Vikan


Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 12
Þetta er þátturinn Þú og barnið eftir Dr. Matthías Jónasson KYNFYLGJUR OG MAIÍAVAL. Hin rólega skynsemi ræður ekki alltaf atferli okkar. Oft ráöast á- kvarðanir, sem valda miklu um lifs- hamingju okkar, af djúpstæðum, ó- ræðum eðlisávísunum. Framar öllu á þetta við um makaval. Það ákvarða tilfinningar miklu fremur en skyn- semin. í hinum vestræna heimi er sú skoðun almenn nú á dögum, að makaval, sem ákvarðast af sterkri ást, leiði að jafnaði til meiri h,am ingju en skynsemishjónaband. Forfeður okkar voru þó ekki auð- trúa á óskeikulleik eðlisávisunar í svo vandasömu máli sem makaval er, og enn á vel þroskuð skynsemi jafnan nokkurn þátt í vali makans. Hún uppgötvar kosti og galla í fari manna, setur okkur fyrir sjónir .væntanlegar afleiðingar þeirra og varnar þannig ásthneigð okkar að beinast að þeim, sem haldnir eru áberandi göllum. Hér er um að ræða viturlega lieilsuverndar- ráðstöfun náttúrunnar kynstofnin- um til handa. Stórvægilega fatlaður eða lýttur einstaklingur er lítt eftir- sóttur maki, einkum ef fötlun og lýti' eru honum ásköpuð og með- fædd. Því nánar sem slíkir ágallar eru tengdir eðli manns, t. d. kyn- ferðileg vanhæfni og sýnilegar geð- veilur, þvi sterkar hrinda þær frá við makaval. Hér er að verki ævaforn og eðlis- læg vitund mannsins, að sjúklegir eiginleikar foreldris birtist að nýju í afkvæminu. Við frjóvgun ákvarð- ast i örsmárri frumu örlög heillar mannsævi og jafnvel margra kyn- slóða. ÖRLAGAVALD BLÓÐSINS. Vegna þeirrar kynfylgju, sem for- eldrar bera i sér, ráðast öriög af- kvæmisins að miklu leyti með maka- valinu. Foreldrar sjálfir koma sjaldnast auga á þetta né viija við- urkenna það, þótt þeir sjái. Hins vegar eru þess fjölmörg dæmi, að foreldrar berjast hatrammlega gegn uggvænlegum tilhneigingum af- kvæmis síns, þó að þær séu ótví- ræður arfur frá þeim sjálfum, báð- um eða öðru. En jjegar sama til- hneigingin, sem foreldrar vilja upp- ræta hjá barni sínu, dyist ómeðvit- uð i eðli sjálfra þeirra, geta dulvituð áhrif hennar á barnið orðið sterk- ari en hin meðvitaða uppeldisvið- leitni. Frá sjónarmiði erfðaliollustu virðist eðlilegt, að fyrsta boðorð við makaval væri krafan um líkamlega og andlega heilbrigði. Svo er þó ekki að öllti leyti, enda liggur það ekki ætíð ljóst fyrir, hvorí ákveð- inn einstaklingur er heilbrigður eða haldinn sjúklegum tilhneigingum. Fjöldi fólks gengur með meir og miður duldar geðveilur og jafnvel auðsæja geðvillu, án þess að taldar séu til sjúklegra fyrirbæra. Hin af- brigðilega tilhneiging finnur e. t. v. framrás í hegðun, sem ekki er talin sjúkleg vegna þess, hve algeng liún er. Það er því ekki auðvelt fyrir ungt fólk, sem lætur hrifningu og ytra álit ráða makavali sínu, að tryggja væntanlegu afkvæmi heilbrigðar kynfylgjur. Eftir á er sýnilegt, að margur maður og mörg kona, sem virtust eiga allra kosta völ, inn- sigluðu ævilanga óhamingju einmitt með makavalinu. Sú skoðun hefir jafnvei komið fram, að gölluð kyn- Framhald á bls. 31. 12 V í K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.