Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 29
Hér græða allir
Framhald af bls. 19.
ef menn koma ekki sjálfir meö bíl-
ana til hans?
— FjandakorniÖ, það held ég
varla, ef dauft er yfir viðskiptalif-
inu.
— Þarf eitthvert kapital i svona
verzlun?
— Ef edtthvert vit er i þessu, þá
þarf maður að hafa mikið fjármagn
og geta keypt bila og legið með þá
eins og tiðkast á bilasölum erlendis.
— Það er mikið talað um svindl
og svinarí hjá bilasölum. Er það
satt, eða er almannarómur tekinn
upp á því að Ijúga?
,— Það er tómt kjaftæði. Það er
satt, að þeir voru sumir slæmir,
sem byrjuðu i bransanum, en þeir
ultu bara út úr honum. Og þetta
snakk um okur er allt út i bláinn
og stafar frá þessum ævintýramönn-
um, eins og ég sagði ykkur. En þið
megið trúa þvi, að það eru mjög
sólid bisnismenn komnir f staðinn.
— Margir tapn nú á viðskiptum
við þig, — eða er ekki svo?
— Ekki einn einasti, héðan fara
allir með gróða.
— Hvernig má það verða?
— Ég skal segja þér dæmi: Þú
getur fengið Ford Falcon, 60 módel-
ið, fyrir 228 þúsund, alveg ókeyrð-
an bil. Þedta er sama verð fyrir bil-
inn og þú fengir hann á gjaldeyris-
og innflutningsleyfi, en sá er mun-
urinn, að þú þarft ekkert að biða,
gætir fengið hann strax i dag hér.
— Hvað mundir þú græða á
honum?
— Við tökum alitaf það sama,
2% af verðinu.
— Það væri nú bara hálft fimmta
þúsund fyrir þennan eina bil. Ein-
hverjum þættu það nú sæmileg dag-
laun. Og þar að auki kynnir þú að
selja fleiri á þeim sama degi.
— Stundum liður líka langur
timi, og enginn bill selst.
— H'ver borgar prósentin?
— ÞaS gerir seljandinn, neina um
annað sé samið.
— Setjum nú svo, að tveir menn
komi hingað inn samtimis. Annar
vill selja bil, cn hinn ætlar sér að
kaupa. Nú sér sá, sem vill selja,
gullið tækifæri. Hann hnippir i hinn,
hyggst selja honum hilinn milliliða-
laust og losna þannig við að greiða
þér prósentin. Hvað mundir þú gera
í þvi máli?
— Þegar þeir cru komnir inn á
mina lóð, eru slik viðskipti ólögleg,
eu komi þér sér burtu þegjandi og
hljóðalaust og geri viðskiptin, þá
er auðvitað erfitt fyrir mig að að-
hafast nokkuð.
— Veiztu til þess, að svona við-
skipti hafi átt sér stað?
— Ojá, víst veit ég til þess.
Nú kemur aðstoðarmaðurinn inn
og segir manninn kominn, sem vildi
líta á nýja Chevrólettinn, og þá er
ekki lengur til setunnar boðið. Nýi
Chevrólettinn verður að seljast.
Siðan gengur Kristinn út á planið,'
og þar stendur peningalegur kaup-
andi og litur girndaraugum á
Chevrann, eins og það væri Marilyn
Monroe.
— .Tú, þetta cr bill, sem óhætt er
að treysfa, — og svo er húddið
þrifið upp. — Sjáðu bara vélina,
allt saman ryðvarið og fint. Þetta
er nú bill, sem er eigandi ... -*•
Dragist ekki afturúr ...
Það getur dregið dilk á eftir
sér að vita ekki full skil á nýj-
ungunum sem daglega koma
fram á sviði tækninnar.
Það er auðvelt
að fylgjast með flestu sem ger-
ist síðan tímaritið „TÆKNI
fyrir alla“ lióf göngu sina, þvi
það birtir fréttir, myndir og
lengri gi'einav um allt það sem
máli skiptir. Þér þurfið enga
tækniorðabók til þess að skilja
greinarnar í „TÆKNI fyrir
alla“,
Monica
Framhald af bls. 9.
verða hræddur. Við skiptum jafnt
því, sem ég á, svo að fjárliagslega
séð þarf þig ekki að skorta neitt.
Sjálf ætla ég að reyna fyrir mér sem
læknir aftur. Ég ætla að taka við,
þegar Sven Nilsson hættir.
— Hirtu alla þlna peninga, ég vil
ekki sjá þá, æpti hann mpðursýkis-
lega. — Imyndar þú þér i raun og
veru, að það hafi verið peningar
þfnir, sem freistuðu mín? Þö að þú
hcfðir verið fátækari en ég, hefðirðu
verið eina konan, sem vaéri mér ein-
hvers virði, — því að ég hef alltaf
elskað þig, jafnvel ]>ó að ég hafi
komið illa fram við þig. Þar að auki
er það dálitið þin sök lika. Held-
urðu, að sorgin yfir dauða barna
okkar hafi bara bitnað á þér? En
ég hef reynt að líta skynsamlega
á hlutina og oft stungið upp á, að
við reyndum að ættleiða barn.
— Ég get það ekki, Gert. Eg þrái
mitt barn, mitt og þitt barn, — en
ég er næstum fegin þvf, að svo fór
sem fór.
— Svo? Það var að minnsta kosti
ný vitneskja. Og þú hefur ekki nein-
ar áhyggjur af mér? Ég skal strax
í daga útvega mér herbergi eða ein-
hvern samastað, svo að ég kvelji
þig ekki lengur.
— Gert, þú mátt ekki taka þetta
svona. Ég hafði ckki hugsað um
skilnað, ég þráði aðeins að fá vinnu
aftur. Ilvers vegna getur þú ekki
unnt mér þess?
— Af þvi að ég clska þig og vil
hafa þig hér heima. Þú ert min.
— Ó, hvað þú getur verið eigin-
gjarn. Hugsaðu þig nú um örlitla
stund, og þegar þú hefur ákveðið
þig, segðu mér þá, hvernig þú vilt
hafa þetta. En eitt skaltu vita: Ég
elska þig með öllum þínum kostum
og göllum.
Hann sat kyrr með hendur i
skauti. Skyndilega leit hann á hana,
og hún undraðist breytinguna á
andliti hans. Hann var ekki lengur
ábyrgðarlaus eins og unglingur,
heldur fullþroska karlmaður.
— Ég gefst upp, mælti hann
þunglega. — Þú getur byrjað að
vinna aftur, — aðeins ef þú yfir-
gefur mig ekki.
Hún vissi, að framtiðin yrði oft
erfið, en þrátt fyrir það var liún
auðmjúk og þakklát fyrir að fá að
halda manninum sfnum, sem hún
ætlaði að vernda og elska eins og
móðir elskar barn sitt. ★
VIKAN
29