Vikan


Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 8
SMÁSAGA Móniku sveið í augun eftir svefnlausa nóttina, Klukkustund eftir klukkustund hafði hún legið og starað út í myrkrið. Klukkan tvö hafði Gert komið heim, og hún varð að játa, að hann hafði farið mjög gætilega. Það greip hana löngun til að flissa, er hún heyrði, hvernig hann hélt i sér andanum, þegar annar skórinn datt af hon- um á gólfið, en hún andaði rólega og lét sem hún svæfi, og það gerði hann strax rólegan aft- ur. Nokkrum minútum seinna svaf hann svefni hinha réttlátu. Loksins fór að birta. Hlutirnir i svefnherberginu tóku á sig rétta mynd, og næturangistin sleppti taki sínu á henni. Varlega settist hún upp f rúminu og leit á Gert. Ó, and- varpaði hún, hvers vegna elska ég þig svona mikið? Hann hreyfði sig, en vaknaði saint ekki. Hann dreymdi áreiðanlega citthvað skemmtilégt núna, því að það mynduðust brosdrættir við munn- inn. Þannig mundi hún hann frá liðnum tíma, er hann raunverulega sveik hana, en án þess þó, að liún hefði nokkurn grun um það. Eftir þvi sem árin liðu, vissi hún, að hinir mjúku andlitsdrættir hans táknuðu breyzkleika. En þannig erum við konurnar, að við viljum sjá drenginn i manni okkar. Við viljum vernda hann og vera honum bæði móðir og ástmey i senn, en þrátt fyrir það þráum við að eiga mann, sem verndar okkur. Þú Gert, hefur aldrei lagt það á þig að reyna að vernda mig, aðeins hlaðið hyrðunum yfir á minar herðar. Og ég hef borið þær þangað til núna, að ég megna það ekki lengur. Hún andvarpaði þungt, þó að hún vissi, að fjöldi kvenna öfundaði hana af glæsilegu heim- lilnu, áreiðanlegu þjónustufólkinu, fallegum föt- um og aðlaðandi eiginmanni. Hjúkrunarkon- urnar dáðu hann. Það fannst varla ein meðal þeirra, sem ekki féll fyrir töfrum hans, allt frá hinni virðulegu yfirhjúkrunarkonu til yngsta nemans. Svo voru það sjúklingarnir. Þegar hann gekk stofugang, glaðnaði yfir þeim öllum. Föl andlitin ljómuðu og virtust yngri. Já, það var jat'nvel eins og blómin á náttborðurium smituð- ust af allri þessari tilbeiðslu og ilmuðu betur en áður. Sólin skein, þó að það rigndi úti. Mónika og Gert höfðu tekið prófið saina árið. en þá hafði hún ekki litið hann ástarauguin. Þau vorii vinir, og henni fannst það leitt, er hann stundum kom tit Iiennar örvilnaður yfir því að hafa ekki fylgzt mcð fyrirlestrum eða liegðað sér heimskulcga á einhvern hátt. — Mónika, liafði hann sagt, — vegna gamallar vináttu verður þú að hjálpa mér. Aðeins í þetta eina sinn. — Aðeíns í þetta eina sinn, hermdj hún eftir honuni. — Eiginlega ætti ég alls ekki að hjálpa þér, ég er hrædd um, að það geri aðeins illt. verra Skilurðu ekki, að þú ver'ður að leggja allt i sölurnar fyrir fraintíð þína. Þú getur skemmt þér, þegar þú hefur lokið námi. - En Mónika, lífið er svo stutt og æskan enu þá styttri. í bibliunni stendur, að maður eigi að skemmta sér, á meðan maður sé ungur. — Nú — já, sagði Mónika þurrlega, — ánægj- an er líka mismunandi lijó ólíku fólki. Ég gleðst yfir góðu prófi og íramtíð, sem ég erfiða fyrir. — Þetta getur þú sagt. Hefði ég verið jafn- heppinn og þú og átt rika foreldra, hefði mér kannski fundizt þetta lika. Hefúr þú nokkra hugmynd um, hvernig það er að verða að neita sér um alla skapaða hluti? — Þvaður! Hvernig dettur þér i hug að tala svona eins og kjáni. Það er betra að eiga fátæka foreldra á lifi en ríka foreldra geymda i gröf sinni. Þú ættir sannarlega að hugsa meira um foreldra þina og veita þeim eitthvað af þeirri ánægju, sem þau hafa unnið til á langri ævi. — Álitur þú þá, að ég eigi að stofna mér í meiri skuldir til þess að gefa þeim gjafir? — Gjafir! Það hefur enginn talað um gjafir. Veittu þeim meiri ást og virðingu. Ég held, að það yrði þeim dýrmætara. Hvernig væri það, að þú heimsæktir þau um helgina í stað þess að hanga á veitingahúsum með félögum þínum? Þrasi þeirra lauk venjulega með þvi, að Món- ika hjálpaði honum. Eftir á varð hann bæði bliður við hana og þakklátur, svo að það var ekkert undarlegt, þó að það leiddi til nánari kunningsskapar. Gert var vel gefinn, svo að honum reyndist ekki erfitt að skilja það. Hann átti marga góða eiginleika, og þá strax náði hann góðum tökum á sjúklingunum, þó að hann væri aðeins einn hlekkur i langri keðju af yfir- læknum, aðstoðarlæknum, kandidötum og hjúkr- unarkonum. Örlögin höguðu því svo, að þau lentu á sama sjúkrahúsi, Mónika sem verðandi læknir í kven- sjúkdómum og fæðingarhjálp og Gert sem skurð- læknir. Mónika hafði valið starf sitt vegna ástar á börnum. Hendur hennar voru mjúkar og \dð- kvæmar, og hinar ungu mæður treystu henni og fylgdu ráðleggingum hennar út i yztu æsar. í hvert skipti, sem hún hjálpaði litlu barni inn í þennan lieim, fannst henni veröldin verða Ijósari og bjartari, og góðar óskjr fylgdu þeim út i lífið En hvað hún mundi vel sunnudaginn, þegar hún hafði vaknað óvenjulega snemma. Henni fannst alveg óhugsandi að liggja lengur og hjúfra sig inn í sængina á svona dásámlegum morgni. í snarkasti hafði hún klætt sig i gamla göngudragt, góða og þægilega skó og sett upp alpahúfuna sína. Hún ætlaði í langa gönguferð. Það var þá, sem hún mætti Gert fölum og illa útlítandi. — Mónika, mælti hann óhamingjusainur. hvernig ferðu að því að lita út cins og heil- brigðin sjálf? Og það svona snemma dags, ég er næstum dauður. —■ Atl þú ekki vakt í dag? — Jú, en ég bað Lasse um að taka hana fyrir mig. Það er ekki mannlegt að krcfjast þess af okkur læknunum, að við séum til taks jafnt á nóttu sem degi og jafnt á sunnudögurn sem aðra daga. — Ó, það er þér engin nýlunda. Það vissir þú ínjög vel, áður en þú gafst þig að þessu starf'i. Mónika, hjálpaðu mér út úr þessu öllu. Ég er dauðþreyttur á öllu þessu útstáelsi, og innst inni þrái ég t'rið og ró. Já, hann leit líka aunikunarlega út. Mónika hló að lionum, en |iað fór í taugar hans. — Já, hlæ þú bara. Hefði ég fengið sömu aðstöðu í lífinu og ]jú, hefði ég' haldið jafnvægi og haft taumhald á sjálfum mér. Þú þarft ekki að halda, að það sé skemmtilegt að hugsa til allra þeirra skuldaafborgana, er ég þarf að ann- ast. TTíkið ætti að kosta okkur tií náms, svo míkinn greiða gerum við því með því að lappa upp á skattgreiðendurna. — Guð almáttugur, þú ert uppreisnarmaður, sagði hún og brosti. — En trúirðu þvi, — ég held, að þú mundir ekki þrifast við kyrrlátt liferni. — Jú, Mónika, trúðu mér. Ég þrái heimili, konu, sem ég elska og elskar mig. Þekkirðu ckki einhverja fallega stúlku, sem mundi hæfa mér? — Nei, þvi að hjúskaparmiðlari ætlaði ég aldrei að verða. Þar að auki þekkir þú fleiri stúlkur en ég. Það varð úr, að, þau voru saman þennan sunnudag. Hann þrammaði við hlið hennar, og hún kynntist þeirri hlið hans, sem hún hafði ekki þekkt áður. Móniku leið vel, en fann til viðkvæmni, er hann sagði henni frá bernsku- heimili sinu. — Ég er nýbúinn að fá bréf frá pabba, sagði hann og andvarpaði, — og hann sagði mér, að mamma hefði haft magakvalir undanfarið, Læknirinn heima hefði ráðlagt henni að leggj- ast inn á spítala, en hún ekki viljað það. Hún er hrædd við hnifinn, og ekki treysti ég mér til þess að skera móður mina upp. — En góði Gert, þú getur ekki látið hana deyja. Skrifaðu, og segðu henni að koma. Hún gctur vel búið hjá mér, þangað til við höfum komizt að niðurstöðu um, hvað við getum gert fyrir hana. — Mónika, þú ert perla. En gerirðu þér grein fyrir, að mamma passar varla inn i þitt glæsi- lega heimili. — Hvað áliturðu mig eiginlega? Snobb? Ó- nei, Gert, ég hef hugboð um, að mér muni geðjast mjög vel að móður þinni. Það reyndist líka satt. Gamla konan bar með sér birtu og yl inn á friðsælt heimili Móniku. Það var augljóst, að hún var mikið veik, en þrátt fyrri það var hún vongóð og ekki vitund hrædd við dauðann. Með sameinuðu átaki Gerts og Móniku tókst að bjarga móðurinni, og eftir sjúkrahússvistina dvaldist hún um tveggja mán- aða skeið á heimili Móniku til þess að hvila sig eftir hinn erfiða uppskurð. Það var átakan- legt að sjá, hvað hún reyndi mikið á sig til þess að reyna að vera til gagns á heimilinu. Það var einnig hjartnæmt að horfa á gömlu hjónin heilsast, þegar faðirinn kom til þess að sækja hana. Hendur hans urðu bliðar eins og móður- hendur, er hann tók gömlu konuna f fang sitt. — Mainma, sagði hann, — loksins hef ég lært að nijólka, svo að þú losnar við að annast það allt ein. Við hjálpumst að, þá gengur allt betur. Það var Mónika, sem ók þeim heim á býlið. Gömlu hjónin sátu i aftursætinu, en Gert við hlið Móniku i framsætinu. Hann var dálitið inóðgaður og sár við hana af því, að hún skyldi ekki láta hann aka. — Sjáðu til, hvislaði hún að honura, — þú ekur heim. En ég veit, hvilikur ökufantur þú ert, og ég vil ekki, að foreldrar þínir óftist um Hf sitt. Býlið var litið og látlaust. iHvorki aðalhúsið né útihúsin höfðu verið máluð í mörg ár, en allt innan húss var mjög notalegt og vel hirt. Engin voru þar nýtizkuhúsgögn, heldur réð gamli bóndastillinn ríkjum, og það var nokkuð. sem Mónika kunni vel að meta. Það var reglu- lega gaman að kynnast því, hvernig Gert hafði vegnnð sem barni. Gamla rúmið hans stóð eins og hann hafði skilið við það. Sængin var lftil og drifhvít, heklað rúmteppi breitt yfir. Út- skorin bókahilla hékk yfir rúminu. — Ég bjó hana til handa honuin, sagði faðirinn. — Á meðan hann var í skólanum hérna, vildi hann alltaf hafa hjá sér bækur. Hann hafði alltaf svo gaman af að lesa. — Mónika leit hrifin á bækurnar. — Það var greinilegt, að þær voru slitnar, Þeim var borið sterkt og gott kaffi. Hið siðasta, er þau sáu til gömlu bjónanna, var það, að þau stóðu úti á túni og veifuðu þeim i kvcðju- skyni. Alla leiðina heim sat Mónika með öndina í hálsinum, því að liún VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.