Vikan


Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 2
Nú eigið þér kost á Kaupm Verölaunakeppni í fjórum þáttum Á myndinni hér að ofan sjáum við H. C. Andersens Boulevard, eina af stórgötunum út frá miðju borgarinnar. Sá, sem sigrar í hinni glæsilegu verðlaunakeppni Vikunnar, mun eiga þess kost að eyða sumarleyfisdögunum í lystisemdum Raupmannahafnar. Þið hafið vafa- laust lesið greinina um Kaupmannahöfn í síðasta blaði og séð, að það er margt, sem kemur til greina, og tíminn mun verða fljótur að líða. Við getum líka fullvissað ykkur um, að dvölin verður ógleymanleg, hvort sem þið leggið áherzlu á skemmtanalíf á næturklúbbum borgar- innar, að sjá söfn og fornfræga staði, baðstrandarlíf á Bellevue, verzlanirnar á Strikinu eða hina vinsælu og alþekktu staði eins og Tívolí og Dýragarðinn. Ef til vill kjósið þið aðeins að sleikja sólskinið í hinum undurfögru skemmtigörðum borgarinnar. Munið, að þið þurfið að- eins að svara öllum fjórum spurningunum rétt og koma lausnunum til Vikunnar í pósthólf 149. Síðan verður dregið úr réttum lausnum, og hinn hamingjusami fær að fara, þegar hann æskir þess. 2 Flugfélag íslands mun hjóða yður velkomin um borð í eina af hinum liraðfleygu og þægilegu Viscount-flugvélum. Þar getið þér og félagi yðar, —- livort sem það verður maki eða ekki, — lifað i praktuglegum vellysting- um ferðina á enda, og gullfagrar frugfreyjur munu bera yður góm- sæta rétti og vínföng eft- ir óskum. Þið munuð hafa gott útsýni, ef bjart verður yfir hafinu, en það er ekki síður skemmtilegt að fljúga í sólskini ofar skýjum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.