Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 34

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 34
Ævintýri í brúðarsænginni Framh. aí bls. 15. „Guð," grenjaði hún. „Liggja þau ekki þarna í Parísarsænginni og eru búin aö bæla hana alla niður.“ „Svona, komdu þér burt úr rúm- lnu með þessa dræsu,“ endurtók um- sjónarmaðurinn. — Þá var það, sem ég sló, herra dómari. Og Það segi ég hér fyrir rétt- inum, að það högg átti hann sannar- lega skilið. — Dæmið þér mig i Þriggja mán- aða íangelsi, segið þér? Jú, ég hef kannskl barið nokkuð fast, — en þó að þetta væru siðustu orðin, sem ég ætti eftir að segja hérna megin graf- arinnar, þá get ég ekki annað en endurtekið það, að þetta högg skal ég aldrei iðrast eftir. Svona er ekki hægt að tala — og alls ekki þegar frú Soffía Rósenkvist á í hlut, — Þvi að hún er regluleg dama. -jc Fegurðardísin er harðánægð Framh. af bls. 17. — Mér fannst Það bara ágætt og hélt satt að segja, að það væri miklu verra. — Þú vilt þá alls ekki draga úr ungum stúlkum að taka þátt I siikri keppni ? — Nei, síður en svo. Þetta er ekk- ert erfitt, þegar á hólminn er komið, og svo geta þær haft margvíslegt gagn af Þessu — og reyndar beinan hagnað líka. Til dæmis fékk ég ferð til Kaupmannahafnar og heim aftur í verðlaun og ætla að nota mér hana i sumarfríinu 1 sumar. — Ertu annars ekki eftirsóttari, eftir að þú tókst þátt í keppninni? — Ja, ég veit ekki. — Annars held ég, að þetta hafi verið góð auglýsing fyrir mig. ^ Galdramcðalið Framhald af bls. 11. — Drekkið þetta, bwana. — Kemur ekki til mála, — stundi prófessorinn og horfði með viðbjóði á leðurblökuaugun synda ofan á súp- unni. — Ef þú tekur ekki inn þetta með- al, verður þú liðið lík í fyrramálið, — sagði kona hans ákveðin. — Og hvað eigum við þá að gera með fíla- pödduna rauðnefjuðu, sem ég geymi hérna i eldspýtustokknum. — Kwam- bozo handsamaði hana núna rétt áðan. Þessar nýju upplýsingar gáfu prófessornum lífslöngunlna á ný. Hann herti upp hugann, lokaði aug- unum og svalg I sig þessa ógeðslegu lyfjablöndu. Morguninn eftir var hann orðinn hitalaus, og seinna um daginn reis hann úr rekkju — alheilbrigður. — Þetta gengur kraftaverki næst, — sagði hann alveg dolfallinn, þegar M‘ Kwongwi kom til Þess að vitja um sjúklinginn. — Þú mátf tll að láta mig hafa uppskriftina. — Þá verður þú að gefa mér kawakango. Það er bezta sælgætl, sem svertingi getur fengið. Kawakango var nafn Bantú-negra á fUapöddunni. Knox prófessor var auðvitað urn og ó að láta af hendi þennan dýrmæta fund leiðangursins. En ... lyf M' Kwongwis var ef til vill miklu dýrmætara? Skiptin fóru fram. Galdralæknirinn fékk pödduna og prófessorinn uppskriftina, sem rispuð var á barkarbút af tré. Þar stóð eftirfarandi: „Lyfseðill. Sjö muldir froskafætur, innyfli úr páfagauk, augu úr leður- blöku, handfylli af þurrkuðum maur- um, safinn úr nokkrum Kiawarótum, öriítill bútur af apaeyra, eitt eintak af fínt möluðum kýrhala og — 500.000 einingar af penicillíni." + Þannig byggja enskir — slundum Framh. af bls. 13. frainleiðslu. Þeir hafa að vísu hætt að mest.u framleiðslu á út- skornum klump-húsgögnum, en þeim, sem aðh.vllast smekk Norðurlandabúa, finnst Bretar eiga langt í land til jafns við þá. Takið eftir því, að glugginn í stof- unni nær alveg niður að gólfi, svo að séntilmaðurinn hefur herlegt útsýni yfir skóglendið fyrir framan. ★ THinning §rá liðnu sumri Minnig frá liðnu sumri. Stúlkur á baðströnd í bikinibaðfötum. Það er sagt að bikinibaðföt hafi aldrei verið efnisminni en sfðast liðið sumar og margir hafa spurt: Til hvers að vera að hilja þetta, sem eftir er. Munar það nokkru. Dömurnar vilja meina að svo sé, en líklcga hefðu nítjándu aldar konum þótt nóg um. Það var allt nokkuð í þá daga, ef sást öklinn og þegar ögn sást í kálfann blöskraði velsæmis- mönnunum spillingin. Zunglið, tunglið taktu mig - Nú er það eitt æðst takmark manna að komast til tunglsins og ná þar fótfestu. — Sá sem lcggur undir sig tunglið, mun hafa öll ráð jarðarbúa f hendi sinni — hefur verið sagt. Þessi mynd er að vfsu teiknuð, en hún sýnir, hvernig talið er vera umhorfs í þeim dýrðar- innar dölum á tunglinu. Bert grjót er þar og ekki annað, ekkert vatn, ekkert loft. Og auk þess 273 stiga frost á nóttunni og hitinn tilsvarandi að deginum. Sem sagt: Menn fara þangað til þess eins að ná fótfestu utan jarðarinnar. En til hvers? Ekki leysir það nokkurt raunhæft vanda- mál hér hjá hrjáðu mannkyni. Ekki mettast hinir vannærðu á þvf og ekki léttir það ok hinna kúguðu. Engu að sfður verja stórþjóðir fúlgum fjár í því augnamiði að koraa sér fyrir jarðarkringlunnar. u VIKAN /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.