Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 33
Framhald af bls. 21 dæmdur til aftöku í rafmagnsstólnum fyrir morðið á Hosmer Smit'h.“ Will Hoth lagfærði snyrtilega hnýtt hálsbindið. „Ekki þar fyrir, að það var mér mikil freisting að ganga fram hjá dyrunum og lofa honum að myrða þig i friði, Hosmer, það segi ég orða sannast. En nú er að vikja að ráða- gerðinni. Ef þú fengir löglegar ástæður til að taka fé henanr að láni, löglegar ástæður, taktu eftir því — til dæmis ef þú gerðir það. til að bjarga lífi hennar.“ „Þú meinar ef hún væri hættulega veik, eða eitthvað þessháttar." „E'kki beinlínis það, að hún væri veik ..." Hann skýrði áform sitt síðan nánar fyrir Hosmer, sem hlustaði á mál hans með vaxandi andúð og ótta. „Nei, það geri ég aldrei,“ svaraði hann. Will Roth hallaði sér aftur á bak i sætinu og gaf Hosmer tóm til að hugsa sig nánar um. Loks sagði hann: „Ég skal heita þér því, að henni skuli ekki verða minnsta mein unnið. Og Þótt þú Þekkir mig að ýmsu misjöfnu, munt þú hvorki vita til þess, né hafa heyrt nokkurn béra mér það á brýn, að ég stæði ekki við orð min.“ „Satt er það .. .“ „Og loks verður það stúlkunni aðeins ávinn- ingur, að þér verði kleift að endurgreið'a henni söluverð fasteignanna. Til þess þarftu ekki nema stuttan frest, svo sem sex mánuði, eða þangað til þú hefur greitt stofnkostnaðinn og fyrirtækið er farið að skila þér hreinum ágóða. 1 öðru lagi forðar þetta þér frá dómi og fangelsi, nema þú viljir það heldur, og þá horfir málið að sjálfsögðu allt öðruvisi við . . . Jæja, komdu Mick. Við skul- um halda aftur til okkar heim . ..“ Hosmer fylgdist með því, er Will Roth reis úr sætinu, og þótti sem hann sæi þar eitursnák reisa sig til höggs. Hann sá hann líða yfir gólfið til dyra, mjúkum, hljóðlausum skrefum, furðu há- vaxinn, grannan og svo spengilegan, að enda þótt klæði hans væru farin að láta á sjá, fóru þau honum eins og skartbúningur. Og Hosmer mælti hásum rómi: „Kannski ættum við að athuga þetta nánar.“ Will nam staðar og leit til hans. „Ég hef undir- bú:ð allt í þessu sambandi svo nákvæmlega, að engu getur skeikað. Þú ert í senn gjaldkeri fyr'r- tækis þíns og framkvæmdastjóri. Þú gefur per- sónulega út háar ávísanir til greiðslu á auglýs- ingakostnaði og öðru þessháttar. Á meðan þær eru greiddar, þarftu ekki að óttast neina athugun á fjárreiðum þínum, dagsetningin á ávísunum er ekki einu sinni athuguð. Þú þarft því ekki ann- ars við til að verða þér i bili úti um þá peninga, sem framkvæmd áforms okkar kerfst, en að gefa út ávísun fyrir upphæðinni, fá hana greidda i peningum, og koma þeim síðan fyrir í banka- hólfi þinu Síðan getur þú sagt, að peningar þessir séu nú gre'ðsla, sem þú hafir íengið fyrir fast- eignir skjólstæðings þins, og þú hafir talið þetta öruggasta varðveizlu þeirra, unz þú greiddir þá i skiptarétti, þegar skjólstæðingur þinn yrði fjár- ráða. Loks geturðu endurgreitt fyrirtæki þínu féð — að undanskildum fimmtíu þúsund' dollur- um — að skömmum tíma liðnum, án þess nokkur komizt nokkru sinni að því, að þú hafir íengið þá þar að láni, en þessi fimmtíu þúsund hlýturðu að geta fengið að láni hjá einhverjum, svo allir reikningar komi heim. Það verður þú að sjá um. Ég hef valið staðinn. Það er sumarbústaður á Ströndinni á St. Thomas, einni af Meyjareyjun- um. Það er læknir einn i Connecticut, sem á þennan bústað, en dvelst þar aðeins tvo mánuði á sumri hverju — annars stendur bústaðurinn auð- ur og læstur." „Gætum við ekki látið duga að setja leikinn á svið? Ég á við, hvort við þurfum að framkvæma Þetta i raun og veru?“ „Stúikan verður að geta sannað sögu sína með eiði fyrir rétti. Hún verður að geta sagt frá at- burðum, sem raunverulega gerðust. Að sjálf- sögðu væri það þvi vitaþýðingarlaust að reyna að setja þetta á svið .. Hosmer varp þungt öndinni. „Jæja, þá það ...“ Flugvélin hnitaði hringi yfir lendingarbraut- inni. Karen horfði út um gluggann, neri augun, og spurði sjálfa sig hvort um veruleika gæti veirð að ræða: hvort Þessi litli hólmi á skærbláu, sól- giltrandi hafinu gæti í raun og veru verið eyja, tuttugu og tvær milur á lengd og sjö mílur á breidd. Hún gat rétt aðeins greint rauð þök hús- anna í borginni, sem stóð við skeifulaga höfn. Svo lækkaði vélin flugið, Karen leit pálmalundina blasa við agum, og hún veitti því athygli, að flug- brautin var vot eftir næturregn eða döggfall. Vélin lenti, og flugfreyjan leiddi Karen niður brött þrep málmstigans, en Hosmer leiddi ekkjuna, Lily Lewis-Patterson; þau fóru á undan, og Hos mer svipaðist um, eins og hann ætti þess von að koma auga á einhverja, sem hann þekkti í mannþrönginni, er stóð við hliðið að flugveliin- um. En farþegarnir þyrptust niður stigann, og hann varð að halda áfram. Um leið og farþegarnir komu út í gegnum hlið- ið, þyrptist mannfjöldinn að þeim, fagnandi konm- mönnum með háværum kveðjuhrópum á spænsku, ensku, dönsku og frönsku: bauð þeim vörur og varnig og hverskonar fyrirgreiðslu og þjónustu og var þetta ærið mislitur og sundurleitur hópur, far- angursberar, gistihúsasendlar og kaupahéðnar og ósköpin öll af börnum. Hin hljómmikla spænska yfirgnæfði kliðinn, hins sterka, sænska litasam- setning hreif augað; barðastórir stráhattar, skær- rósóttir baðmullarkjólar, treyjur og pils. Karen greip sem snöggvast hendi að enni sér, það var eins og öll þessi framandlegu áhrif, hitinn, sól- skinið, hávaðinn og ærslin ætluðu að bera hana ofurliði Hún lét berast viljalaust með straumnum. Henni leizt vel á þetta fólk, svipur þess var brosmildur og einlægur, fas þess vingjarnlegt, og af fögnuð- inum átti ráða, að því þótti koma flugvélarinnar merkilegur viðburður, Loks tók hún rögg á sig og ruddist gegnum þröngina að flugstöðvarbygg- ingunni, og móð af áreynslu og ákefð náði hún loks þangað, sem Hosmer frændi stóð við hlið kátu ekkjunnar. ..Hosmer frændi . . .“ V'ðbrögð hans voru óneitanlega dálítið kynteg; það kom undrunarsvipur á andlit honum, rétt eins og hann byggist alls ekki við að sjá hana þarna aftur. Og enn horfði hann alltaf öðru hvoru um öxl, eins og hann leitaði einhvers, sem hann bæri kennsl á. „Bíl, senora?" spurði vingjarnleg og glaðleg rödd „Bonito með bílinn sinn, Jóhönnu?" „Jóhanna,,. bíll Bonitos, var auðsjáanlega af eldri gerðinni, hreyfillinn gnýmikill og skrykkj- óttur i gangi, og hreyfilskjólið ekki með öllu laust við ryðbletti. En sætin voru hreinleg, og ekillinn sömuleiðis hinn þokkalegasti náungi, dökkur af sól og brosmildur og augun tindrandi af lífsgleði. Hann var í litskærri skyrtu, stuttbuxum úr striga- dúk og bar á höfði litinn, snotran stráhatt með marglitri fjöður í. ,.Þetta“, spurði Lily og hló við, „er þetta bíll?“ B-inito var ekki auðmóðgaður. „Já,“ sváraði hann og brosti út að eyrum. „Já, og meira að segja bezti bíllinn hér á eynni. Ég er bezti bíl- stjórinn og bezti leiðsögumaðurinn, sem völ er á!“ „Þá geturðu frætt okkur um allt, sem fyrir aug- un ber á leiðinni", varð Karen að orði. „Þetta er svo margt, sem mig langar til að vita um og sjá. Mig langar til að sjá gömlu sykurvinnslustöðvarn- ar, óðalsetrin gömlu, og Þó sér í lagi minnisvarða Búlows, þar sem uppreisnin var bæld niður árið 1848". Bonito virti hana fyrir sér með viðurkenningar- svip. „Senorita fróð um sögu eyjar minnar, heyri ég er“. Hosmer svipaðist um enn einu sinni. Hann brá vasaklútnum að hnakka sér og hálsi og þerroði svitann. „Er alltaf svona heitt hérna?" „Staðvindatíminn er að byrja," svaraði Bonito glaðlega. „Við njótum svala staðvindanna svo að segja allan ársins hring. En það er oft heitara hér en þetta, Senor." „Umskiptin eru svo snögg, Hosmer," tók Lily til máls, „að okkur hefur ekki enn gefist tími til að samhæfast þeim Þetta er hitabeltið. Hosmer en fyrir aðeins sex klukkustundum vorum við stödd í New York i vetrarsnjó og frosti; við erum enn í vetrarhamnum, en það verður ekki langt þangað til Þú hefur áttað þig á breytingunni. Fet'ðaskrif- stofuformaðurinn sagði mér, að maður yrði fyrst og fremst að draga úr lífshraðanum þegar hingað kæmi; fara sér hægt og rólega að öllu, þá vendist maður aðstæðunum þegar í stað.“ „Þeir í Ameríku byggja stórar borgir," sgaði Bonito, „en á eynni minni gildir manana, sem einskonar töfraorð. Á morgun, segjum við, þetta gerum við allt á morgun. Og þegar morgundagur- inn rennur upp, sjáum við að það má vel fresta framkvæmdunum til næsta dags“. Bonito ræddi glaðlega við þau á leiðinni; sagði Þeim í fáum orðuni sögu stórbýlanna og óðals- setranna, sem nú v-oru komin í rústir, enda þótt sum þeirra hefðu verið byggð úr höggnu grjóti og veggirnir ótrúlega þykkir. Hann stöðvaði bíiinn og stökk út til að ná í laufgaðan spotta af mahóní- viði, sem hann gaf Karen, og Lily tók þátt í sam- tali þeirra. En Hosmer sat þöguli og svipgneypur og svo þögull að Karen þótti furðu sæta sú breyt- sem skyndilega virtist orðin á honum. Og enn svipaðist hann sífellt um; virtist gæta inn í hvern sunna meðfram veginum, kvíðandi á svip og þung- ur á brúnina, og það eina, sem í honum heyrðist, voru blótsyrðin yfir glannalegum akstri Bonitos, þegar engu mátti muna að honum tækist að sveigja fram hjá blómskreyttri asnakerru, eða hinum hei- lögu kúm brahmatrúarmanna, en þær láu jórtrandi hér og þar á akbrautinni. Það leyndi sér ekki að Bonito bar harla lítið skynbragð á smíði bílsins, og hirti ekki heldur um að taka neitt tillit til hennar. Hann ók jafnhratt þar sem vegurinn var holóttur og þar sem hann var rennisléttur, og ekki að tala um að hann drægi hið minnsta úr hraðanum á kröppum beygjum; hreyfillinn argaði og rumdi, en Bonito svaraði honum því einu, að stíga benzíngjafann í botn. Cg allt í einu voru þau komin inn í litlu borgina uppi á hæðinni, sem Karen hafði séð úr flugvél- inni. Húsin sváfu undir rauðum þökum i sólskin- inu, og ekkert benti til þess að þau myndu vakna í bráð. Mörg voru húsin mjög falleg, byggð í fofn- um stil en vel við haldið; önnur voru orðin hrör- leg og skökk, en ekki virtist það hafa nein áhrif á lífsgleði íbúanna Göturnar voru lagðar höggnum steini og þröngar, og þegar kom í verzlunarhverfið, voru þær yfirbyggðar að kalla, því að svalir verzl- unarhúsanna tóku út fyrir gangstéttirnar. Bonito ók jafn hratt og áður; hafði aðra hönd á stýrinu, en með hinni þeytti hann bílhornið án afláts; vegfarendur forðuðu sér, en þó ekki hraðara en þeir endilega þurftu, brostu við farþegum í bíln- Framhald í ncesta blaöi. lOftbelgir sem eru 2 metrar í þvermál en 6,5 metrar í ummál, hið eftirsóknarverðasta leikfang og skemmtitæki fyrir unga sem gamla. Kr. 65.00. Mjög auðvelt er að blása belgina upp með því að tengja þá við blástursop á ryksugu eða við útblástursrör bíla. Klippið út og sendið strax. HÁS Póst'hólf 57, Reykjavík. Vinsamlega sendið mér ......... stk. í póst- kröfu hið fyrsta. Naín: ..................................... Heimili: ................................... Birðir mjög takmarkaðar. - v----------------------—___________ ■ J V I K A N 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.