Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 24
r mmrm Uússncsk ■Mollywood Nú eru uppi ráða- gerðir um það að byggja geysistóra kvikmynda- borg í nágrenni Moskvu — með sama sniði og hin ameríska Holly- wood, en miklu stærri. Teikningarnar af þessu kvikmyndaveri sýna svo geysimikið landflæmi og „rúmt vinnupláss“, að ætlað er að hægt verði að taka um 150 útisviðs- myndir samtímis. Aætl- aður kostnaður við þessar fyrirhuguðu framkvæmdir er um 200 millj. rúblna. Er allt útlit fyrir, að Itúss- arnir ætli að veita Bandaríkjamönnum harða keppni, einnig í kvikmyndaiðnaðinum. v---------------------------J Anette Vadim Aneíte Vadim er dönsk læknisdóttir, sem öðlast hefur frægð í kvikmyndaheiminum — aðallega vegna hinna sérlegu fögru augna sinna. Er hún hafði lokið námi í gagn- fræðaskóla, lýsti hún því yfir, að hún ætlaði að gerast hjúkrunarkona, en hætta allri venjulegri skólagöngu. Fjölskylda hennar bjó þá á Skógarhöfða við Eyrarsund og Anette fékk seglskútur og vatnsskíði alveg á heilann og vanrækti jafnvel námið í hjúkr- unarkvennaskólanum. Og hún varð svo fær í vatnsskíðaíþróttinni, að ári seinna, er hún fór til Englands á námskeið í barnagæzlu, venii hún kvæði sínu í kross og varð vatns- skíðakennari við þekktan baðstað. Þar vakti þessi unga stúlka geysiathygli fyrir yndis- þokka og fagran vöxt og þegar hún kom aftur heim til Danmerkur lét hún reyna sig sem sýningarstúlka með þeim árangri, að stuttu seinna var hún orðin ein sú eftirsótíasta á Norðurlöndum. Síðan hélt hún til Parísar ásamt systur sinni, Merete. Þar sóttu þær um sýningarstúlkustarf, og voru báðar ráðn- ar á stundinni. í París hitti Anetie hinn þekkta leikstjóra Roger Vadim, sem þá var harðgiftur Brigitte Bardot. Þetta varð ást við fyrstu sýn, Vadim yfirgaf Bardot sem snarast og kraup að fót- um hinnar norrænu kvinnu. Strax og lög- legur skilnaður var kominn um kring, gift- ust þau, og Vadim hefur nú látið hina fögru eiginkonu sína fá hlutverk í tveimur nýjum myndum, sem við fáum líklega bráðum að sjá. Anette hefur fengið óteljandi tilboð frá dönskum kvikmyndafélögum, en hún hefur hafnað þeim öllum: „Hjarta mitt tilheyrir París og þar vil ég lifa og starfa“. — — Það er alltaf hressandi a heyra andmæli. — Vertu blessaðu og gangi þér vel í framtíðinni. - — Annaðhvort mömmu eða slökkviliðið — og flýttu þér nú. — öayne THansfield er dökkhærð í nýrri kvikmynd, sem tekin er í Englandi og heitir Áskorunin. Jayne leikur þar fátæka stúlku, sem dreymir um auðæfi og ó- hófslíf. Anthony Quayle leikur vin hennar í myndinni, — þann, sem sér henni fyrir aurum, oft- ast samt á ólöglegan hátt. Áskor- unin er sakamálamynd, en kvað hafa „happy end“. (Qo-nm t, Q-zúb&n í Þýzkalandi er hún aðeins nefnd Conny. Allir þekkja þessa ungu og fallegu stúlku, sem dansar og syng- ur sig inn í hjörtú áhorfenda. Conny Froboes var aðeins sjö ára, er liún byrjaði að syngja — lög, sem pabbi liennar hafði samið. En þá liomeng- um til liugar, að telpan ætti eftir að verða víðfræg dægurlagasöngkona og kvikmyndastjarna. Þótt Conny sé enn aðeins sextán ára, hefur hún sungið inn á fjölda hljómplatna, sein allar liafa’ náð njetsQlu, og .leikið í nokkrum kvík- myndum, sem mjög vinsælar hafa orðið á meginlandinu. '

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.