Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 20
Í'S glæsilegu og miklu byggingar, sem þar gnæfðu. Ég er orðinn hluti af þessu öllu saman, hugs- aði hann. Meira að segja mikilvægur hluti. Mér hefur hlotnast það, sem ég hef þráð allt mitt líf — auður og áhrif. Nú er aðeins eftir að vita hvernig ég get haldið því striki, fram hjá dyfliss- unni. Hosmer varp þungt öndinni. Og enda þótt eng- inn væri til að horfa á hann, gekk hann hröðum skrefum og teinréttur inn ganginn. Hann gekk alltaf hröðum skrefum og alltaf teinréttur, bar höfuðið hátt og sveiflaði örmunum ákveðið. Sem snöggvast nam hann staðar, þóttist sjá skugga bregða fyrir fram undan. Eftir fimm ára dvöl í Austurlöndum fjær, var varúð hans orðin svo næm, að hann hafði alltaf hugboð um hættuna, ef hún var í nánd. Það var ljós inni í skrifstofu hans. E’kki höfðu þvottakonurnar þó kveikt; þær kveiktu alltaf öll ljós samtímis á hæðinni. Þetta var aðeins eitt ljós og bar daufa birtu. Reiðin bar varúð hans ofurliði, hann gekk hröðum skrefum að dyrunum og hratt upp hurðinni. Skrifstofan var stór og rúmgóð, í nýtízku Aust- urlandastíl; veggirnir bláir og tjaidaðir daufgráu silki, indversk ábreiða á gólfinu, handofin, dauf- blá að lit. Lágvaxinn, ungur og sakleysislegur maður bograði við peningaskápinn og var að bisa við að ópna hann. „Hættu þessu!" öskraði Hosmer. Ungi maðurinn leit ó hann blágráum, nærsýn- um augum og virtist undrandi. Hann rétti úr sér og virtist ekkert vera að flýta sér að neinu. Hann hafði ljóst, hrokkið hár, greitt aftur og haldið í skefjum með einhverskonar feiti og lítið, ljóst yfirvaraskegg. Hann var áberandi varaþykkur, og á hægra hvarmi hans var ör, sem gerði augna- lokið hálfmagnþrota. Hann gekk hægt og lúpulega í áttina til Hos- mers, dró á eftir sér fæturna og laut höfði. Svo tók hann undir sig stökk, svo eldsnöggt, að um ósjálfrátt viðbragð virtist einna helzt að ræða. Og enda þótt hann væri mun lægri maður en Hosmer skall vöðvastæltur líkami hans með slíku feiknaafli og þunga á hinn tröllaukna mann, að því var líkast sem kletti hefði verið varpað að honum. Hosmer féll við, og skyndileg undrun hans varð reiðinni yfirsterkari. Hið sakleysislega og ódjarfa útlit náungans hafði sízt af öllu gefið til kynna, að hann byggi yfir slíkri snerpu og kröftum; þar að auki var hann lítill vexti, en hver vöðvi hans mjúkur og stæltur eins og stál- fjöður. Höggið hafði komið á Hosmer skammt fyrir neðan beltisstað, og nú teygði hann hend- urnar að andliti Hosmers, leitaði augna hans með fingrunum. „Svona, Mick, þetta er nóg í bili,“ var sagt lágri röddu með suðrænum málhreim í dyragætt- inni. „Ég kæri mig ekkert um að lenda í raf magnsstólnum fyrir morð eða morðtilraun." „Hann kjaftar frá, Will. E’f hann getur það ekki, hefur ekki nokkur maður minnstu hugmynd um að við höfum nokkurntíma komið hingað." Hinn ungi og tröllsterki maður hafði drafandi málróm og röddin var hrjúf og lét illa i eyrum; leyndi sér ekki að hann var betur gefinn til likam- ans en sálarinnar. „Láttu hann lausan." sagði sá hinn mjúkmáli. „Þú heyrir hvað ég segi, Mick." Mick sleppti seinlega tökum á Hosmer, og ber- sýnilega mjög gegn vilja sínum. Hann gekk aftur á bak upp að veggnum, reiðubúinn til áhlaups ef með þyrfti. Þessi nýja, spennandi fram- haldssaga byrjaði í síðasta blaði Gráhærði maðurinn, sem talað háfði til Micks úr dyragættinni, kom nú inn fyrir. Hann Var full sex fet á hæð, en svo magur og grannvaxinn, að hann virtist jafnvel enn hávaxnari. Hann var nauðrakaður og snyrtur, og fötin, sem fóru hon- um mjög vel enda þótt Þau væru nokkuð farin að láta á sjá, voru vönduð að gerð og úr dýru efni. Hann gekk hægum skrefum inn á gólfið, í birtuna, og enda þótt mjög bæri á því hve nef hans var þunnt og hvasst, voru það augu hans, sem bundu athygli Hosmers. Þau voru grá og brosmild, en um leið svo köld, að jafnkalt augna- ráð þóttist Hosmer aldrei hafa séð. Hái maðurinn gekk svo mjúkum skrefum, að hann virtist einna helzt líða eftir gólfinu, bar sig virðulega og var auðséð, að það var honum eiginlegt. Hann tók sér sæti i mýksta og bezta stólnum, sem þar var inni, hagræddi sér svo að sem bezt færi um hann, og strauk skarlatsáklæð- ið fingurgómum eins og hann vildi sannfærast um, að ekki væri um neina eftirlíkingu að ræða. Hann virti Hosmer forvitnislega fyrir sér og var ekki laust við að hann kímdi. Hosmer lá um hrið á gólfinu og barðist við að ná andanum eftir höggið. Loks reis hann hægt á fætur og reyndi eftir megni að halda virðuleik sinum rétt eins og ekkert hefði í skorizt. Will Roth var hörkulegur maður, og gat skotið hverj- um sem var skelk í bringu. Hosmer hafði þekkt hann i full tíu ár. Þrátt fyrir allan sinn fram- komuglæsileik og brosmildi, var Will Roth það mesta hörkutól og samvizkulausasti hrotti, sem hann hafði nokkru sinni kynnzt. Hosmer gekk, reikull í spori, yfir að stól sínum við rauðviðarskrifborðið og tók sér sæti. Will Roth kveikti sér í einni af þessum tyrknesku sigarettum, sem hann reykti jafnan, festi hana vandlega í handsorfnu munnstykki úr fílabeini og veifaði reyknum frá sér, magurri og hnúa- berri hendi. „Hvað — Hosmer," sagði hann. Hosmer veittist dálítið örðugt að koma upp orði fyrst í stað. „Ég býst við að ég ætti ekki að láta mér bregða, þótt ég kæmi að þér við þetta starf, Will. Ég sá þig skjóta mann i bakið í Singapore; ég hef séð þig svikja sparifé af öldruðum konum . . Will brosti fölvum vörum. „En þú þykist víst ekki svíkja nema karlmenn, Hosmer?" „Ég játa fúslega að ég er ekki neinn engill. En ég kann mér þó nokkurt. hóf," svaraði hann. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.