Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 28

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 28
Morð undir Jökli Framh. a£ bls. 5. ul augu sem rýndu útum baíSstofugluggann: húnfreyjan aldraða, Katrín, liafði heyrt hljóð- in og staulaðist nú sem hraðast hún gat á sokka- leistunum útað heygarði. Sonur hennar var dauður þegar hún kom i flasið á morðingjan- um, sem þegar í stað gerði gömlu konuna höfð- inu styttri þarna í heygarðsdyrunum. Að ]jvi loknu stefndi hann til fjóss. Pilturinn Björn iiörfaði undan þegar þessi óði maður nálgaðist hann í fjósflórnum með blóðugt vopnið, — en í þraungu dimmu átjándu- aldarfjósi gafst litið rúm tii umsvifa. Jón stakk piltinn hvað eftir annað. I>að virðist gánga kraftaverki næst að Björn, dauðsærður, skyldi sleppa lífs útúr kofanum: hann smaug aftur á milli fótanna á illræðismanninum, hljóp í ofsa- hræðslu inní bæ og uppá baðstofuloft með morðíngjann á hælum sér — og enn skeði sú furða að pilturinn smaug útúr bænum. Hann hljóp útá voginn sem liggur milli bæjanna Holts og Mávahlíðar. Á voginum var ónýtur ís, en þó slapp Björn þurrum fótum yfir. Hins- vegar skrapp Jón niðurúr isnum svo honum vöknaði fótur, sneri þegar aftur og liætti ekki á að fylgja ])essu fórnardýri eftir. Hann hélt heim að Holti aftur og i)eint inní bæ. Björn var að dauða kominn af blóðrás og mæði þegar heimamenn í Mávahlið studdu hann inn úr skafrenningnum; ])ó gat hann stunið upp tíðindunum. Tveir menn brugðu þegar við og héldu til Holts. Sjálfsagt hefur verið myrkt orðið þcgar ])eir hittu Bjarna Snorrason á leið til bæjar frá fjárhúsum. Að sjálfsögðu var hann grunlaus um þessa hryllilegu atlnirði, fyrr en nú, er Mávahlíðarmenn sögðu lionum af hið Ijósasta. Sáu þeir nú ljósi bregða fyrir i bænum og var af því ljóst að þar hafðist morðínginn við. — í sögnum er að Bjarni hafi tryllzt með öllu á þeirri stund og viljað æða inn að Jóni, en þeir varnað honum þess og átt þó fullt í fángi með að koma honum til Mávahlíðar. — Eftir það komu fleiri menn á vettváng frá Mávahlíð. Flestar heimildir géfa í skyn lítið luigrekki ]>essara manna, ])ví aldred áræddu þeir að gánga í bæinn að Jóni; og er þeir stóðu við bæjardyr sáu þeir mann hlaupa frá bænum, að sumir segja útum eldhúsgluggann, og hvarf hann þeim útí veðrið og myrkrið. Þegar svo var komið áræddu komumenn að þt f - • ‘ ' - ' -' láta á sér kræla, geingu til heygarðs og fundu þar blóði drifin lík Katrínar gömlu og Stefáns bónda. Eftir að hafa lagt þau til, fóru þeir í bæinn og gáðu að verksummerkjum. Hafði þar verið brotinn upp skápur i baðstofuhúsi og kom síðar í ijós að úr honum voru horfnir (i() eða 70 rikisdalir, en 4 voru eftir. Þá hafði sýsluna Jón Árnason að íngjalds- hóli. Var nú sent til hans með þessum tiðind- um og gerði hann þegar út menn til að leita morðingjans. Um þá leit eru hégiljufullar sögur um að þeir hafi farið til Breiðuvíkur til kellíngar' einnar s'-m var nákomin Jóni Helgasyni, og telja líkur á að luin hafi falið Jón undir sér í rúmi sínu — og er hér auðsjáanlega um að ræða óljósa hug- mynd þjóðsögunnar um Sigríði móður Jóns, konu Jóns Ólafssonar á Grimsstöðum í Breiðu- vík, og liggur raunar í auguin uppi að morð- íngjans hafi verið leitað þar. En leitin varð árangurslaus. Sumarið eftir á Alþingi lét Jón sýslumaður Árnason lesa upp lýsingu á „morðingjanum Jóni Helgasyni, burtstroknum úr Neshrepp inn- an Snæfellsnessýslu, ineð þessum auðkennum: Hann er á l lestra meðalmanna vexti á hæð, gild- ur og mjög þrekinn, nokkuð lotinn ( lierðum, með litið hár nokkuð hrokkið, dökkjarpt á lit, tileygður á báðum augum, þó meir á þvi liægra, þykkleitur og bólugrafinn, þykkvaraður og lítill slöður i neðri vörinni, nokkuð frammyntur, drúngalegur og rómdimmur í máli, gegnlegur i tali, vellesandi, nokkuð skrifandi, brúkar tóbak með allt slag, þó mest í munninn, nokkuð lagtækur á smíðar, sérdeilis á tré.“ En hérmeð er Jón Helgason að hverfa úr sögunni, ]>viað liann komst aldrei undir liendur réttvísinnar. Hinsvegar voru rökstuddar get- gátur á lofti um ferðir hans og voru snemma færðar í letur. Ein afskrift Höskuldsstaðaannáls segir svo: „var haldið af mörgum hann hefði verið i lcyni á Knör í Breiðavík um veturinn — þar bjó þá Bjarni Jónsson, kallaður djöflabani — og liafi svo komizt á Vestfirði um vorið og þar á hol- lenzkar duggur.“ — Bjarni djöflabani er sami maður og liinn nafnfrægi Latínu-Bjarni, og hér er ekki úr vegi að geta þess að einu sinni héldu menn að hann hefði með fjölkynngi ráðið liálf- bróður Jóns Helgasonar, Teiti Jónssyni Ólafs- sonar, bana útaf kvennamálum, í siðustu jólagleði sem haldin var undir Jökli. Flestar heimildir geta þess að Jón Iiafi kom- izt i hollenzkar duggur, hafi þekkzt hér við land með Hollendíngum nokkrum árum siðar (Ketilsstaðaannáll nefnir til þess árið 1769). Enn aðrar lieimildir fræða okkur meira að segja á því að Jón hafi siðast verið heingdur i IJol- landí. Og svo bregður fyrir þessari tilgátu: „sagt var eftir einum tugthúsdelinqvent, sein tekiiin var á Vestfjörðum, að Jón þessi liefði setið þar cinn eftir í lielli og verið orðinn blindur“. (íslands árbók Sveins Sölvasonar). Það er að segja af Birni þeim er komst lífs af úr háskanum, að liann reyndist særður mörg- um stúngum sem allar höfðu hitt bein fyrir. Hann varð græddur og var ævinlega nefndur Björn stíngur siðan. Hann kvæntist seinna og bjó í Strandasýslu. Við skulum svo að siðustu bregða okkur til Grímsstaða i Breiðuvík. Þar situr Jón Ólafs- son, aldraður fræðimaður og skrifar annál fornra og nýrra tiðinda. Ef við fylgjumst með látbragði hans, sjáum við hann gera hlé á skriftumim og hika við um lirið. Ef til vill lítur hann snöggvast til aldraðrar konu sinn- ar. Við gægjumst á pappírinn hjá honum og sjáum að liann er staddur við árið 1757: Aumt og hryggilegt morð skeði. Og svo heldur Jón Ólafsson áfram að skrifa. Við sjáum á eftir að morðínginn á pappirnum heitir bara .Tón, og hann er vegandi en ekld morðíngi. — Var leitað, en fannst ekki. Heimildir: Alþ.bækur, Annálar 1400—1800, Djáknaannátar (lB 3, 4to), Þjóðs. Öl. Daviðssonar, Árbækur Jóns E'spólins. Vestfjarða — Grímur Framh. af bls. 10. hreinsaði svo eyjuna. Siðan setti hann þar hyggð sína, og juku þau risadóttir þar ætt þeirra. Eyin liggur út frá Eyjafirði og heitir síðan Grímsey. Bjuggu ættmenn Gríms þar eftir han's dag, og lýkur svo þessari frásögn. Bjarni Einarsson, er bjó til prentunar Munn- mælasögur 17. aldar á vegum Hins islenzka fræðafélags I Kaupmannahöfn, telur það liggja i augum uppi, að söguefnið sé að miklu leyti dregið út úr Droplaugarsona sögu og Grettlu. En Frá Randers Rope Trading Limited., Randers. Allar gerðir af Sisal fiskilínum og köðlum. Manilla í flestum sverleikum, Nylon og Terylene línur og kaðlar. Nylon öngultaumar, sérlega harðsnúnir og sterkir. Bindigarn úr hampi og sísal. Trollgarn og bómullarlínur. Útgerðarmenn! Þér getið valið Um þrennskonar snúð á „RANDERS“ línum. STÁLVÍRAR, Togvírar, Snurpivírar, Lyftuvírar, Kranavirar, VÍRMANILLA allir sverleikar. Kristján Ó. Skagfjörð h.f. Tryggvagötu 4. —■ Sími 24120

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.