Vikan


Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 24.03.1960, Blaðsíða 31
Qappdrættis- miðinn Framhald al' bls. 9. og hélt siðan áfram eftir Strand- götunni. Hann vissi, að sorphreins- arinn tæmdi ruslið i vik eina fyrir norðan bæinn. Það var ónotalega hvasst. Jakob fann, livernig vindurinn smaug í gegnum fötin, en liann gat ekki hugsað um annað en liappdrættis- miðann. Þó að það rigndi eldi og brennisteini, skyldi hann ekki láta það aftra sér. Hann fékk alltaf verk i vinstra linéð, þegar hann kom út í nprðan kulda, liann tók smá stökk og reyndi að haltra sem minnst. Fólk snéri sér við og brosti. — Hvað var það eiginlega, sem það gerði grín að? Jakob stökk áfram hálfkjökrandi, hann skjögraði eftir ströndinni eins og hálf fullur maður. Hjartað sló við og við svo einkennileg auka- slög, að hann mundi ekki annað eins, siðan þau María voru ung. Ó, Guð minn góður, aumingja gamla María, sem var orðin svo sljó og gleymin, hann hefði aldrei átt að láta hana geyma happdrætlismið- ann 1 Jakoh ásakaði sjálfan sig ákaft, meðan hann barðist gegn storm- inum. Gæzlumaður öskuhauganna var feitur, grófgerður maður með rautt hár. Hann stóð efst á hrúgunni, eins og tröll á fjallstindi, og var mikil- úðlegur að sjá. — Hvað vilt þú, sagði hann höst- uglega, þegar gamli maðurinn kom að haugnum og lyfti hattinum. — Við höfum týnt teskeið, sagði Jakob og fann sér til mikillar undr- unar, að lygin varð auðveldari, því oftar sem hann notaði hana. — Það er vist áreiðanlega engin teskeið hér, svaraði gæzlumaður- inn, — en þú getur leitað, þó að ég eigi i rauninni allt, sein kemur hér á haugana. .Takob starði agndofa á þessa helj- armiklu hrúgu. Það gátu að minnsta kosti falist i henni milljón teskeiðar — eða happdrættismiðar. — Það skeði í dag, sagði liann skjálfandi, — hreinasta óheppni, skiljið þér. En ég veit ekki hvar ég á að byrja. Gæzlumaðurinn hló. — Það var ekki ég, sem tæmdi i morgun, svo að ég veit heldur ekki, livar þú átt að byrja. Var hún úr silfri? — Já, og það er smárablaðamynzt- ur á henni. Hann sagði visvitandi ósatt og renndi augunum yfir haug- irin. Hann mátti um fram allt ekki láta vitnast, að hann væri að leita að happdrættismiða, því um leið og það spyrðist, gæti hann gefið upp alla von um vinninginn. Stóri maðurinn á haugnum ræskti sig. — Nei, maður verður að gæta hlut- anna. En ef ég skyldi rekast á hana hér, skal ég hirða hana fyrir þig. Jakob heyrði ekki það síðasta, þvi á sama augnabliki kom hann auga á litla telpu, sem hafði tekið eitt- hvað upp af haugnum. Hann starði, — þetta líktist, svei mér þá ... — hann gckk nær — var þetta ekki samanrúllaður seðill, sem hún hélt a í hendinni? En nú gekk hún út á götuna, móðir hennar hafði kallað óþolinmóð á hana úr húsi i ná- grenninu. — Ileyrðu, hrópaði gæzlumaður- inn, — ætlarðu ekki að leita lengur? Jakob gamli svaraði ekki, því hann var að ryðjast yfir sófaræfil og náði telpunni uppi á veginum. — Þessi miði, sagði hann og tók i öxlina á henni, — hvar fannstu þennan miða? — Þessi? spurði telpan og breiddi úr miðanum. Jakob saup hveljur, jietta var happdrættismiðinn, hann þekkti hann undir eins aftur. Þetta var happdrættismiðinn hans, þetta var húsið hans og Marlu, húsið uppi í sveit, sem telpuhnokkinn veifaði i hendi sér. — Já, einmitt þessi. Hann var orðinn hás af ákafa og rétti hendina fram. Telpan kippti liendinni að sér og vöðlaði seðlinuin saman i lófa sér. — Þetta er seðillinn minn, ég ætla að fara með hann heim til dúkkunnar minnar. Hún á að læra að reikna. Sérðu ekki, að það eru töíur á miðanum? — Jú. Jakob þekkti ekki rödd sina aftur. — En þetta er nú eigin- lega seðillinn minn. Ég týndi hon- unt fyrir skömmu síðan. — Leikur þú þér með dúkkur? sagði sú iitla el'in. — Eiginlega ekki ég, en ég þekki telpu, sem gerir það. Það hýrnaði yfir þeirri stuttu. — Hvar á húri heima? Má ég þá koma til hennar og leika við hana. Þá get ég haft rniðann með mér. Ég lief engan til að leika mér við. Jakob Monsen hafði aldrei haft smábörn, svo nú var hann alveg ráðalaus. Þar að auki nálguðust þau húsið, sem hún átti heima i. — Þetta er seðillinn minn, sagði hann stranglega, — ég nú vil ég fá hann aftur. — Þetta er seðillinn minn! Hún leit á hann særðum augum. — Það var ég, sem fann hann. Jakob gamli skalf af geðshrær- ingu. — Vilt þú selja miðann, sagði hann, — livað viltu fá mikið fyrir hann? — Hann er ekki til sölu. Hann leitaði í vösum sínum. — Hérna eru fimmtiu aurar, sagði hann og sýndi henni peningana sigri hrósandi. Hún virtist ekki ætla að láta nndan. — Fimmtíu aurar, endurtók hann lágum rómi, — veizt þú, hvað þú getur fengið fyrir fimmtiu aura? Loksins lét hún undan. — Jæja, sagði hún hátíðlega, — fái ég fimm- tiu aurana, færð þú miðann. Þau stönzuðu og gerðu út um kaupin. Jakob gaf henni fimmtiu aurana, og réíti út hendina eftir miðanum. En i sama vetfangi kom vindhviða, reif miðann með sér og feikti honurn eftir götunni. Jakob gamli hljóp á eftir, eins og fætur toguðu. ó, drottinn minn, hvaða illu andar voru það, sem ekki gátu unnt honum þess, sem forsjón- in hafði látið honum í skaut falla? Hjartað hamaðist og fæturnir voru þungir eins og blý, en nú þorði hann ekki að sleppa augunum af seðlin- um. Stundum settist miðinn niður og lá grafkyrr eitt augnablik, en undir eins og hann nálgaðist, þaut hann upp eins og hvolpur í leik. Að sfðustu sveif liann yfir nokkur hús- jiök og niður í garðinn við torgið. Á torginu var lítill, svartklæddur maður, sem gekk um með broddstaf í hendi. , .lakob stanzaði. Það var eitthvað óhuganlegt, eitthvað örlagaríkt við þennan mann með broddstafinn. 1 hvert sinn, sem hann kom auga á bréfsnifsi, lifnaði hann allur við og skutlaði það með svo mikiili leikni, að enginn skylmingamaður hefði leikið það betur eftir honum. Hann virtist hafa sérstaka ánægju af not- uðum aðgöngumiðum, gömlum reikn ingum og strætisvagnamiðum. Kæmi hann auga á eitthvað af því taginu, blístraði liann sigri hrósandi og gekk til atlögu eins og nautabani. Gamli Jakob hélt liendinni í hjartastað, og lionum fannst hann vera eldgamalt úrlirak. í sama mund kom hann auga á liappdrættismið- ann, og þaut af stað. En maðurinn hafði veitt honum athygli broti úr sekúndu á undan, og keyrði nú broddstafinn i gegnum liann. Jakob gekk til mannsins og lyfti hattin- um. — Ég vildi bara, sagði hann og starði án afláts á broddstafinn, —■ ég vildi bara ... — Hvað nú? spurði svartklæddi maðurinn og leit allt i kringum sig, i leit að nýju fórnardýri. — Ég vildi bara vita, hvort þér hefðuð séð frimerki, — ég hefi tap- að frímerki, það fauk frá mér. — A ha, frimerki! Það lit'naði yt’- ir manninum. — Hvaða litur? — Grænt, sagði Jakob og and- varpaði þunglega. — Það getur verið erfitt að koma auga á það, en ég skal hirða það. Sá svartklæddi tók undir sig stökk til annarrar hliðar og skutlaði tóm- an sígarettupakka. Jakobi datt snjallræði i hug, þegar hann sá pakkann. — Haldið þér ekki, að ég megi fá sígarettupakkann, sagði hann, — sonur minn safnar nefnilega ýunsum tegundum. — Sonur yðar? Maðurinn horfði með vantrúnaðarsvip á þann gamla. — Er hann ckki ennþá vaxinn upþ úr slíku? - Ég meina auðvitað sonar son- ur minn. Jakob var sjálfum sér sár- gramur, fyrir hugsunarleysið. Litli maðurinn varð hugsi. — Ertu viss um, að liann eigi þetta merki ekki ennþá? — Nei, ég er alveg viss um, að hann á ekki þetta. Hafið þér nokk- uð á móti þvi, að ég taki hann? Jakob nálgaðist broddstafinn, sem stefndi ógnandi beint á brjóstið á honum. ílinn var á báðum áttum, sigar- ettupakkinn virtist allt í einu vera orðinn svo þýðingarmikill. — Þú gætir keypt þér pakka, stakk liann upp á. Jakob liristi höfuðið. — Ég reyki ekki, og þar að auki hef ég enga peninga. Maðurinn klóraði sér i hnakk- anum. Þetta var erfitt. Hann rótaði í vösunum. — Hefði ég aðeins haft einhverja peninga á mér, hefði þér verið velkomið að fá þá lánaða. — Má ég fá pakkann, sagði Jakob æstur og færði sig skrefi nær. — Jæja, taktu hann bara. Sá litli, svartklæddi rétti honum staf- inn góðfúslega. Jakob fálmaði eftir beittum oddinum, þangað til liann hafði náð taki bæði á pakkanum og seðlinum, sem var þar á bakvið. — Nei, aðeins pakkannl Jakob hörfaði eitt skref aftur á bak og kippti um leið að sér hend- inni, snérist á hæli og hljóp allt hvað af tók. En á eftir sér heyrði hann hrópin og köllin í þeim litla. Það var orðið dimmt. — Hérna er hann. Gamli Jakob hlammaði sér niður í stól og saup hveljur. Hjartað ætlaði alveg að ær- — Það er dásandegt, að við skyld- um finna hann! Maria var ennþá snöktandi, en nú þurrkaði hún sér um augun og setti upp gleraugun. — En Jakob, sagði hún hægt, þegar hún hafði borið happdrættismiðann vandlega saman við vinningaskrána, — þetta passar ekki. Það er þriggja stafa tala í skránni, en á miðanum er átta stafa tala ... Síðar, þegar allt var um garð gengið, kom hún inn með kaffí handa honum. — Drekktu nú kaffið þitt, Jakob minn, og sittu ekki svona starandi út í loftið. Og veiztu nokkuð, öskukarlinn kom hérna fyrir stuttu síðan og færði okkur teskeið. Jakob svaraði ekki. Hann sat í ruggustólnum undir þakglugganum og starði á Betelgeuze í stjörnu- merkinu Orion. Hún var svo stór og skær, að honum létti um hjarta- ræturnar við að horfa i hana. if VIEAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.