Vikan - 28.04.1960, Blaðsíða 7
Fyrir hverju er draumurinn?
Droumspokur itioður rmður druumu fjfrir (esendur Vikunnnr
Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni,
pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins.
DrnuniráSningarmaSur Vikunnar.
Fyrir nokkru dreymdi mig, aS ég var staddur
á verkstæSi, sem ég vinn á. og fannst mér lítill
sonur minn vera meS mér. Skyndilega kom
einhver og tók slöngu, sem notuS var viS aS
spúla gólfiS, beindi henni aS okkur og spraut-
aSi á son minn þannig, aS hann varS gegndrepa
og ég blotnaSi aS nokkru leyti. HvaS þýSir
þessi draumur? ) Deuni.
Svar til Denna.
Draumur þessi þýðir, að sonur þinn mun
taka einhverja i umferðarveiki, sennilega
innflúenzu, einhvern tíma á næstunni. Þú
munt einnig véikjast, en samt ekki eins og
sonur þinn. Farðu varlega með þig á næst-
unni.
'i ■ i
Til Draumráðanda Vikunnar.
Mig dreymdi hérna um daginn, að ég ók i
bifreið vinar mins, sem er hvítur Kaiser, á
hæari ferð. Mér virtist sem ég kæmi að snjó-
skafli. og reyndi ég að aka yfir hann, en komst
vj þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og spól.
Snéri ég svo við aS svo búnu. HvaS heldurSu,
að draumur þessi merki?
MeS kærri kveðju,
Viggó.
Svar til Viggós.
Fyrir flestum merkir þessi draumur strand
á fjármálasviðinu. Málinu mun þann veg far-
ið, að eigandi bifreiðarinnar mun óska eftir
einhvers konar fjárstuðningi af þér, en svo
virðist sem málaleitan hans reki í strand
þrátt fyrir varkárni og ítrekaðar tilraunir
þínar. Virðist mér sem aðrar leiðir þurfi til
að koma til bjargar málinu. Ýmsar leiðir eru
til að koma fjármálunum á réttan kjöl, ef
hugvit og persónulegt harðfylgi er nægilegt.
i i I j i i ;
Kæri Draumráðningarmaður.
Siðastliðna nótt þóttist ég stödd inni i stofu
í draumi. Sá ég þá mann liggjandi þar, en hann
þekkti ég, og ofan á hann var breiddur fáni
nazistanna þýzku. Mér varð bilt við draum
þennan, — en gætir þú sagt mér, hvað hann
merkir. Þórunn.
Svar til Þórunnar.
f flestum tilfellum merkja slíkir draumar
sem þessi, að sá, er undir nazistafánanum
lá, sé að drýgja óheiðarlegan verknað og
gangi fljótlega í gildru réttvísinnar. Ef til
vill er því líka bezt þannig farið. þótt vitr-
ingar hafi sagt, að refsing löggjafans valdi
tiu sinnum meirá tjón en hún bætir. Von-
andi skilst mönnum brátt, að hegningar eru
neikvæðar, en aðrar aðferðir hentugri til að
beina mönnum inn á hreint og heiðarlegt
líferni. Andi fólksins skapar glæpahneigð,
sem verður að veruleika hjá sumum óham-
ingjusömum mönnum. Þess vegna finnst mér
við vera öll samsek. En lífið skal hafa sinn
gang í þessu sem öðru. í dag er það gullið,
sem ræður og dregur margan út á hálan ís.
Mér virðist það hafa reynzt mönnum heldur
hverfull vinur. Gott væri fyrir rnargan að
hugleiða, að gullið fylgir aðeins því vit-
undarstigi, sem heyrir jarðlífinu til, en hefur
lítið að segja handan grafar. Ef til vill reyn-
ast gullkálfarnir heldur fátækir á þann
gjaldmiðil, sem þar gildir.
!*| : I | ; j | j | j I l
Herra draumráðningarmaður.
Fyrir nokkru dreymdi mig, að ég væri stödd
á dansleik, þar sem mikið var drukkið og
mannskapurinn virtist heldur soralegur. Nokkr-
ir piltar buðu mér upp,-og einn var noklcuð
„spennó“ og bauð mér að borðinu sinu. Svo
fannst mér við vera á heimleið, og þetta var
allt að verða dálítið spennandi. Þá vaknaði ég.
Með fyrir fram þökkum fyrir ráðninguna,
i Stella.
Framhald á bls. 34.
MIKIÐ SKAL
TIL
MIKILS YINNA
Ballettnám hefur alltaf verið mjög
eftirsóknarvert af ungum stúlkum í
ýmsum. löndum. En míkill hluti þeirra
gefst upp við það eftir nokkur ár,
því að þetta er ekki leikur einn, held-
ur krefst það ástundunar og mikillár
þolinmæði að ná góðum árangri í
þessari vinsælu „íþrótt“. Mörg dæmi
eru til þess, að fólk sendir kornung-
ar telpur sínar í dansskóla, jafnvel
2—3 ára gamlar, ekki beinlínis í því
skyni að gera úr þeim atvinnudans-
meyjar, heldur hefur það löngum
þótt ,,fint“, og einnig er talið, að
stúlkur fái þokkafyllri hreyfingar og
fallegri limaburð, ef þær fara ungar
í ballettskóla, — og er kannski nokk-
uð til í því. Hér á myndinni sjáum
við þýzka telpu á „dansæfingu".
Henni virðist að vísu ekki liða of vel-
þarna í klónum á þjálfaranum, en
mikið skal til mikils vinna, og kannski
verður hún einhvern tíma fræg dans-
mær. — Hver veit?
ÞEGAR FARDÚFURNAR
DÓU ÚT.
Náttúrufræðingum eru kunnar ýms-
ar tegundir dýra, sem eru útdauðar,
og geta aðeins í einu tilfelli sagt ná-
kvæmlega um tímann, sem það átti
sér stað: En það er um hinn mikla
fjölda amerískra fardúfna, sem oft
voru í svo stórum flokkum, að þeir
skyggðu á himininn I margar mlnút-
ur. Náttúrufræðingurinn J. J. Audu-
bon segir frá flokki, sem var 65
kílómetra langur og 5 kílómetra
breiður. En skyndilega, — af ástæð-
um, sem mönnum eru ekki kunnar,
hurfu fardúfurnar. — Síðasti fuglinn
dó í Cinncinnati-dýragarðinum 1.
september 1914.
köldubúðingam-
| ir eru ljúffengasti
cftirmatur, eem völ er á. Svo
auðvelt er að matreiða þa, aö
ekki þarf annað en brœramni-
hald pakkans saman vjð kalda
mjólk og er búðingunnn þá
tilbúinn til framreiðslu.
Bragðtegundir:
“■ Súkkulaði . VaruUu
iaramellu og Hindberja
Hvað segja stjörnurnar um hæfileika yðar, möguleika
og framtíð?
Viljið þér fá svar við þessu þá sendið upplýsingar um
nafn, heimilisfang, fæðingardag og ár, fæðingarstað og hve-
nær sólarhringsins þér fæddust ásamt kr. 500,00, spádómur
fyrir 1 ár kostar 200 krónur, i umslagi merkt pósthólf 2000,
Kópavogi og svarið mun berast yður með pósti.
VIKAN
7