Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 29
í hinni siðarnefndu segir frá skógarmanni, Grími að nafni, meS mjög svipuðum hœtti. Enn fremur bendir hann á, að ýmis önnur atvik séu auðsjáanlega stæld eftir viðburðum úr forn- sögum. Annars eru örnefni kennd við Grim furðumörg á íslandi, en Grimur var ekki aðeins mannsnafn að fornu, heldur Óðinsheiti, og þess eru nokkur dæmi í fornsögum, að Grímur er dulnefni. Á Skaga fyrir norðan eru tvær klettaborgir, að sögn Bjarna, og nefnast báðar G'rímsborg. Um aðra jjeirra, sem er norðanvert við túnið í Ketu, segir, að þar hafi jafnan búið huldufólk, og liafi liver, sem þar réð fyrir, verið ne-fndur Grímur. Einu sinni í harðindum kvað bóndinn i Ketu, um leið og hann gekk fram hjá borginni: Láttu reka reyður, ríkur, ef þú getur, brátt undir björgin ytri, Borgar-Grímur, á morgun. Þá var svarað úr borginni: Reki reyður að landi rétt að Ketusandi, lieljar bundin bandi til bjargar lýð þurfandi. Morguninn eftir var rekinn mikill reyðar- hvalur undir Ketubjörgum. Þar sem i sögunni ségir, að skip kæmi af hafi og legði til hafnar við Ingólfshöfða, getur Bjarni þess, að af stærðfræðisyrpu Árna Magn- ússonar sé að sjá, að á seytjándu öld hafi verið almennar sagnir um, að kaupskipin hafi áður fyrr legið við Ingólfshöfða: „Vestast við höfðann hafði í gamla daga legið kaupskip, og sést enn bjarghaldið (þ. e. klettur með gati i gegnum, sem landtogið hefur verið dregið gegnum). Þar skal hafa verið fjörður uppí, er skipið lá, en hann er nú orðinn að þurrum sandi“. ★ Barnið í skólagættinni Framh. af bls. 9. mjög vafasöm, nema undangengin athugun á orsök námserfiðleikanna hafi leitt i Ijós, að barnið þarfnist slikrar breytingar. Ekki mega foreldrar heldur láta hégómagirni sína ráða í þessu efni, t. d. að heimta, að barn, sem illa fylgist með i tornæmum bekk, sé i nýja skól- anum sett i miklu duglegri bekk. Þvílíkar handahófsráðstafanir hefna sin bráðlega á barninu sjálfu. TfÐIR FLUTNINGAR VALDA NÁMSÖRÐUGLEIKUM. Mörgum byrjanda í skóla veitist örðugt að laga sig eftir venjum og skólabrag og þeir falla ekki áreynslulaust inn í nemendahópinn. Vangengi í námi má oft rekja til slíkra aðlög- unarerfiðleika. Ef barn skiptir oft um skóla vaxa erfiðleikarnir að sama skapi. Hér á landi hirða menn lftt um að rannsaka orsakir náms- örðugleika, en af erlendum rannsóknum á jjessu vandamáli má sjá, að mikill hluti þeirra, sem falla hefur oft skipt um skóla og kennara. f sliku lenda fyrst og fremst börn þess fólks, sem býr við erfiða félagslega og efnahagslega aðstöðu. Það fly/.t oft og það skortir einnig þekkingu eða aðstöðu til þess að koma barni sinu vel fyrir i skóla. Foreldrar, sem sjálf nutu lítillar menntunar, hvort sem var vegna hæfi- leika- eða efnaskorts, eiga örðugt með að leið- beina börnum sinum og vaka yfir námi þeirra. Stundum smitast barn af neikvæðri afstöðu foreldra sinna til náms og skólá og fjarlægist þannig það menntunarmark, sem skólinn hefir sett hvi. Merkur þýzkur sálfræðingur, Adolf Buse- mann, gerði fyrir nærfellt 3 áratugum athygl- isverða rannsókn á félagslegri aðstöðu 570 barnaskólanemenda. Hann skipti börnunum i 3 hópa, eftir atvinnu og efnahag foreldra. Hóp I mynduðu embættismenn og aðrir velmeg-l andi borgarar, lióp TT miðstéttir, hóp TTI ólærðir verkamenn. Úr hópi I féllu á prófum 29%, úr hópi II 30% og úr hópi III 53% barn- anna. Úr liópi I tvíféllu aðeins 7%, en úr liópi III 21%. Við þessar tölur ber að gæta þess, að i þýzkum skóla getur barn fallið á hvaða ársprófi sem er, t. d. i lok fyrsta skóla- árs. Hrakningar milli skóla og kennara, sem mörg íslenzk skólabörn sæta að nauðsynja- lausu, er eitt hið mesta böl, sem barn getur hent. Það kemur harðast niður á fátækum og umkomulitlum börnum, en getur þó hitt hvaða barn sem er. Að nauðsynjalausu má aldrei slita persónuleg tengsl, sem myndazt liafa milli barna innbyrðis og með börnum og kenn- ara. Við allar tilfærslur barna og flutninga milli skóla þarf mikla aðgát og nærgætni. ★ Maður handa Lísu i HARHA - DIESEI Getum nú útvegað með stuttum fyrirvara hinar vinsælu norsku 4-gengis MARNA ljósa- og bátavélar. BÁTAVÉLAR. Stærðir frá 8 hestöfl til 36 hestöfl. Vélarnar fást bæði með skiptiskrúfu og gear. LJÓSASAMSTÆÐUR frá 11 hestöfl til 45 hestöfl með tilsvarandi riðstraums- og jafn- straumsrafal upp í 30 K.W. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.í. Skúlatúni 6. - Sími 15753. M1 8/12 HK Framhald af bls. 7. gengum við út á Löngulínu og horfðum á skipin. Undir daufu ljóskeri tók óskar utan um mig og kyssti mig. Þetta var heitur og innilegur koss, og Óskar sagðist elska mig til eilífðar, en ég svaraði honum ekki. Ég var að hugsa um, hvað ég ætti eiginlega að segja Ernst, ef ég á annað borð elskaði hann, en ég gat ekki fundið, að svo væri. Ég hélt, að ég kæmi nú í fyrsta skipti heini á eftir Lísu, en svo var ekki. Hún kom, begar ég var að liúka við að laga teið. Ég ætlaði að tala um vandamál mín við hana, en komst ekki að, því að hún var sjálf uppfull af fréttum. — Við erum búin að trúlofa okkur. sagði hún. Við erum svo ástfangin. Við töluðum alvarlega saman í kvöld. Það er alltaf bezt að vera hrein- skilinn, — finnst þér það ekki? Hann sagði mér, að hann væri bundinn og þyrfti fyrst að slíta sambandi við stúlkuna. En ég taldi þá upp fyrir honum sautján stráka, sem ég þyrfti að segia upp. Það voru nú kannski ekki meðmæli fyrir mio', — en hann tók það ekkert illa upp. Eg talaði svolítið um eigin vandamál, en Lísa virtist ekki heyra, hvað ég sagði. Siðan fórum við að sofa. Morguninn eftir sváfum við út. Satt að segia drukkum við morgunkaffið ekki fvrr en um tólf- levt'ð — Lísa. sagði ég, eiginlega er ég ákveðin í að slíta trúlofun okkar Ernsts. strax og hann er búinn í prófunum Það væri ekid rétt að gera það nú. því að hann gæti tekið það nærri sér og fallið . . . Dvrabiallan hringdi. Ég fór til dyra, og í gætt- inni stóð hann. — E'rnst! Hvernig í ósköpunum hefurðu kom- zt að því. hvar ég bý? Hann svaraði ekki. en blóðroðnaði. — Hvað býrð bú hér? stundi hann loks upp. Um leið kom Lísa fram. — Ernst, sagði hún, ertu kominn9 Má ég kynna . . . — Það er óþarfi. sagði ég. Ég þekki þennan andstvggjlega, viðurstyggilega flagara. — Er betta ltinn Ernst? hrópaði Lísa. Er það hans vegna, sem ég hef snúið baki við sautján öðrum ? — Ernst roðnaði enn meira, og þegar ég hugsa um það núna. bá var hann helmingi kindarlegri en nokkur kind getur verið. — Það er allt búið á milli okkar, hrópuðum við TJsa báðar í einu og köstuðum sínum hringn- um hvor í hausinn á ófétinu. Hann tíndi þá upp og hljón út Lísa brast í ofsafenginn grát. Ég reyndi að hugga hana. Hún hafði þó alltaf sautján herra í hakhendinni. Árangurinn af auglýsingunni var eftir allt sam- an ekki annar en sá, að Lísa fer út á hverju kvöldi eins og fyrr, en ég hef skipt á E'rnst og Óskari. Og þar sem árangurinn varð meira mér i hag en Lísu, fannst mér, að hið minnsta, sem ég gæti gert, væri að borga fyrir auglýsinguna. Furstafrúin spurð Framhald af bls. 11. börnunum. Að sjálfsögðu eru börnin und- ir umsjá sérstaks þjónustufólks um næt- ur og raunar mestan part dagsins líka. Síðari hluti dagsins fer i ýmiss konar móttökur og veizlur og flest kvöld líka, en frúin segir, að þau Rainier séu oft komin í rekkju um kl. 11 og lesi þá stund- arkorn. Blaðamaðurinn spurði, hvort hjónabandið væri ekki í lagi og sambúðin elskuleg. Þá brosti Grace aðeins, — hún svaraði ekki þess háttar spurningum. Um sumartímann fara þau ásamt börnum sín- um til sumarhallar í Sviss og dveljast þar meiri part sumartímans. Þar hefur Rainier búgarð, og það er yndi hans að bregða sér í samfesting og plægja eða vinna eitthvað með traktornum. Blaða- maðurínn spurði Grace, hvort hún vildi skipta og hefja aftur leiklistarferil sinn. Hún kvaðst hafa fest rætur í Mónacó og eiginmaður og börn væru meira virði en leiklistarframi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.