Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 23
á henni þessari, ef þið flýtið ykkur ekki. Þetta dugði, og krakkamir fóru með þeim inn í herbergið, sem þau höfðu ekki getað skoðað. Þar komu þau að stiga, sem lá niður á við, en þar voru ekki nema átta tröppur, og þar voru dyr, sem annar mað- urinn opnaði, en hinn ýtti krökkunum inn með harðri hendi. Síðan lokuðu þeir og sneru lyklinum. Þau voru alveg agndofa og gátu ekki sagt neitt. En loks rauf Jörg þögnina og sagði: — Hvernig eigum við að komast héðan út, þar sem við erum lokuð inni i herbergi langt niðri í jörðu? — Við erum að hugsa málið, anzaði Tom, — en nú skulum við nota timann og skoða okkur um í herberginu. Þau kveiktu á vasaljósunum og litu í kringum sig. Þarna inni voru þrjú rúm með koddum og dýn- um, eitt borð, þrír stólar og eitt. stórt skrif- borð með fimm skúffum. En þegar Hall- dóra ætlaði að fara að opna skúffurnar, voru þær læstar allar saman. Þau settust og tóku að hugsa ráð sitt. — Það eina, sem ég held að við getum gert, er að skjótast út, þegar þau koma hingað inn, en það verður bara að vera einn, því að þau mega ekki sjá það, sagði Tom. Og þau féllust á uppástunguna. — En það verður annað hvort að vera þú, Jörg eða ég, sagði Tom. — Já, sagði Jörg. — En við gerum þetta ekki fyrr en á morgun, sagði Astrit. — Við getum skipzt á að sofa, af því að við verðum að sofa eitthvað, sagði Hædá, og þau féliust á það. — Það er bezt að Beta, Jörg, Astrit og Peter fari fyrst að sofa, en Halidóra, Hæda og ég vekjum ykkui' klukkan þrjú, sagði Tom. — Svo vakið þið en við sofum. Við verðum nefr.ilega að vera vel á verði, sagði Hæda. Astrit, Beta, Peter og Jörg lögðust nú upp í rúmin, Beta og Peter saman en Astrit. og Jörg sitt í hvoru rúminu. Brátt voru þau sofnuð. En I-Iæda og Tom settust á stólana og gæddu sér á nestinu. Þau fengu sér sína brauðsneiðina hvert og sitt glasið af ávaxtasafa. Astrit hafði tekið það mikið af nesti til handa þeim, svo að nóg var handa hinum, þegar þau vöknuðu. Þegar þau voru búin að borða, fóru þau að tala saman í hálfum hljóðum. Klukkan var orðin tiu mínútur í eitt, og enn hafði ekkert skeð. En nú var lyklinum snúið og inn kom annar maðurinn, sem hafði verið í eldhúsinu að tala við fröken Sörensen. Hann lét sem hann sæi ekki krakkana en strunsaði að skrifborðinu, tók lykla og opnaði efstu skúffuna og tók upp eitthvað, sem líktist helzt landabráfi, læsti siðan skúffunni, tók bréfið með sér, fór út og iæsti dyrunum. — Hvað skyldi hann ætla að gera með þetta, sem hann var með? spurði Halldóra. — Það veit ég ekki, sagði Tom. — En nú er ég orðinn syfjaður. En þið? — Já, ég er orðin syfjuð, sagði Hæda. — En hvað er klukkan? spurði Halldóra Tom. — Hún er tuttugu mínútur í þi*jú. — Þá fer tíminn óðum að styttast, sagði Hæda. Halldóra var eitthvað að fikta við borð- ið, sem þau sátu við, og kom hún þá við eitthvað og fann hún, að það var skúffa. Hún tók í haldið og skúffan opnaðist. Hún sagði Hædu og Tom frá þvi, og þau kveiktu á vasaljósinu og lýstu niður í skúffuna. Þar voru spil, lítil vasabók, vasaljós og landabréf. i Hér á þessu taflborði er verið að dansa. Svörtu, kringlóttu reitirnir eru átta og tákna herrana, hvítu reitirnir eru jafnmargir og tíkn.-i dömurnar. Færið nú dömur og herra þannig, að eitt par verði í hverri röð, bæði lóðrétt og lárétt. o o o o 0 o m o o o m I þessari mynd eru 13 skekkjur. Hversu fljót eruð þið að finna þær? Skrifið skekkjurnar niður, jafnóðum og þið finnið þær. Lausniruar hér fyrir neðan — á hvolfi. Mismunur í 7 atriðum m Finnið öll atriðin á tveim mínútum © Þá er eftirtektin í lagi •juunjunAS b jnpuajs uuuntpjgjog ‘81 ’^UQl JO IIIB -19 UBJJ3U g« tuututuqgjoq J UBUJT 2X 'SJS J° III® UB -junAg 'XI 'suio 15X5(3 njs iunu[9i'5x t? juujtíuug -ox 'bSuba uinjoAq j ja ub -IsgtojSjpq ujs '6 ‘811X8 uinjxsj b 15(513 J3 jBuunsnnjs bjubisjbji -.g -gBjs wnsi5(05(8 b J3 uipuíx\i j, -jnjajj pfjc} jnjaq e.SJ0H '9 'nn!>inp UBjipq jbjuba '£ •tuutupjqgJoq p jnpuajs uujpog -p -jbjuba oi 'JN ’8 'bsja -nuji oaj JnjDq uB5j5(nia '8 'suia isjsja nJ3 uipjofjBSSno -j tusnBg VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.