Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 9
lienni. — Sérðu hvað stendur hérna, sérðu þessa tölu? Minnið er reynd- ar farið að bila, en þessa tölu man ég þó. Sérðu, að það stendur 50.000? Og veiztu hver á þetta númer?! Jakob þoldi ekki meira, hann lét fallast niður í ruggustólinu og tók andköf af geðshræringu. — Hefi ég ekki alltaf sagt það?! — Náðu i happdrættismiðann! — Ó jú, það hefurðu. María þurrk- aði sér um augun með svuntuhorn- inu sinu og snýtti sér um leið. — Ég get bara ekki með nokkru móti komið fyrir mig ... Röddin varð allt í einu rám. — Ég get ekki mun- að hvar miðinn er. Hann átti áreið- anlega að vera hérna með hinum bréfunum! Jakobi svelgdist á af hræðslu, þaut upp úr stóinum, hrifsaði skúff- una út lir höndunum á henni og hvolfdi úr lienni á gólfið. — Ég fleygði nokkrum gömlum miðum í gær, tautaði María, — nokkrum gömlum, auðvitað ekki þessum nýja. Geturðu imyndað þér livað orðið er af honum? Jakob rótaði góða stund i bréfa- hrúgunni á gólfinu, setti upp gler- augun og sléttaði vandlega úr hverju eiuasta snifsi. — Hann var orðinn iskyggilega þögull. Að lokum reis hann á fætur og sagði stillilega: — Þú hefur fleygt miðanum frá því síðast. Hér er miðinn frá því þar á undan og hann hefir þú geymt. María hikstaði og þaut inn i eld- hús, og sagðist þurfa að bjarga ein- hverju, sem syði upp úr. En elda- vélin var köld og það stóð ekkert á henni. — Þarna getur þú séð! hrópaði Jakob æstur. -— Þú manst ekki einu sinni, hvort þú hefur eitthvað á eldavélinni. Það lækkaði snögglega í honum, og hann leit ekki á hana um leið og hann sagði: — 'Þú hefur þá líklega ekki lirennt honmn? — Ég henti einhverju í rusla- tunnuna í gær, stundi hún, — en ])að var hara gamalt drasl. Happ- drættismiðinn getur ekki hafa far- ið með þvi. Hann hlýtur að hafa orðið eftir. — Hlýtur að hafa orðið eftir, end- urtók Jakob áherzlulaust, hann stóð undir glugganum og sá gulnuð l)löðin þyrlast fyrir utan. Snögglega þreif hann hatt sinn og rauk út. — Hún hefir ef til vill ekki verið tæmd ennþá, hrópaði hann neðan úr stiganum. .Takob Monsen hvolfdi úr ösku- tunnunni. Þar voru kálblöð, basar- miðar, gatslitnir inniskór, gömul bréf ásamt mynd af ungri stúlku — myndin var rifin í tvennt og sagði raunalega sögu um óhamingjusama ást. En gamli Jakob velti ekki vöng um yfir slíku á þessari stundu. Hann var að leita að hlut, sem líktist mjög peningaseðli. Konurnar í nágrenninu voru orðn- ar forvitnar. — Hefurðu týnt einhverju, Jakob? — Já, teskeið, skrækti hann og rótaði eins og óður væri. — Ruslatunnurnar voru tæmdar í morgun, sagði ein þeirra — þú skalt hafa tal af bilstjóranum, því liann er vanur að fara gegnum alla hrúguna, til þess að sjá, hvort hann finni ekki eitthvað verðmætt. Jakob gekk út á götuna. Hann fylgdi Birkigötunni niður að torgi Framhald á bls. 31. •2)r. yflattkíaá J( onaáion skrifar í þessum þætti þætti um barnið sem fellur og flæmist milli skóla. Allir hugsandi foreidrar ættu að lesa um þessi mál. UTANVELTU f NÁMI. „Hérna er sæti, gerðu svo vel.“ Ég liafði víst silazt nokkuð þunglamalega aft- ur eftir strætisvagninum, úr því að hún áleit mig svona þurfandi fyrir sæti. Hún stóð þarna fyrir framan mig og reytti út úr sér gúmmítugg- una, meðan hún beið þess að ég hlammaði mér i sætið. En ég afþakkaði. „Sittu bara, góða mín, ég er ekki fótaveikur.“ Hún hristi höfuðið, svo að hrokkinlokkaður geislabaugurinn þyrlaðist til. Þá þekkti ég hana: „Þú lékst einu sinni við mig. Leikur þú aldrei við krakkana aftur?“ „Hvað ert þú að þvælast í Kópavogsstrætó svona seint? Átt þú ekki heima í Kleppsholt- inu?“ En þá fékk ég að vita, að Dóra var flutt. Hún gekk nú i Kópavogsskóla. Það var 6. skól- inn hennar. í vor er leið féll liún á barna- prófi og varð að setjast aftur í 12 ára bekk i haust, og raunar lijá nýjum kennara. Um miðjan vetur hafði hún svo skipt um skóla, þegar foreldrar hennar fluttust. Og nú var hún á heimleið „úr bænurn" með hálftólfbíl eins og ég. Dóra hefur eiginlega aldrei komizt nema í dyragætt skólans. Hún tilheyrir þar engum, engum hefur þótt vænt um hana, sýnt henni traust, né staðið við hlið hennar. Tengsl henn- ar við skólann markast eingöngu af lögum og reglugerð. Hún á 4 yngri systkini, og fjölskyld- an hrekst úr einni leiguíbúð í aðra. „Aðeins barnlaust fólk kemur til greina“. „Hvernig líkar þér í nýja skólanum?“ „Mér er svo sem alveg sama.“ Strætisvagninn æddi gegnum náttmyrkrið, niður kirkjugarðsbrekkuna, og krapið spýtt- ist undan hjólunum. Skyldi skólanum vera hlýrra til Dóru? Skyldi nokkuð annað hafa gerzt en að Dóra var horfin úr dyragætt eins skóla og slóð nú jafn frainandi í anddyri hins næsta? Iiafði hún raunverulega nokkurn tíma verið í skóla? 'BÖRN HREKJAST MILLI SKÓLA. Þau börn eru ófá, sem lenda i sifelldum hrakningum milli skóla og kennara. Þegar foreldrar flytjast búferlum, verða börnin oft- ast að skipta um skóla. Margir foreldrar gera sér enga grein fyrir þeim erfiðleikum, sem þessi umskipti valda barninu. Því flytja þeir barnið oftar milli skóla en nauðsyn krefur. Ég þekki börn, sem þannig voru flutt milli skóla, þegar þau voru í 12 ára bekk, þ. e. á siðasta ári fyrir lokapróf barnaskólans. Slíkt atferli foreldra lýsir ekki miklum skilningi á þeim aðstæðum i skóla, sem barni eru nauð- synlegar, ef það á að ná fullum árangri i námi. Til þess þarf barnið einmitt sterk persónu- tengsl við bekkjarsystkini sín og kennara. Þau eru rofin, þegar barnið flytst úr skólanum, og það tekur langan tima og kostar áreynslu, að þau takist að nýju. Af þessum sökum má aldrei flytja barn milli skóla á miðjum vetri, nema foreldrar þess flytji beinlinis i annað hérað eða sérfræðing- ar telji nauðsynlegt, að barnið breyti um um- hverfi, enda séu þá gerðar sérstakar ráðstaf- anir til þess að auðvelda barninu aðlögun i nýja skólanum og vekja áhuga nýja kennar- ans á því. Tiðir flutningar milli skóla — og jafnvel þótt aðeins sé milli bekkja og kennara — geta valdið því, að barn festi ekki rætur í neinum skóla, njóti ekki til lengdar áhrifa kennara, sem þyki vænt um það, skooi það sem sinn nemanda og leitist við að glæða áhuga og móta skapgerð þess. Það tekur sinn tíma, að kennari og nemandi kynnist og að milli þeirra myndist sterk tilfinningatengsl. En þegar þau hafa myndazt — og ef þau geta myndazt — má ekki slíta þau jafnharðan með þvi að flytja barnið úr skólanum eða i annan bekk. Sumir foreldrar gripa til þess ráðs, ef þeim þykir barni sinu sækjast námið illa, að flýtja það í annan skóla i þeirri von, að þar taki það skjótari franiförum. Sú ráðstöfun er þó Framhald á bls. 29. Barnið í skóla- gættinni VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.