt má á nokkrum mínútum ná algerri hvíld. Jafnhliða vöðvaafslöppuninni má gera öndun- aræfingar, sem eru mjög mikilvægar. Það virðist í fljótu bragði spaugilegt að fullyrða, að fólk kunni ekki að draga andann á réttan hátt. En það er víst þannig um flesta, að þeir fara ekki alveg rétt að því, en það er bót í máli, að fljótlegt er að læra það. Norskur læknir, Braatöy að nafni, hefur sýnt fram á, að innöndun og útöndun eigi ekki að vara jafnlengi. Innöndunin eigi að vera styttri. Innöndun og útöndun eiga að fylgjast að, en á eftir útöndun á að vera aðeins hlé. Ef þessar öndunaræfingar eru gerðar jafnhliða afslöppun- inni, næst mjög skjót og gagnleg hvíld fyrir tauga- kerfið. Fyrir byrjendur í afslöppun er „púðaaðferðin" ágæt. En hún er þannig, að smápúðum er stungið undir hnakka, handleggi og hnésbætur. Púðarnir verka þannig, að maður eins og svífur í lausu lofti, og það auðveldar afslöppunina. Að snyrta sig á hálflíma T> ÉR hafið aðeins hálftíma til þess að klæða yður og snyrta, áður en þér farið í leikhúsið. Er það nægur tími? Já, auðvitað, svo framarlega sem þér getið verið ró- leg, en ef þér æsið yður upp, fer ullt i handarskolum. Ilér er tíma- áætlun, þar sem reynt er að láta þessar 30 dýrmætu minútur end- ast svo lengi sem unnt er. Fyrsta skilyrðið var víst að vera. róleg, og það er enginn vandi, ef þér eruð búin að ákveða nákvæm- lega, í hverju þér ætlið að vera. Það er alveg tilvalið að hugsa um þetta á lieimleiðinni í strætisvagn- inum. En þér verðið að halda fast við það, sem þér eruð búin að ákveða, þoi að jafnvel smábreyting getur tekið s\o langan tima, að hún eyöileggi áætlunina. Byrjið á því að setja klukkkuna, þar sem þér getið séð á luma. Tin- ið saman fötin, sem þér ætlið í, ásamt skartgripum, veski, hönzkum og slœðu, og leggið allt á rúmið. Ef til vill vantar hnapp, eða saum- spretta kemur í Ijós. Því verður að kippa í lag í flýti. Ekki skjálfhent, — það dugir ekki að æðrast. Við- gerffin teknr í hæsta lagi fimm minútur. Hreinsið andlitið með kremi, og fjarlægið varalitinn. Næst er að Framhald á bls. 21. •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Baby-strauvélin er tilvalin fyrir fá- menn heimili. Hún hefur það fram yfir margar aðrar vélar að vera fótstýrð. Taska og skór fyrir dömu á byrjunarstigi. Hvorutveggja er úr svörtu leðri, með hvít- um stungum. fsl.'framleiðsla. Minerva-skyrtan er merk nýjung í skyrtuframleiðslunni, þar sem hún losar yður við hinar erfiðu strauningar.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.