Vikan


Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 16
FYRIR KVENFÓLKIÐ Morgunsnyrting Þaö gefur andliti yöar líf og lit aö snyrta þaö og mála mátulega mikiö. — N.B.: rnátu- lega, því aö yfirdrifin málning hefur alveg gagnstæö áhrif og breytir yöur í múmíu. Byrjið með því að bera á húðina gott dag- krem, jafnt og með léttum strokum upp eftir andlitinu. Þerrið með andlitsservíettu til að fjar- lægja það, sem er umfram nauðsyn. Ef þér notið kinnalit, þá er næst að setja hann á. Sé andlitið mjótt, er hann settur ofarlega á kinnbeinin, uppi á móts við eyrun. En sé andlitið aftur á móti breitt, er hann settur upp undir augu, í nánd við nefið. Notið hreina baðmull til að púðra yður með, og bezt er að púðra nefbroddinn síðast. At- hugið að púðra alveg upp undir hársrætur, og gleymið ekki hálsinum. Svo er nauðsyn að eiga púðurbursta til að bursta með á eftir. Púðurlit- urinn verður að vera í nánu samræmi við þá liti frá náttúrunnar hendi, sem þér hafið. Sumar púð- urtegundir eru þannig, að þær skipta um lit, um leið og þær koma í snertingu við húðina. Það eru sérstök fituefni 1 húðinni, sem verka þannig á púðrið. Riður þvi á að prófa sig áfram og halda sér svo við þann lit, sem yður finnst eiga bezt við. Sjálfsagt er að nota ögn dekkra púður á sumr- in. — Varaliturinn og kinnaliturinn verða að vera eins líkir og unnt er. Þegar varirnar eru mál- aðar, á að fylgja hinum eðlilegum útlínum eins nákvæmlega og mögulegt er, og bezt er að gera það með pensli. Þerrið vel mað servíettu, og var- izt að láta fara rautt á tennurnar. Vandið yður vel; þegar þér kaupið varalit. Það er úr óteljandi litum að velja, allt frá gulrauðum til blárauðra. Hinir síðastnefndu eru hættulegir, því að þeir gefa bláfrosið útlit. Aðeins stúlkur með platínu- Ijóst hár og svo svart'hærðar geta notað bláleita liti. Dökkir litir gera konur eldri en til er ætl- azt, og þeir eiga ekki heldur við hina ljósu húð okkar Norðurlandabúa. Sænsk sumardragt úr hvítri ull, — cnginn kragi, breitt belti og stuttar, víðar ermar, — pilsið þröngt og beint, — allt sam- kvæmt ströngustu tízkukröfum nú. Vinsælustu dragtirnar um þess- ar mundir eru endalausar útgáf- ur af sfðum jakka með breiðu belti, reversum, ýmist iitlum eða niður undir mitti, hálflöngum ermum með þröngum handveg. Dragtin hér til vinstri er dæmi- gerður fulltrúi fyrir þessa dragta- tegund. Sportleg dragt úr brúnu og hvítu tvídi. Beltið er mjög breitt og hneppt á fjóra hnappa.Sams konar hnepping í hálsinn. Vasarnir eru stórir, utan á festir brjóstvasar. Model Revillon. Maggy Rouff sýnir hér hvíta sportdragt úr sevíóti. Erm- arnar eru sniðnar út í eitt, vasarnir stórir og hnapparnir logagylltir sjóliðahnappar. Það er langt síðan svona jakkar hafa sézt. Nú eru felldu dragtarpilsin aftur að komast í tízku. Þessi dragt er einnig frá Maggy Rouff, og það einkennir hana, að hún er með tveimur pils- um, þröngu innan undir og svo lausu felldu pilsi utan yfir. Hvers vegna rífumst við? Bandarískur prédikari var eitt sinn að halda tölu um hjónabandið. Skyndilega þagnaði hann, en sagði síðan: — Er nokkur hér inni, sem ekki hefur lent i al- varlegri deilu við konuna sína? Það varð smáþögn. Tveir af tilheyrendum réttu varfærnislega upp hendurnar. Prédikarinn leit á þá, en sneri sér siðan að hinum og sagði: — Látuin oss biðja fyrir þessum vesalings mönnum. Það gengur á ýmsu i hjónabandinu. Maður og kona eru, eins og við vitum, öll sitt á hvorn mátann, að því er skapferli varðar, skoðanir og smekk, og þess vegna ekki undarlegt, þótt slái í brýnu, þegar andstæðurnar mætast. Iðulega heyja hjón stórstyrjaldir út af smávægilegustu hlutum, og hafa þá ýmsir betur, allt eftir styrk- . leika málstaðar og baráttuþreki. En það gerist allt of oft, að deiluaðilar verða óvinir af litlu tilefni. Hinn mikli, enski heimspekingur, Chesterton, lýsti þessu þannig: — Yfirleitt rífst fólk vegna þess, að það kann ekki að ræða saman. — Hér erum við einmitt komin að kjarna málsins, — því að innst inni þráum við að upphefja okkur sjálf og gera mikið úr eigin persónu. Við eigum svo bágt með að viðurkenna, að okkur geti skjátlazt, og auðvelt með að ímynda okkur, að okkar eigin skoðanir séu hinar einu réttu. Flest okkar þola illa minnstu andmæli, og við rjúkum upp út af hvað litlu, sem er. Hvers vegna rífumst við? Þvi er ekki svo auðvelt að svara. En sannleikurinn er sá, að í okkur búa einhverjir illir púkar, og þeir byrja snemma að gera vart við sig. Þegar sem börn reynum við að gera uppreisn gegn foreldrunum með þvi að segja nei við þvi, sem þau segja. Þetta eru fyrstu viðbrögðin í þeirri viðleitni að upphefja eigin persónu. Þótt við lærum seinna að stilla okkur og dylja löngun okkar til að ráða, þá vill lengi vera grunnt á þessum hugsunum, og þarf lítið til að draga þær fram í dagsljósið. Það er sennilega umfram allt þessi tilhneiging okkar að fá að ráða, sem veldur þvi, að við lendum i deilum. Hér er eitt, sem getur hjálpað, og það er fullkomin hrein- skilni, þannig að viðurkenna sannleikann um sjálfan sig. Ef við sjáum hann i réttu ljósi, litum við um leið allt öðrum augum á samborgara okkar, komumst meira að segja að raun um það, að sjálf erum við ekki hóti betri en þetta fólk, sem við erum alltaf að gagnrýna ... ★ Hér sjáið þið einfalda og fljótunna aðferð við að búa til barnaleikföng. Gúmísvampar fást í sterkum og fallegum litum, og á það einkar vel við fjörugt imyndunarafl barnanna. Sjáið liundinn efst á myndinni. Athugið, hvernig teiknað er á svampinn. Klippið eftir teikningunni, og notið úrklipp- una fyrir höfuð. Klippið síðan stykki, sem höfð eru fyrir eyru og skott. Saumið nú stykkin saman (eða límið) með þéttum og sterkum, ósýnilegum sporum. Saumið perlur í fyrir augu. Hnýtið silkibandi um hálsinn. Kötturinn framan á myndinni er gerður alveg eins. Ágætt er að sniða hausinn eftir litilli undirskál. Festið eyru og rófu, einnig augu og veiðihár, sem gjarnan mega vera úr þunnri svampræmu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.