Vikan


Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 26

Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 26
MoJar úr menntó i'ramhald af bls. 19. — Já, stundum. — Hefur þú orSið vör við, að nemendur reyni að „svindla“, — nota einhver hjálpargögn í prófinu? — Eftirlit er yfirleitt mjög strangt í prófum hérna, svo að ilálitið hug- rekki þarf til að reyna slíkt, en samt sem áður liefur stundum leik- ið grunur á Jjví, að lirögð hafi verið höfð i frammi. — Sá fær líkle'ga nafnið sitt á góðan stað í vítabókina, sem er staðinn að því að svindla í prófi? — Honum er tafarlaust vísað úr prófi. — Hefurðu starfað lengi hérna hjá rektor? — Ég var nemandi hér í skólan- um í tíð Pálma heitins Hannesson- ar, en tók við þessu starfi árið 1957, rétt eftir að Kristinn Ármannsson hóf rektorsferil sinn. — Og er langur vinnutíminn? — Nei, bara venjulegur skrif- stofutimi, frá klukkan níu til fimm. — Likar þér þetta vel? — Já, alveg ijómandi. — Þú varst einu sinni með ein- hvern þátt i útvarpinu; var það ekki? — Jú, það var þátturinn Með ungu fólki. — f>að var bara gaman, en stundum dálítið erfitt vegna þess, hve fólk er lirætt við mikrófóninn. Menn, sem annars eru ræðnir og skemmtilegir, virðast alveg missa tnálið, þegar þeir standa fyrir frain- an hljóðnema. Við kveðjum Gúðrúnu Helgadótt- ur og þökkum fyrir upplýsingarnar, — göngum síðan upp einn stiga enn og liittum fyrir nokkra unga menn, sem eru niður sokknir í alis konar eðlisfræðitilraunir. Okkur er sagt að snúa okkur til inspectors scholae með forvitni okkar, og við göngum á lians fund i kompu eina jiarna á loftinu, þar sem liann var við annan mann að kikja í eitthvert okkur framandi áhald. — Komdu sæll. Þú ert inspector scholae? — Já. — Og hvað heiturðu — með leyfi? — Sigurður St. Helgason. — Er þetta ekki mikil virðingar- staða að vera inspector scholae? — Ja, ég veit það nú ekki. In- spector scholae er formaður skóla- fétagsins og svo fulltrúi nemenda gagnvart yfirvöldum skólans, ef eitthvað ber á rnilli. — Og er mikið um árekstra? — Nei, það er hverfandi litið. , — Og er inspector scholae alltaf í 6. bekk? — Já, — svo að hann getur ekki haldið stöðunni nema einn vetur. — En ef hann fellur nú á stúd- entsprófinu? — Það fellur enginn á stúdents- prófi. — Nú, það var skrítið. En ef ein- hver gatar nú alveg á prófinu? — Ja, — menn hætta stundum prófi. — Er ekki fjörugt félagslíf hér í skólanum? — Hver bekkur fer í Selið tvisvar á vetri og dvelst þar eina helgi i senn. Þriðja bekk þarf nú reyndar að skipta, hann er svo fjölmennur. — Hvað hafið þið svo fyrir stafni þarna upp frá? — Það er sungið og spilað, farið I fjallgöngur og ýmislegl fleira. Og svo koma nemendur saman í íþöku fjögur eða fimm kvöld í viku til að tefla, spila og dansa. — Kemur fyrir, að menn séu drukknir á skemmtunum lijá ykkur? — Það er mjög sjaldgæft, enda er hegningin fyrir slíkt brot þung. — Hvað er gert við þá? — Þeir eru útilokaðir frá öllum skemmtunum okkar í fjóra mánuði. — Eru nemendur í 6. bekk yfir- ieitt i-áðnir 1 þvi, hvað þeir ætla að „stúdera" að prófi loknu? ' — Ég veit það ekki. Það er nokk- uð misjafnt. — Ert þú búinn að ákveða það? — Nei. STRRUB ttöifMpmanmt með olíu Við snúum okkur að hinum til- raunamanninum og spyrjum hann að nafni. — Ég heiti Hannes Jón Valdi- marsson. — Og skipar þú einhverju virð- ingarstöðu hér innan skólans? — Ég er nefndur inspector plate- arum. — Og hvað þýðir það? — Eiginlega þýðir það umsjónar- maður á þlötunum, þ. e. skólastétt- unum, en aðallega er starfið fólgið i að hringja skólabjöllunni. Og til að sanna mál sitt gengur Hannes að griðarstórri klukku, sem hangir uppi í stigagangi skólans, og hringir henni liátt og skörulega. Við tökum þetta þannig. að viðtal- inu sé lokið. Við se-gjum takk fyrir og göngum út í góða veðrið. jc Með Straub silkigljái og áferðarfegurð Með Straub mjúkar og eðlilegar bylgjur Með Straub fylgir túpa af hinu viðurkennda Strauboon - shampoo Fiskurinn má ekki kólna Framhald af bls. 11. föður sinn af dáinu. Hann hallaði sér yfir borðið, greip föstu taki um kjöl blaðsins og kippti því úr höndum föð- ur síns. Áhrifin létu ekki á sér standa. —• Hvað er þetta!!! ETrtu orðinn sjóðvitlaus, strákur !!! Hef ég ekki leyfi til að lesa mitt blað !!! Hver djöfullinn gengur eiginlega á!!! — Nú, er maturinn kominn? Jæja, þá, — gerið svo vel. (Hann uppgötvaði nær- veru mína). Ha, ha, ha. Maður verð- ur svo skratti spenntur í þessari pólitík. Ertu búinn að lesa ræðuna hans Ólafs í blaðinu í dag? Mikið helviti er hún góð! Hann saumar al- deilis að þeim, — enda eiga þeir það skilið, þessir böivaðir hottintottar. Helvítis kommarnir sprengja þjóð- lííið. Og Framsókn eltir þá til þess að sleikja á þeim sitjandann. Ég leit í kringum mig, en vogaði ekki að segja neitt. Ég var víst sá eini, sem hafði aðrar skoðanir. Or því að hann rauk svona upp, þegar Mogginn var tekinn af honum, heíði hann getað raddbandaslitnað, ef hon- um hefði verið mótmælt í pólitík. Ég þorði ekki að líta upp. Ég hafði reynt það einu sinni, og fyrir mér urðu augu Möggu, svo barmafull af hlátri, að ég var þess fullviss, að út úr flóði, ef ég liti upp öðru sinni. Nú reið á að finna hentugt umræðuefni. Veðr- ið? Nei, það var of klúðurslegt. Pólitík var bannmál. Hvað var eftir af almennum umræðuefnum? Ég hugsaði og hugsaði, eins og ég væri að finna mér leið úr dauðs manns klefa til frelsisins. Allt i einu skynj- aði ég fremur en heyrði, að Jóna var að tala við mig: —• Hvernig líður foreldrum þínum, Sigurður? —- Ha? Hvað? Jú. þeim! Þeim líður prýðilega, þakka þér fyrir. Það var ástæðulaust að geta Þess, að þau voru bæði dáin fyrir mörgum árum. — Fer ekki pabbi þinn að komast á eftirlaun? Hann hlýtur að vera orðinn vel roskinn? ? ? ? (Hverju átti ég. nú að svara?) — Jú, ætli það ekki. —■ Það var agalegt fyrir hann að missa fótinn. — Já. (Ætli hann hafi ekki misst eitthvað fleira nú orðið? Hann var þó með báða fætur, þegar hann dó.) Þögn. Af tvennu illu var skárra að hafa þögn. Og þó. Ég var hræddur við þögnina líka. Svo óþægilegar sem spurningarnar gátu verið, voru þær þó heldur betri en þetta svika- logn. Það var Nonni, sem hjálpaði eins og fyrri daginn. Hann fór að tala um sameiginlega kunningja okkar, og það bjargaði öllu. Og innan skamms gat ég staðhæít með fullum sanni, að klukkan væri að verða eitt og við Magga þyrftum að komast til vinnu á ný. Það var eins og að komast i nýtt loftslag, þegar ég komst út. í bil. Auð- vitað var reynt að láta mig iofa því að koma bráðlega aftur, en ég bjarg- aði mér með þvi að svara út úr, — ég vissi ekki, hvenær ég gæti það næst. Með því móti gerði ég hvorki að lofa né neita. Ég naut þess að nota átta strokka vélarorku Fordsins út i æsar, þegar ég ók meö æðislegum hraöa niður götuna og fyrir næsta horn. Það stanzaði ég til þess að siappa af. Ég hallaöi mér aftur i sæt- inu og kveikti mér í sígarettu. Magga dró undir sig fæturna og horfði á mig, þar til ég blés frá mér fyrsta reykjarstróknum og heyktist saman i sætinu, gersamlega örmagna. Þá sprakk hún. — Guð, ég hélt ég ætlaði að deyja. Þegar pabbi rauk upp! Og mamma var að tala um foreldra þína! Guð! Hún greip i handlegginn á mér og engdist sundur og saman af hlátri. Ég gat ekki að því gert, en smám saman smitaðist ég og hló með. Fyrst hægt, lágt. rétt svona krimti, svo hærra og hærra, og að lokum nötraði billinn aí hlátri okkar beggja. Ekki veit ég, hve lengi, því að í livert sinn, sem við ætluðum að hætta og htum hvort á annað, byrjuðum við á nýjan leik, eins og við hef.um aldrei hlegið áður. Enda var þetta yfirmátahlægi- legt, svona eftir á, þvi að þetta var allt saman einn regin-misskilningur. Ég var nefnilega ekki hinn rétti Siggi. Hinn Sigginn, sem átti þennan bil og þessa stúlku, var bara kunningi minn, en þar sem ég vann á bíla- verkstæði, hafði ég stundum bílinn hans til viðgerðar og tók mér þá það bessaleyfi að skjótast ýmislegt á hon- um. Það var allt og sumt! -£• — ■ j. X VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.