Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 3
andi fyrir stúlku að vera llkt við seglskip — ég veil ekki. Ég veit það eitt, að það var altitt i gamla daga að skíra seglskip kvenmannsnöfnum, og þótti kvenmönnum það fremur sómi en hitt. Annars getur það farið nokkuð eftir aðstæðum — og ekki hvað sizt hreimnum í röddinni — hvort sú samlíking, eins og raunar allar samlikingar, eru gerðar i niðrandi merk- ingu eða ekki. Geta fölsuð frimerki orðið öðrum verðmæti? Kæra Vika. Gctur þú sagt okkur, hvort það sé satt, að fríraerki, sem fölsuð hafa verið með gallað- ri áprentun, geti jafnvel orðið verðmætari en ófölsuð frímerki, ef upp kemst? Við spyrjum um þetta að gefnu tilefni, vegna þess að við höfum heyrt að þess séu dæmi. Hvað segir þú um það? Virðingarfyllst. Frímerkjasafnari. Þess munu vera dœmi, að frímerki, sem þannig hafa verið fölsuð, hafi komist í allhátt verð meðal safnara, eftir að upp komst, en slík fölsun mun ekki einsdæmi. Hins vegar vill Vikan ekki skipla sér neilt af fölsunum. sízt frímerkjafölsunum. eins og mi er málum háttað. Enn er spurt um kvikmyndastjörnur . .. Kæra Vika. Geturðu sagt mér hver var Mary Pickíord og í livaða myndum hún lék? Og geturðu lika sagt mér hvort hún er enn á lifi. Og loks það, sem er eiginlega veðmál, hvort hún hafi verið gift Doglas Fairbanks cða verið móðir hans? Með íyrirfram þökk. Lína og Stína. Mary Pickford var kvikmyndastjarna á sinni tið, gift Doglas Fairbanks eldri og móðir D. Fairbanks yngri. 1 hvaða kvik- myndum hún lék — jú, þær voru vist margar og munu allar fallnar í gleymsku fyrir löngu, eins og kvikmyndastjarnan sjálf. llvort hún er enn á Ilfi vitum vifí ekki. Eru þéringar að leggjast niður? Kæra Vika. Ég er dálitið hissa á þvi, hve litla athygli það virðist yfirleitt vekja, að við erum að leggja þéringarnar á rilluna. Unga fólkið ræð- ur, þvi að þess er fraintíðin: það vill ekki þéra og þá þýðir ekkert um það að fást. Okkur eldar fólkinu finnst það dálítið eiukennilegt, þegar afgreiðslufólk i verzlunum og jafnvel starfsfólk í opinberum stofnunuin þúar mann, ef það ávarpar inann að fyrra bragði, en tekur undir þéringuna, og þá oftast með ólundar- svip, ef maður verður fyrri til — eða þúar eins og ekkert sé um að vcra og lætur sem það heyri ckki þéringuna. En við þessu er, sem sagt, ekki neitt að segja, svona verður það. Hitt er annað mál af hverju þetta stafar. Er það vaxandi lýðræðisandi — eða beinlínis svona sterk áhrif l'rá enskunni og enskri og bandarískri menningu. Ég lield það síðar- nefnda, því að yfirleitt held ég að ungl fólk nú sé sízt lýðræðissinnaðra en við vorum á jiess aldri. Virðingarfyllst. Nátttröll. Nei, það er satt, við þessari þróun er vist ekkert að yera, enda held ég að fáum sé raunverulega eftirsjá í þéringunum, þótl eldra fólk kunni því miður, þegar ungt fólk þúar það. Eins ag það, að fólk getur sýnt fyllstu kurteisi á allan hátt, þótt það þúi. Áhrif frá ensku og menningu ensku- mælandi þjóða ■—■ eflaust það fyrst og fremst: þessi þróun var að minnsta kosti ekki jafn áberandi mcðal ungs fólks á meðan við stóðum i nánustum tengslum við Norðurlöndin og norræn menningar- áhrif þóttu eftirsóknarverð. VIItA\ Ótgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRI: Gfsli Sigurðsson (ábm.) AUGLÝSIN GASTJÓRI: Ásbjörn Magnússon FRAMKVÆMD ASTJÓRI: Hilmar A. Kristjánsson Vcrð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr 216.00 fyrir liálft árið, grciðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Simar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, simi 15017 Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Myndamól h.t'. Eitthvert ,,alvarlegl lag“ á milli... Kæri póstur. Ég er einn af þeim mörgu, sem kánu ilta við þegar danslög eru ieikin strax á eftir passíusálmunum, jafnvel þótt einhver smá- þögn sé á miUi. Hvernig væri að leikið yrði eitthvert alvarlegt lag á eftir sálmalestrinum, en síðan gætu svo danslögin hafizt. Hvernig lízt þér á það? Virðingarfyllst. Hlustandi. Okkur lízt vel á þetta, og komum þvi hérmeð á framfæri. SöluuniboS: BEZTA EINANGRUNIN GEGN HITAOG KULDA J. ÞORLÁKSSON OG NORDMANN H.F. Bankastræti 11. — Skúlagötu 30. — l»að hefur víst stiflaat í hcnttt vatnsleiðslan. — Alkóhólið drepnr þig á löngnm tfma_____ — Eftir langait tfma rerð ág damðnr hvort eS «r. — VIKAN I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.