Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 26

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 26
i Fara þeir til Róm? Framh. af bls. 12. sinn. Við fréttum, að langhlaupar- arnir h’ypu oft í viku inn á Vatns- enda, þetta 15 km í einum spretti. Þeir ættu að geta náð langt í sumar og metin standa varla lengi. Helzt var að heyra, að einhver deyfð væri meðal spretthlaupara og þeir mundu varla margir, sem færu undir 11 sek. i sumar með sama framhaldi. „Hilmar varla farinn að sjást á æf- ingum,“ sögðu þeir. Annars æfir Hilmar með Ármanni, og hann get- ur verið kominn í stinningsþjálfun, þótt KR-ingar viti það ekki. Hins vegar höfðu þeir þær véfréttir úr ÍR, að Vilhjálmur æfði mjög vel og margir fleiri úr því liði. Kastararn- ir eru þolnastir. Þeir voru þarna tveir, sem lengi hafa verið á topp- inum: Huseby og Friðrik, og Löve er ekki setztur í helgan stein held- ur. Þórður var búinn að raka af sér skeggið, en ekki er víst, að það hafi áhrif á sleggjuna. Eftir að við höfðum horft á þessa ströngu æfingu hjá KR-ingum vakn- aði áleitin spurning: Er þetta æski- iegt? Ég á ekki við iþróttaæfingar yfirleitt — innan skynsamlegra takmarka. Þá cr það sport og skemmtileg tilbreyting. Svona æf- ingar eru ekki sporl. Þær eru ein- ungis þrælavinna. Þegar farið er að stunda iþróttir eins og vinnu og æfa á hverjum degi, hvernig sem viðrar, þá hafa menn varla þá sömu ánægju af íþróttinni og þeir, sem einungis iðka íþróttir sér til gam- ans án nokkurra takmarka eða fyr- irheita um ný met. Við þessu er þó ckkert að segja, meðan til eru menn, sem vilja láta meðhðndla sig eins og tilraunadýr eða öllu heldur vél- ar til þess að ná ákveðnum árangri. Þeir gera það varia nema hafa af því cinhverja ánægju. Fordómar eru ævinlega varasamir, og ef til vill finna hinir stæltu iþróttamenn af því meiri fróun að taka tuttugu og fimm hnébeygjur með mann á herðunum en venjulegir menn af þvi að fá sér góðan vindil e“ða lögg ( glas. g. ■&: tsar'A"-' ,ÍV A TAPAO A TAPAÐ AÐ EILÍFU er það fé sem ekki kemur inn í fyrirtæki yðar í dag. TAPAÐUR ágóði kemur ALDREI aftur. Komið í veg fyrir ágóðatap, liggið ekki lengur með vöruna en frekast er unnt, vextir eru háir og dýrir fyrirtækinu, umsetjið hraðar. Náið til kaupendanna á eínfaldasta og ódýrasta hátt, auglýsið í VIK U N N I. VIK A N kemur VIK U eftir VIK U inn á flest heimili landsins og er lesin af flestum þeim sem kaupa vörur og þjónustu í landinu. 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.